Ævin­týr­in ger­ast í Eyja­firði

Ferða­þjón­usta í Eyja­fjarð­ar­sveit hef­ur vax­ið mik­ið á und­an­förn­um ár­um. Marg­ir þjón­ustu­að­il­ar eru í sveit­inni og flest­ir geta fund­ið eitt­hvað við hæfi. Á Hrafnagili er flott tjald­svæði og sund­laug.

Fréttablaðið - - LANDSBYGGÐIN -

Finn­ur Yngvi Krist­ins­son, sveit­ar­stjóri í Eyja­fjarð­ar­sveit, seg­ir að ferða­þjón­ust­an sé öfl­ug, jafnt fyr­ir inn­lenda sem er­lenda ferða­menn. „Í sveit­inni eru góð gisti­hús, kaffi­hús og veit­inga­stað­ir ásamt jóga, hesta­leig­um, frá­bær­um göngu­leið­um, fal­legri nátt­úru og sól­armu­steri svo fátt eitt sé nefnt,“seg­ir Finn­ur og bæt­ir við að úti­vist­ar­stígn­um á milli Hrafnagils og Akur­eyr­ar hafi ver­ið ákaf­lega vel tek­ið en hann var tek­inn í notk­un síð­ast­lið­ið haust. „Það er orð­ið feiki­vin­sælt að ganga eða hjóla um stíg­inn allt ár­ið um kring. Leið­in ligg­ur með­fram Eyja­fjarðará og er gríð­ar­lega fal­leg en þar má sjá ána lið­ast nið­ur far­veg sinn inn­an um nota­legt lands­lag sveit­ar­inn­ar,“seg­ir Finn­ur. „Við stefn­um á að finna fal­leg­an góð­viðr­is­dag til að vígja form­lega úti­vist­ar­stíg­inn okk­ar og gera úr því skemmti­lega uppá­komu í júní. Það er alltaf gam­an þeg­ar gott fólk kem­ur sam­an,“seg­ir hann.

„Þeg­ar stíg­ur­inn er geng­inn má sjá dýra­líf, fal­lega nátt­úru og dug­lega heima­menn á ferð sinni um stíg­inn í bland við ferða­langa ann­ars stað­ar að af land­inu. Við syðri enda stígs­ins er Hrafnagils­hverfi með frá­bæra og fjöl­skyldu­væna sund­laug, skemmti­legt leik­svæði og fal­leg­an skóg­ar­lund. Þar má einnig finna hinn geysi­vin­sæla Jóla­garð sem sett hef­ur svip sinn á ferða­þjón­ustu á Norð­ur­landi um langt ára­bil.“

Sex kirkj­ur

Þeg­ar Finn­ur er spurð­ur um sér­stöðu sveit­ar­inn­ar, seg­ir hann: „Eyja­fjarð­ar­sveit á reynd­ar stærstu kerl­ingu lands­ins en hún gnæf­ir búst­in og mik­il yf­ir bónda sín­um sem stend­ur ör­lít­ið norð­ar. Kerl­ing er hæsta fjall Norð­ur­lands og er 1.583 m há og er stór­brot­ið út­sýni það­an. En að öllu gamni slepptu þá er þetta úti­vistap­ara­dís fyr­ir alla þá sem vilja ganga og hjóla eða bara njóta ís­lenskr­ar nátt­úru.

Það er einnig óhætt að segja að kirkj­urn­ar í Eyja­fjarð­ar­sveit séu að­drátt­ar­afl út af fyr­ir sig en þær eru sex tals­ins og hver ann­arri fal­legri. Eitt sem vert er að nefna er Smá­muna­safn­ið en það er ótrú­legt að ganga þar um og skoða þá muni sem þar eru. Þang­að koma marg­ir gest­ir á hverju ári af öll­um þjóð­ern­um og flest­ir finna þar hluti sem þeir kann­ast við og hafa mik­ið gam­an af að velta þessu merki­lega safni fyr­ir sér,“seg­ir Finn­ur og minn­ir á alla skemmti­legu mat­sölustað­ina á Eyja­fjarð­ar­svæð­inu.

Gam­an í Kaffi Kú

„Það er í al­gjöru upp­á­haldi hjá krökk­un­um mín­um að koma á Kaffi Kú en þar er lögð áhersla á að nota hrá­efni sem gert er á býl­inu sjálfu. Þar er hægt að fylgj­ast með kún­um með­an þær eru mjólk­að­ar á nú­tíma­væddu kúa­búi og rölta svo í fjós­ið til að kom­ast í enn meiri nánd við kýrn­ar. Í Holtseli fær mað­ur síð­an heima­gerð­an ís sem er með þeim allra besta og ég er mik­ill ísmað­ur. Þar er líka frá­bært um­hverfi. Lamb­inn er einnig að gera góða hluti bæði í gist­ingu og mat og legg­ur áherslu á mat úr hér­aði og ekki má gleyma Brún­ir Hor­se, kaffi­hús þar sem hægt er að njóta bæði list­ar og hesta­sýn­inga. Bú­ið er að opna Hæl­ið á Krist­nesi en það er set­ur um sögu berkl­anna og í leið­inni skemmti­legt kaffi­hús. All­ir þess­ir stað­ir setja metn­að sinn í heima­lag­að kruð­erí. Vin­sæl­ustu stopp­in eru Kaffi Kú og Jóla­garð­ur­inn en ég held að ferða­menn­irn­ir séu al­mennt að sækja í karakt­er sveit­ar­inn­ar. Það er svo margt í boði hér á litlu svæði og mik­ið að sjá og margs að njóta.“

Hand­verks­há­tíð­in 2019

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir Hand­verks­há­tíð 2019 er á fullu og hef­ur að­sókn sýn­enda stór­auk­ist milli ára. „Það eru mjög flott­ar stelp­ur sem tóku að sér fram­kvæmda­stjórn núna og munu stýra skút­unni að minnsta kosti næstu þrjú ár­in, þær Krist­ín Anna og Heið­dís Halla sem eiga jafn­framt og reka fyr­ir­tæk­ið Du­odot á Akur­eyri en þær brenna af ástríðu fyr­ir verk­efn­inu og því ljóst að há­tíð­in mun vaxa og dafna skemmti­lega á næstu ár­um. Ég fæ þann heið­ur að sitja sem formað­ur nefnd­ar fyr­ir þetta stór­skemmti­lega verk­efni og hlakka mik­ið til að sjá afrakst­ur­inn í sum­ar og get lof­að því að gest­ir verða ekki síð­ur ánægð­ir en fyrri ár,“seg­ir Finn­ur.

Fjöl­breytt flóra

„Það er al­veg frá­bært að sjá þá fjöl­breyttu flóru sem hér er í boði en það má finna bæði hót­el og stór gisti­hús sem og litl­ar perl­ur eins og Ís­lands­bæ­inn. Ég leit þang­að inn fyr­ir skömmu fyr­ir for­vitni sak­ir, hann er í Hrafnagili og hreif mig veru­lega. Það hef­ur virki­lega ver­ið vand­að til verka þar og hug­að að öll­um smá­at­rið­um. En það er ein­mitt mín upp­lif­un af öll­um þeim ferða­þjón­ustu­að­il­um sem ég hef hitt hér í sveit­inni, þeir leggja sig alla fram og veita þjón­ustu sína af inn­lif­un og ástríðu.“

Hægt er að fræð­ast meira um Eyja­fjarð­ar­sveit á heima­síð­unni www.esveit.is

Í sveit­inni eru góð gisti­hús, kaffi­hús og veit­inga­stað­ir ásamt jóga, hesta­leig­um, frá­bær­um göngu­leið­um, fal­legri nátt­úru og sól­armu­steri svo fátt eitt sé nefnt. Finn­ur Yngvi Krist­ins­son sveit­ar­stjóri

Það er alltaf skemmti­legt fyr­ir fjöl­skyld­una að koma í Kaffi Kú.

Finn­ur Yngvi Krist­ins­son, sveit­ar­stjóri Eyja­fjarð­ar­sveit­ar.

Jól­in eru all­an árs­ins hring í Jóla­hús­inu. Það er æv­in­týri lík­ast að kíkja inn í Jóla­hús­ið og hægt að láta sig dreyma og hlakka til næstu jóla.

Það er margt áhuga­vert að finna fyr­ir börn­in í Eyja­fjarð­ar­sveit.

Jóla­garð­ur­inn dreg­ur að sér marga ferða­menn, bæði inn­lenda og er­lenda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.