Ork­an skek­ur Fram­sókn

Grasrót Fram­sókn­ar­flokks­ins er sögð óánægð með af­stöðu þing­flokks­ins til þriðja Orkupakk­ans. Frosti Sig­ur­jóns­son fer þar fremst­ur í flokki en seg­ist ekki á för­um úr flokkn­um. Þing­flokk­ur­inn ein­huga með mál­inu.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN adal­[email protected]­bla­did.is

Allt leik­ur nú á reiði­skjálfi inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins vegna inn­leið­ing­ar þriðja orkupakk­ans. And­stæð­ing­ar máls­ins eru sagð­ir beita sér af mik­illi hörku inn­an flokks­ins; bæði á sam­fé­lags­miðl­um, fund­um og manna­mót­um. Hart er tek­ist á í lok­uð­um hóp­um flokks­ins á Face­book og eru þunga­vigt­ar­menn sem mark er tek­ið á inn­an grasrót­ar­inn­ar sagð­ir hóta því að segja sig úr flokkn­um og ganga til liðs við Mið­flokk­inn taki þing­menn flokks­ins ekki rétta af­stöðu í mál­inu. Þing­menn og ráð­herr­ar flokks­ins eru sagð­ir ákveðn­ir í af­stöðu sinni með rík­is­stjórn­inni en heim­ild­ir blaðs­ins herma að vel finn­ist fyr­ir þrýst­ingi and­stæð­inga máls­ins, þótt um há­vær­an minni hluta sé að ræða.

„Ég er ekki að fara neitt,“seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, leið­togi og helsti tals­mað­ur Ork­unn­ar okk­ar, að­spurð­ur um orð­róm­inn. Hann seg­ir að á með­an hann nái eyr­um for­ystu­manna flokks­ins og tal­sam­band sé á milli þríf­ist hann vel inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frosti mætti á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gær til að gera grein fyr­ir sjón­ar­mið­um Ork­unn­ar okk­ar. Fund­ur­inn var op­inn fjöl­miðl­um en at­hygli vakti að full­trúi Mið­flokks­ins í ut­an­rík­is­mála­nefnd, Gunn­ar Bragi Sveins­son mætti ekki og held­ur ekki vara­mað­ur hans í nefnd­inni, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son.

Marg­ir gest­ir komu á fund nefnd­ar­inn­ar auk full­trúa Ork­unn­ar okk­ar, þeirra á með­al fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, Carl Bau­den­bacher, sem Sig­mund­ur Davíð hef­ur lýst miklu dá­læti á enda mað­ur­inn sem skrif­aði dóm EFTA-dóm­stóls­ins í Ices­a­ve-mál­inu.

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Fram­sókn­arf lokks­ins, seg­ir að þótt um­ræð­an sé há­vær í flokkn­um sé meiri­hluti flokks­manna þög­ull um mál­ið enda sé það bæði flók­ið og tor­skil­ið. Marg­ir fylg­ist þó með á hlið­ar­lín­unni án þess að blanda sér í um­ræð­una.

„Við er­um auð­vit­að fyrst og fremst Fram­sókn­arf lokk­ur en ekki aft­ur­haldsafl,“seg­ir Silja Dögg um af­stöðu sína og annarra þing­manna flokks­ins til máls­ins. Hún vís­ar til þess að flokk­ur­inn hafi sprott­ið úr Sam­vinnu­hreyf­ing­unni og áhersl­an á sam­vinnu gildi ekki bara um sam­vinnu við aðra flokka held­ur sam­vinnu við aðr­ar þjóð­ir líka.

„Það er Lands­virkj­un, sem þjóð­in á, í hag að halda upp­lýs­ing­um um raf­orku­verð fyr­ir sig og það hræð­ir ekki samn­ings­að­il­ana að fá upp­lýs­ing­ar um hvað keppi­naut­ar þeirra eru að kaupa raf­magn­ið á held­ur er það þeim í hag,“sagði Frosti Sig­ur­jóns­son á fundi með ut­an­rík­is­mála­nefnd um þriðja orkupakk­ann í gær. Frosti var gest­ur nefnd­ar­inn­ar ásamt nokkr­um fé­lög­um sín­um í sam­tök­un­um Ork­an okk­ar.

Það var Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, sem spurði Frosta um af­stöðu hans til auk­inn­ar kröfu í orkupakk­an­um um gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf um raf­orku­verð.

„Hvort sem við er­um sam­mála um sam­keppni á orku­mark­aði eða ekki, þá er með orkupakk­an­um með­al ann­ars ver­ið að þrýsta á gagn­sæi og upp­lýs­inga­öfl­un sem skipt­ir gríð­ar­lega miklu máli varð­andi raf­orku­verð til heim­ila,“sagði Þor­gerð­ur og bætti við at­huga­semd um að stór­not­end­ur ótt­uð­ust ná­kvæm­lega þetta; auk­ið gagn­sæi, enda geti ver­ið að þeirra samn­ings­staða gagn­vart rík­is­fyr­ir­tækj­um verði ekki eins góð fyr­ir vik­ið.

Frosti svar­aði Þor­gerði með þeim hætti að það væri ekki í þágu hags­muna þjóð­ar­inn­ar að gagn­sæi ríkti um raf­orku­verð til stór­iðj­unn­ar. „Það er okk­ur í hag að vera ekki að birta þess­ar upp­lýs­ing­ar og reyna að ná sem best­um samn­ing­um við hvern og einn og standa sterk­ar að­þessu sem þjóð, þannig get­um við feng­ið hærra verð fyr­ir ork­una,“sagði Frosti.

Full­trú­ar Lands­virkj­un­ar og Landsnets komu einnig á fund nefnd­ar­inn­ar og innti Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þá eft­ir því hverj­ir hefðu helst hag af því að inn­leiða ekki orkupakk­ann. Hörð­ur Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, svar­aði því þannig til að ákveð­in stór­iðju­fyr­ir­tæki sæju hag sinn í því að það myndi veikja samn­ings­stöðu Lands­virkj­un­ar gagn­vart þeim.

Full­trú­ar beggja rík­is­fyr­ir­tækj­anna lýstu því einnig á fund­in­um að frá því inn­leið­ing evr­ópska orku­reglu­verks­ins hófst hefði samn­ings­staða þeirra styrkst veru­lega og arð­semi þeirra fyr­ir þjóð­ar­bú­ið auk­ist.

Ekki virt­ust þó all­ir gest­ir nefnd­ar­inn­ar á þeirri skoð­un að Lands­virkj­un ætti að leita bestu samn­inga. Þannig gagn­rýndi vara­for­seti ASÍ, Vil­hjálm­ur Birg­is­son, Lands­virkj­un fyr­ir fyr­ir mjög hátt verð á raf­orku til El­kem á Grund­ar­tanga.

Fund­ur­inn sem stóð frá kl. 13 til 18 var op­inn fjöl­miðl­um. At­hygli vakti að eng­inn þing­manna Mið­flokks­ins var á fund­in­um en Gunn­ar Bragi Sveins­son er aðal­mað­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd. Vara­mað­ur hans í nefnd­inni er Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son. Hvor­ug­ur þeirra var við þing­störf þeg­ar fyrri um­ræða um mál­ið fór fram í þingsal en Mið­flokk­ur­inn hef­ur lagst hart gegn því.

Eini þing­mað­ur­inn úr hópi þeirra sem lýst hafa and­stöðu við mál­ið og sat fund­inn í gær var Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins.

Með­al annarra gesta fund­ar­ins var fyrr­ver­andi dóm­ari EFTA­dóm­stóls­ins og var hann spurð­ur ít­ar­lega um ýms­ar full­yrð­ing­ar sem deilt hef­ur ver­ið um í um­ræð­unni hér á landi um orkupakk­ann.

Full­trú­ar Ork­unn­ar okk­ar sátu fyr­ir svör­um nefnd­ar­inn­ar í tæpa eina og hálfa klukku­stund. Nokkr­ir nefnd­ar­menn hrós­uðu þeim fyr­ir skjóta upp­bygg­ingu fjölda­sam­taka um mál­ið en brýndu einnig fyr­ir þeim að vanda sig í um­ræð­unni og halda ekki á lofti vill­andi eða röng­um stað­hæf­ing­um. Þor­gerð­ur Katrín sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem al­ið er á rang­hug­mynd­um og hræðslu­áróðri og rifj­aði upp þeg­ar ann­ar orkupakk­inn var á dag­skrá. Þá hafi for­ystu­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um verði lagð­ir í einelti og rík­is­stjórn­in öll set­ið und­ir mikl­um ákúr­um um að raf­orku­verð myndi stór­hækka og við vær­um að gefa ork­una frá okk­ur.

Það er okk­ur í hag að vera ekki að birta þess­ar upp­lýs­ing­ar.

Frosti Sig­ur­jóns­son, tals­mað­ur Ork­unn­ar okk­ar

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANT­ON

Þúsund­ir há­skóla­nema hafa á síð­ustu vik­um þreytt loka­próf. Nú sér hins veg­ar fyr­ir end­ann á prófa­törn­inni enda lýk­ur al­menn­um loka­próf­um í Há­skóla Ís­lands í dag.

Um­ræð­ur voru fjör­ug­ar á fund­in­um og þurfti formað­ur­inn að stýra fundi af nokk­urri festu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.