Lista­verk um vegi Ís­lands

Fréttablaðið - - LANDSBYGGÐIN -

Ástr­alski lista­mað­ur­inn Kail­um Gra­ves vann víd­eólista­verk með mynd­um úr vef­mynda­vél­um Vega­gerð­ar­inn­ar. Í verk­inu Spuk­haf­te Fernwirk­ung sýn­ir Gra­ves ís­lenska vegi og hvernig þeir breyta um ásýnd á heilu ári.

Gra­ves dvaldi á Íslandi í tvö skipti á síð­ustu tveim­ur ár­um, sam­tals í fjóra mán­uði. Hann bjó í listamið­stöð­inni Nesi á Skaga­strönd en það er al­þjóð­leg mið­stöð með gesta­vinnu­stof­um fyr­ir starf­andi lista­menn á öll­um svið­um lista.

„Mig lang­aði að skoða Ís­land á ann­an hátt og í stað­inn fyr­ir að sýna land­ið í hefð­bundnu ljósi vildi ég kanna skil­in milli menn­ing­ar, tækni og um­hverf­is. Hr­ing­veg­ur­inn sem teng­ir allt land­ið, fólk­ið og ferða­mannastað­ina var því áhuga­vert um­fjöll­un­ar­efni,“seg­ir Gra­ves sem nýt­ur þess að vera fjarri manna­byggð í vondu veðri.

Ein fyrsta vef­síð­an sem Gra­ves skoð­aði eft­ir að hann kom til lands­ins var vega­ger­d­in.is.

„Þá upp­götv­aði ég vef­mynda­vél­arn­ar og fannst frá­bært að sjá handa­hófs­kennd­ar mynd­ir af kind­um, mögn­uð­um sól­setr­um, ferða­mönn­um að stara á norð­ur­ljós, óveðri og trukk­um. Ég fór að safna sam­an mynd­um úr vél­un­um á hverj­um degi í heilt ár.“

Innt­ur eft­ir því hvort hann eigi sér upp­á­halds vef­mynda­vél svar­ar hann að það sé Súða­vík­ur­hlíð 2. „Lín­urn­ar í veg­in­um minna mig á ís­lenska fán­ann.“

Nafn­ið Spuk­haf­te Fernwirk­ung, sem gæti laus­lega út­lagst sem „dul­ar­full fjar­virkni“, dreg­ur Gra­ves af orða­sam­band sem Ein­stein not­aði til að lýsa fyr­ir­bær­inu „quant­um entang­lement“.

Það er und­ar­lega dá­leið­andi að horfa á mynd­band­ið sem finna má á vef­slóð­inni kail­um­gra­ves.com/ spuk­haf­te-fernwirk­ung/.

Ástr­alski lista­mað­ur­inn Kail­um Gra­ves kann vel við sig í óbyggð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.