Ein­fald­ar upp­skrift­ir Svövu Sig­berts­dótt­ur einka­þjálf­ara

Svava bjó til þjálf­un­ar­kerf­ið The Vik­ing Met­hod, þar sem hún legg­ur áherslu á að fólk þjálfi og hugsi eins og vík­ing­ar. Hún vill að fólk borði ein­fald­an en holl­an mat. Hér eru nokkr­ar holl­ar en bragð­góð­ar upp­skrift­ir frá henni.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ -

Einka­þjálf­ar­inn Svava Sig­berts­dótt­ir hef­ur gert það gott und­an­far­ið sem þjálf­ari í Bretlandi með þjálf­un­ar­kerfi sitt, The Vik­ing Met­hod. Við gerð þess not­aði hún ára­langa reynslu í að sníða þjálf­un­ar- og æf­inga­kerfi sem er væn­legt til ár­ang­urs. Svava hafði starf­að sem einka­þjálf­ari um skeið þeg­ar hún fór að átta sig á mik­il­vægi þess að rækta and­legu hlið­ina þeg­ar fólk var í leit að meira en lík­am­legri hreysti. Hún átt­aði sig á að það var ein­fald­lega ekki nóg að hreyfa sig og borða hollt, væri hug­ar­far­ið ekki á rétt­um stað.

Svava býr í London en þar þjálf­ar hún marg­ar af stærstu stjörn­um Breta, sem sum­ar líta á hana sem góð­an vin. Nú á dög­un­um kom út fyrsta bók Svövu þar sem hún fer yf­ir grund­völl hug­mynda­fræð­inn­ar á bak við The Vik­ing Met­hod. Í bók­inni er líka fjöld­inn all­ur af upp­skrift­um og leið­bein­ing­um til að fá sem mest út úr mataræð­inu. Í Frétta­blaði morg­undags­ins verð­ur við­tal við Svövu þar sem hún ræð­ir líf­ið í London, hark­ið fyrstu ár­in og út­úr­snún­inga bresku götupress­unn­ar.

Með­fylgj­andi eru nokkr­ar upp­skrift­ir úr bók Svövu, en hún legg­ur mik­ið upp úr ein­faldri og fljót­legri mat­ar­gerð þar sem flest er leyfi­legt nema kúamjólk. Meira um það í blað­inu á morg­un.

Rjóma­kennd papriku­og karrísúpa

1 tsk. kó­kosol­ía

1 blað­lauk­ur

4 paprik­ur, rauð­ar eða gul­ar, fræhreins­að­ar og nið­ur­skorn­ar 4 hvít­lauks­geir­ar

1 msk. karrí

400 g veg­an rjóma­ost­ur

180 g chili-sósa 1 græn­metisten­ing­ur bland­að­ur við hálf­an lítra af vatni

250 ml mjólk­ur­laus rjómi, t.d. úr soja eða kó­kos­hnet­um Papriku­duft

Sjáv­ar­salt og nýmal­að­ur pip­ar

Fyrst fer kó­kosolí­an á pönnu sem er nóg stór fyr­ir allt sem fara á í súp­una. Láttu hana á miðl­ungs­hita. Bættu svo blað­laukn­um á pönn­una og leyfðu hon­um að stikna í nokkr­ar mín­út­ur, hrær­ið í á með­an beð­ið er eft­ir því að hann mýk­ist. Næst er paprik­un­um bætt út í og hrært vel í svo þær bað­ist vel í ol­í­unni. Leyf­ið þessu að malla í nokkr­ar mín­út­ur í við­bót.

Þá er hvít­lauk­ur­inn og karrí­ið sett út í, hrært vel sam­an og lát­ið steikj­ast í 1 mín­útu. Setj­ið rjóma­ost­inn út í ásamt soð­inu, rjóm­an­um og paprikukrydd­inu (eft­ir smekk). Krydd­ið með salt­inu og pip­arn­um. Lát­ið þetta sjóða í 5 mín­út­ur á

með­an hrært er reglu­lega í pott­in­um. Að lok­um er öllu bland­að sam­an með töfra­sprota.

Fíkju­sal­at

Þetta sal­at seg­ir Svava vera mjög gott fyr­ir bein­in, ríkt af kalki, C-víta­míni og magnesí­um en samt bragð­gott og létt.

Rif­ið græn­kál

Epli, skor­ið í þunn­ar sneið­ar Val­hnet­ur, nið­ur­skorn­ar Fíkj­ur, skorn­ar í báta Gr­anatepla­fræ

Öllu bland­að vel sam­an. Gott er að blanda reykt­um mak­ríl sam­an við eða brún­um hrís­grjón­um.

Berja­þeyt­ing­ur Loka – full­ur af andoxun­ar­efn­um

70 grömm blá­ber

70 grömm hind­ber 5 jarð­ar­ber, skor­in í helm­inga 70 grömm mangó Þumal­stærð af engi­fer

Allt sett í bland­ara með smá slettu af vatni. Vatni bætt við eft­ir henti­semi til að ná réttri þykkt og áferð.

Bók Svövu, The Vik­ing Met­hod, fæst í Ey­munds­son og á Amazon.uk. stein­ger­d­[email protected]­bla­did.is

MYND/SMITH & GILMOR LTD

Þeyt­ing­ur­inn er ein­fald­ur og fljót­leg­ur en full­ur af andoxun­ar­efn­um.

MYND/NORDICPHOTOS

Svava seg­ir að það sé gott að bæta kjúk­lingi í súp­una fyr­ir þá sem það vilja.

MYND/SMITH & GILMOR LTD

Salat­ið er fullt af kalki, C-víta­míni og magnesí­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.