Fárán­leik­arn­ir

Fréttablaðið - - LÍFIÐ -

Ég fylg­ist eins og all­ir hinir spennt­ur með drama­tísk­um dauðat­eygj­um Game of Thrones sem rista nú svo djúpt í sál­ar­líf áhorf­enda að jafn­væl æðru­laus­ir eru gengn­ir af göfl­un­um og hinir óstöð­ugri orðn­ir vit­stola.

Mér tekst þó enn að halda sæmi­leg­um söns­um þótt áhyggj­ur mín­ar af hon­um Tyri­on séu orðn­ar all nokkr­ar. Aðal­lega vegna þess að við sem drekk­um og vit­um hluti stönd­um sam­an.

Þeg­ar tveir þætt­ir og um það bil tvær klukku­stund­ir eru eft­ir tór­ir dverg­ur­inn enn og ég er eig­in­lega orð­inn spennt­ari fyr­ir sturl­uð­um æs­ingi og botn­lausri frekju sam­fé­lags­miðla­kyn­slóð­ar­inn­ar sem froðu­fell­ir eft­ir hvern þátt vegna þess að hand­rits­höf­und­arn­ir dirfð­ust að hafa þetta nú ekki allt ná­kvæm­lega eft­ir þeirra höfði.

Hinn átti að drep­ast en ekki þessi og þá átti við­kom­andi ekki að drep­ast svona held­ur hinseg­in og það var ekk­ert þessi sem átti að drepa þenn­an held­ur hinn eða ein­hver allt ann­ar. Hafa þessi ósköp ekki geng­ið út á að all­ir drepa alla og þá helst þá sem eru flest­um harmdauði?

Síð­an var nú al­deil­is til­efni til þess að fár­ast yf­ir því að allt í einu birt­ist á fundi í Win­ter­fell pappa­mál und­an St­ar­bucks-kaffi og eyði­lagði allt með því að minna á að Krúnu­leik­arn­ir eru sko bara í þykjust­unni. Gott ef her­skari þjófa sem hlóðu þætt­in­um nið­ur ólög­lega af net­inu hafi barasta ekki kraf­ið HBO um af­sök­un­ar­beiðni, jafn­vel end­ur­greiðslu?

Þessi æs­ing­ur, al­viska og frekja minn­ir óþægi­lega mik­ið á helfros­inn upp­vakn­inga­her­inn sem ólm­ast á sömu slóð­um gegn þriðja vitsugupakk­an­um og eig­in­lega vand­séð hvor­um meg­in veggj­ar­ins raun­veru­leika­teng­ing­arn­ar eru tæp­ari en ekki fer á milli mála að bægslagang­ur­inn í sjón­varps­sjúk­ling­un­um er öllu mein­laus­ari.

Þór­ar­ins Þór­ar­ins­son­ar

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.