Sér á eft­ir hug­rökk­um hópi

Fyrstu skóla­slit Lýð­há­skól­ans á Flat­eyri fóru fram 4. maí. Eitt starfs­ár lið­ið og Helena Jóns­dótt­ir skóla­stjóri seg­ir ár­ang­ur þess vera fram­ar sín­um björt­ustu von­um.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Þetta var al­gjör­lega frá­bær vet­ur, allt gekk upp og skóla­ár­ið fór fram úr okk­ar björt­ustu von­um. Nem­end­ur eru al­sæl­ir, þeir fara héð­an reynsl­unni rík­ari og sem sterk­ari ein­stak­ling­ar. En hér er skrýt­ið að vera þeg­ar bú­ið er að út­skrifa 28 nem­end­ur og dá­lít­ið tóm­legt um að lit­ast. Ég held að við á Flat­eyri get­um öll ver­ið sam­mála um að það er eft­ir­sjá að þess­um líf­lega og hug­rakka hópi nem­enda sem varði vetr­in­um með okk­ur. Sem bet­ur fer ákvað tölu­verð­ur fjöldi að vera á staðn­um áfram og draga úr frá­hvarf­s­ein­kenn­um okk­ar.

Tvær ólík­ar braut­ir voru í boði fyr­ir nem­end­ur Lýð­há­skól­ans þenn­an fyrsta vet­ur, Hug­mynda­braut og Úti­vist­ar- og nátt­úru­braut. „Hér var sterk­ur hóp­ur í list­sköp­un, hug­mynda­vinnu og miðl­un, sem er á beinni braut að sækja um lista­há­skól­ann eða þróa sig sem skap­andi ein­stak­ling­ar á ann­an hátt. Úti­vist­ar- og nátt­úru­braut­in hef­ur víð­ari skír­skot­un og þar ligg­ur ekki eins beint við nem­end­um að sækja um fram­hald, en með þeim hef­ur kvikn­að ákaf­ur áhugi á úti­vist og nátt­úru­skoð­un og nú eru þeir fær­ari í að ferð­ast um í nátt­úr­unni og njóta henn­ar á ör­ugg­an hátt. Nem­end­ur á þeirri braut skipu­lögðu und­ir lok­in frá­bæra ferð á Snæfjalla­strönd og upp á Dranga­jök­ul.“Á hug­mynda­braut­ina komu kenn­ar­ar sem hafa kennt svip­uð nám­skeið við lista­há­skól­ann, mynd­list­ar­skól­ann og víð­ar, að sögn Helenu. „Kennsla á þeirri braut gekk dá­lít­ið eins og smurð vél og án mik­ill­ar að­komu okk­ar skóla­stjórn­enda. En á úti­vist­ar- og nátt­úru­braut­inni vor­um við að finna upp hjól­ið á hverj­um degi, fyr­ir okk­ur og kenn­ar­ana var það stærsta áskor­un­in og sú

skemmti­leg­asta því það fór eft­ir veðri og færð hvað gert var og oft þurfti að breyta plön­um. Einn dag­inn datt nem­end­um í hug að búa til salt úr sjó, þá varð að út­vega 300 lítra af sjó, takk!“

Helena ljóstr­ar því upp með gleði í rómn­um að brátt fæð­ist lýð­há­skóla­barn. „Ung kona frá Akureyri kom hér í skól­ann og með henni unnust­inn sem er að vinna í mjólk­ur­vinnsl­unni Örnu. Þau bjuggu hér sam­an í heima­vist­inni í vet­ur og eru nú flutt í sitt eig­ið hús­næði hér í bæ, í júní bæt­ist lít­ið barn í fjöl­skyld­una sem okk­ur finnst við eiga dá­lít­ið mik­ið í. Svo ætla fleiri nem­end­ur að vera hér áfram í sum­ar, þeir fengu styrk frá Ísa­fjarð­ar­bæ til að vera með lista­smiðju og eru líka komn­ir með vinnu í baka­ríi, póst­in­um og búð­inni – hér og þar.“

Ekki kveðst Helena verða við stjórn­völ­inn í skól­an­um næsta vet­ur, það hafi hún ákveð­ið áð­ur en hún hóf störf þar. „Hjá mér var þetta alltaf tíma­bund­ið verk­efni. Ég er áhlaupa­mann­eskja en ekki lang­hlaupa. En kennslu­stjór­inn, hún Anna Sigga verð­ur hér. Svo er bú­ið að finna nýj­an skóla­stjóra, konu sem á hús hér í bæn­um, er kennslu­stjóri við HR og fær tíma­bund­ið leyfi það­an til að sinna þessu skemmti­lega verk­efni. Það er frá­bært að fá ein­hvern með næg­an kraft og reynslu til að sinna þessu frá­bæra verk­efni áfram.“Að lok­um má geta þess að op­ið er fyr­ir um­sókn­ir en sækja má um skóla­vist á vefn­um lyd­flat.is.

Mik­il gleði ríkti á fyrsta út­skrift­ar­degi Lýð­há­skól­ans á Flat­eyri er geng­ið var fylktu liði með skóla­stjór­ann í far­ar­broddi.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIG­TRYGG­UR ARI

Anna Sig­urð­ar­dótt­ir kennslu­stjóri og Helena skóla­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.