Köll­uð hjart­að í Eir­bergi

Ág­ústa Sig­ur­jóns­dótt­ir hef­ur séð um að seðja hung­ur þeirra hjúkr­un­ar- og ljós­mæðra­nema sem hafa stund­að nám í Eir­bergi síð­ustu þrjá­tíu og tvo vet­ur en nú eru tíma­mót.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANT­ON BRINK [email protected]­bla­did.is

Hún stend­ur bak við af­greiðslu­borð­ið í Hámu í Eir­bergi við Ei­ríks­götu, há­vax­in og tígu­leg. Ág­ústa Sig­ur­jóns­dótt­ir fær ör­ugg­lega ófá knús í dag því þetta er síð­asti dag­ur­inn henn­ar í af­greiðsl­unni. Hún hef­ur stað­ið vakt­ina þar síð­an ár­ið 1986, en bæði að­stað­an og veit­ing­arn­ar hafa tek­ið breyt­ing­um á því tíma­bili.

Eir­berg er skóla­hús­næði hjúkr­un­ar­og ljós­mæðra­nema og þar eru 3-400 manns við nám þeg­ar flest er. Sam­kvæmt áreið­an­leg­um heim­ild­um hef­ur Ág­ústa snert marga strengi hjá nem­end­um í gegn­um tíð­ina og ný­lega var opn­uð les­stofa með smá eld­un­ar­að­stöðu í Eir­bergi sem nefnd var í höf­uð­ið á henni. Þar hang­ir líka mynd af henni og und­ir henni stend­ur: Hjart­að í Eir­bergi. „Það kom mér al­ger­lega á óvart að vera heiðr­uð svona og ylj­aði mér sann­ar­lega, ég hélt ekki að ég ætti það skil­ið,“seg­ir hún hrærð.

Háma er op­in frá 9-15. Ág­ústa kveðst mæta rúm­lega 7.30 til að hella á könn­una, baka hafra­kök­ur, smyrja rúnnstykki, flat­kök­ur, skons­ur og rúg­brauð og und­ir­búa dag­inn. „Það er hell­ing­ur sem þarf að hafa til reiðu, sér­stak­lega þeg­ar skól­inn er full­ur af fólki,“bend­ir hún á.

Það er ver­ið að loka Hámu fyr­ir sumar­ið. „Ég á nokkra daga eft­ir við upp­gjör og frá­gang en svo tek­ur nýr starfs­kraft­ur við í ág­úst,“seg­ir Ág­ústa sem verð­ur 78 ára í haust. Hún kveðst líta á það sem for­rétt­indi að fá að vinna svona lengi og hafa heilsu. „Ég er tvisvar bú­in að fá krabba­mein en hef stað­ið þau af mér

og kann enn bet­ur að meta líf­ið fyr­ir bragð­ið. Hér er gam­an að vera en stund­um alltof mik­ið að gera. Ár­ið 2011 fékk ég konu til að vera með mér fjóra tíma á dag. Hún er al­veg ynd­is­leg en hætti fyr­ir ári og eng­in kom í stað­inn.“

Nú ætl­ar Ág­ústa að segja þetta gott. „Mér finnst auð­vit­að skrít­ið að vera að hætta að vinna, en mun ekki láta mér leið­ast því það kann ég ekki. Var nú að taka að mér for­mennsku í Kven­fé­lagi Frí­kirkj­unn­ar í Reykja­vík í þriðja skipti, ég lof­aði tveim­ur ár­um. Það er verk­efni.“Hún kveðst líka eiga stóra fjöl­skyldu. „Við hjón­in eig­um fjóra stráka og ynd­is­leg­ar þrjár tengda­dæt­ur, níu barna­börn, vor­um að fá fjórða lang­ömmu­barn­ið og eitt er á leið­inni. Svo get­um við von­andi ferð­ast eitt­hvað og not­ið lífs­ins.“

Hér er Ág­ústa stödd í Ág­ústu­stofu sem ný­lega var opn­uð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.