Evr­ópa hafn­ar afar­kost­um Ír­ans­stjórn­ar

Fréttablaðið - - FASTEIGNABLAÐIÐ + PLUS - Þea

Frakk­land, Þýska­land og Bret­land, evr­ópsku að­ild­ar­rík­in að JCPOA-samn­ingn­um um að Ír­an­ar fái ekki að koma sér upp kjarn­orku­vopn­um í skipt­um fyr­ir aflétt­ingu við­skipta­þving­ana, hvöttu Ír­ana í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu í gær til þess að halda samn­ingn­um á lífi.

Hass­an Rou­hani, for­seti Ír­ans, sagði á mið­viku­dag að Íran ætl­aði að hætta að fram­fylgja samn­ingn­um og ef til vill byrja að fram­leiða auðg­að úr­an til eig­in nota í stað þess að selja það úr landi, líkt og samn­ing­ur­inn kveð­ur á um. Sagði hann það gert vegna þeirra við­skipta­þving­ana sem Banda­rík­in hafa lagt á Íran eft­ir rift­un Banda­ríkj­anna. Rík­in sögð­ust hafna þeim afar­kost­um sem Íran setti þeim um að fá þving­un­um Banda­ríkj­anna aflétt inn­an sex­tíu daga gegn áfram­hald­andi sam­starfi.

Federica Mog­her­ini, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB, sagði samn­ing­inn mik­il­vægt ör­yggis­at­riði. –

Federica Mog­her­ini ut­an­rík­is­mála­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.