Ein­ing um að fækka dæl­un­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – khn

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar sam­þykkti í gær meg­in­lín­ur og samn­ings­markmið í við­ræð­um við olíu­fé­lög­in, sem miða að því að fækka bens­ín­stöðv­um í borg­inni um helm­ing. Bens­ín­stöðv­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru 75 en á land­inu öllu eru þær 250.

Dag­ur B. Eg­gerts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, greindi frá þessu á Face­book-síðu sinni. Þar seg­ir hann að í stað bens­ín­stöðv­anna komi íbúð­a­upp­bygg­ing, versl­an­ir eða önn­ur starf­semi.

„ Skil­greind­ir hafa ver­ið hvat­ar fyr­ir olíu­fé­lög­in til að hraða þess­ari umbreyt­ingu í sam­vinnu við borg­ina í græna átt,“rit­ar Dag­ur.

Lofts­lags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar ger­ir ráð fyr­ir því að bens­ín­stöðv­um verði fækk­að um helm­ing fyr­ir ár­ið 2030. „Nú brá svo við að borg­ar­ráði leist svo vel á upp­legg­ið að það sam­ein­að­ist um að herða á mark­mið­inu og stefna á að ná því fyr­ir ár­ið 2025,“rit­ar Dag­ur og bæt­ir við: „Og all­ir með.“

Lofts­lags­áætl­un borg­ar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir að bens­ín­stöðv­ar verði að mestu horfn­ar ár­ið 2040 og að bílaum­ferð og al­menn­ings­sam­göng­ur verði laus við los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda sama ár. Ár­ið 2030 er stefnt að því að hlut­deild bílaum­ferð­ar verði 58 pró­sent, al­menn­ings­sam­gangna verði 12 pró­sent og gang­andi og hjólandi 30 pró­sent.

Dag­ur B. Eg­gerts­son borg­ar­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.