Seg­ir stærsta blóma­fram­leið­anda lands­ins kvarta und­an sam­keppni

Fréttablaðið - - FASTEIGNABLAÐIÐ + PLUS - – bdj

Blóma­fram­leiðsla get­ur ekki stað­ið und­ir ís­lensk­um blóma­mark­aði og inn­flutn­ing­ur á af­skorn­um blóm­um er nauð­syn­leg­ur seg­ir Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda. Ólaf­ur svar­ar þannig um­mæl­um Ax­els Sæ­land í Frétta­blað­inu í gær þar sem hann seg­irtoll­kvóta á blóm­um ekki hvetj­andi fyr­ir ís­lenska blóma­bænd­ur og að innlend b lóma f r am­leiðsla geti stað­ið und ir mark­aðn­um. Inn­flutn­ing­ur af­skor­inna blóma sé óþarf­ur.

„Okk­ur finnst dá­lít­ið merki­legt að stærsti blóma­fram­leið­andi á land­inu skuli kvarta und­an sam­keppni frá inn­flutn­ingi sem nem­ur 15 pró­sent­um af ein­göngu hans fram­leiðslu og er flutt inn með 30 pró­senta tolli, 30-40 króna gjaldi á hvert blóm. Ef ís­lensk blóma­fram­leiðsla stenst ekki slíka sam­keppni þá ættu menn kannski bara að fara að snúa sér að ein­hverju öðru,“seg­ir Ólaf­ur.

Í blað­inu í gær var einnig fjall­að um að inn­flutn­ing­ur af­skor­inna blóma sé meng­andi. Kol­efn­is­spor þeirra sé mun stærra en þeirra blóma sem rækt­uð eru hér á landi. Að­spurð­ur seg­ir Ólaf­ur að fjöl­breytt­ara vöru­úr­val til neyt­enda geti haft já­kvæð áhrif á um­hverf­is­vernd: „Það þarf kannski að horfa á það í stærra sam­hengi. Þeg­ar neyt­end­ur eru að taka ákvarð­an­ir um hvaða vör­ur þeir kaupa út frá sínu heild­ar neyslu­mynstri. Ef þeir til dæm­is spara mik­ið á því að kaupa inn­flutt­ar vör­ur sem eru ódýr­ari en innlend fram­leiðsla þá geng­ur það kannski hrað­ar að safna fyr­ir raf­bíl eða öðr­um um­hverf­i­s­væn­um vör­um“.

Ef ís­lensk blóma­fram­leiðsla stenst ekki slíka sam­keppni þá ættu menn kannski bara að fara að snúa sér að ein­hverju öðru. Ólaf­ur Stephen­sen fram­kvæmd­ar­stjóri FA

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.