For­sala á nýj­um raf­bíl­um

Volkswagen í Evr­ópu og á Íslandi hef­ur opn­að fyr­ir pant­an­ir á fyrsta hrein­rækt­aða raf­magns­bíl Volkswagen.

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Ígær klukk­an 11 hófst for­sala á Volkswagen I.D. á sama tíma í Evr­ópu og á Íslandi. Volkswagen I.D. er fyrst­ur í röð raf­bíla frá Volkswagen sem hann­að­ir eru frá grunni sem raf­magn­að­ir fólks­bíl­ar. Með því að byrja með autt blað og eng­ar fyr­ir fram mót­að­ar skoð­an­ir hafa hönn­uð­ir Volkswagen gjör­breytt hönn­un bíls­ins sem skil­ar sér í mun stærra inn­an­rými en hing­að til hef­ur þekkst. Nafn­ið á bíln­um verð­ur kynnt á næst­unni en stærð hans er á við Golf að ut­an en Passat að inn­an.

For­sal­an fer fram á heima­síðu Volkswagen, www.volkswagen. is/ ID, en þar er hægt að tryggja sér eitt af fyrstu ein­tök­um bíls­ins sem verð­ur sér­stök við­hafnar­út­gáfa sem kall­ast First Editi­on. Í sept­em­ber verð­ur bíll­inn heims­frum­sýnd­ur í Frankfurt en þar verð­ur end­an­legt út­lit, ásamt verði, kynnt en gert er ráð fyr­ir að verð­ið verði frá 30.000 evr­um eða sam­bæri­legt við sjálf­skipt­an Golf. Volkswagen I.D. er 100% raf­bíll byggð­ur á nýj­um MEB-und­ir­vagni Volkswagen með drægi frá 330 til 550 kíló­metra sam­kvæmt WLTP-staðl­in­um.

Fleiri bíl­ar úr röð­um I. D.-raf­bíla­línu Volkswagen fylgja hratt á eft­ir en síð­ar á ár­inu hefst for­sala á I.D.- Crozz sem er fyrsti raf­magn­aði jeppi Volkswagen og verð­ur á stærð við Tigu­an. Á næsta ári hefst sala á I.D.-Buzz og þá fylg­ir I. D.Vizzi­on eft­ir og verð­ur til sölu ár­ið 2023 sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Volkswagen-sam­steyp­unni.

Volkswagen I.D.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.