Hvað? Hvenær? Hvar? Föstu­dag­ur

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR ÞRAUTIR - [email protected]­bla­did.is

10. MAÍ Úti­vist

Hvað? Á fjöll við fyrsta hanagal Hvenær? 06.00

Hvar? Esj­an – upp að Steini Loka­hnykk­ur í morg­un­göng­um FÍ. Gang­an hefst við bíla­stæði und­ir Esju.

Tón­leik­ar

Hvað? Guð­rún Gunn­ars og hljóm­sveit Hvenær? 20.00

Hvar? Frí­kirkj­an við Tjörn­ina Cornel­is Vreeswijk og lög hans koma við sögu hjá Guð­rúnu ásamt lög­um af nýj­ustu plöt­unni henn­ar, Ei­lífa tungl, og mörg­um öðr­um hjarta­styrkj­andi. Hljóm­sveit­ina skipa Gunn­ar Gunn­ars­son á flygil, Ás­geir Ás­geirs­son á gít­ar og Þorgrím­ur Jóns­son á kontrabassa. Mið­inn kost­ar 3.500 krón­ur.

Hvað: Blús

Hvenær: 22.00

Hvar: Sport­bar­inn Öl­ver, Álf­heim­um 74, R

Blús­vin­ir Díönu spila fjöl­breytta blús­tónlist sem bæt­ir lífs­ins sár og nær­ir lífs­gleð­ina. Hljóm­sveit­ina skipa: Di­ana Von Ancken söng­ur, Ein­ar Ingi Ág­ústs­son söng­ur og bassagít­ar, Gaut­ur Þor­steins­son hljóm­borð, Stein­grím­ur B. Gunn­ars­son tromm­ur og Þor­vald­ur Daði Hall­dórs­son á gít­ar.

Leik­list

Hvað? Mutter Coura­ge – Frum­sýn­ing Hvenær? 20.00

Hvar? Sam­komu­hús­ið á Akur­eyri Verk­ið er út­skrift­ar­efni leik­ara­braut­ar LHÍ í sam­starfi við tón­list­ar­deild og í leik­stjórn Mörtu Nor­dal. Það er eft­ir Bertolt Brecht og er eitt kröft­ug­asta stríðs­ádeilu­verk sög­unn­ar. Það á vel við ungu kyn­slóð­ina sem hef­ur ver­ið í odda­flugi síð­ustu kven- og mann­rétt­inda­bylt­ing­ar sem enn stend­ur yf­ir. Boð­skap­ur­inn er ein­fald­ur: All­ir eru jafn­ir að verð­leik­um.

Út­skrift­ar­nem­end­ur í leik­list frá LHÍ sýna Mutter Coura­ge á Akur­eyri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.