Þing­vell­ir vin­sæl­asta dags­ferð­in

Fréttablaðið - - LANDSBYGGÐIN -

Í skýrslu Ferða­mála­stofu fyr­ir ár­ið 2017 kem­ur fram að 76 pró­sent Ís­lend­inga fóru í dags­ferð. Lang­flest­ir rúlla um Suð­ur­land­ið.

Um 76 pró­sent Ís­lend­inga fóru í dags­ferð ár­ið 2017. Voru farn­ar að jafn­aði 4,7 ferð­ir. Þetta kem­ur fram í skýrslu Ferða­mála­stofu. Um fjórð­ung­ur ferða­langa fór í eina til tvær ferð­ir, ríf­lega fimmt­ung­ur þrjár til fimm ferð­ir og svip­að hlut­fall sex eða fleiri ferð­ir. Dags­ferð er skil­greind sem að minnsta kosti fimm klukku­stunda löng ferð út fyr­ir heima­byggð án þess að gist væri yf­ir nótt.

Flest­ir fara á Suð­ur­land­ið eða 61 pró­sent. Þar á eft­ir kem­ur Vest­ur­land og höf­uð­borg­ar­svæð­ið, Norð­ur­land og Reykja­nes fá sam­an brons­ið með 22 pró­sent.

Lang­flest­ir fara á Þing­velli og næst­vin­sæl­asti dags­ferð­ar­rúnt­ur­inn er Geys­ir og Gull­foss. Borg­ar­nes er í fjórða sæti og Reykja­nes­bær fær fimmta sæt­ið yf­ir vin­sæl­ustu dags­ferð­ar­staði lands­ins.

Um 84 pró­sent ferð­uð­ust inn­an

lands ár­ið 2017. Farn­ar voru að jafn­aði um sex ferð­ir og var meg­in­til­gang­ur flestra þeirra, eða í 70% til­fella, frí eða skemmti­ferð.

Júlí­mán­uð­ur var sem fyrr vin­sæl­ast­ur til ferða­laga 2017. Fast á eft­ir fylgdu ferða­lög í ág­úst og júní. Færri ferð­uð­ust aðra mán­uði. Flest­ir gistu í sum­ar­húsi, íbúð í einka­eign og hjá vin­um eða ætt­ingj­um. Gist­ing á hót­eli eða gisti­heim­ili, í tjaldi, felli­hýsi eða hús­bíl, sum­ar­hús­um eða or­lofs­hús­um var auk þess mik­ið nýtt.

Af þeirri af­þrey­ingu sem greitt var fyr­ir á ferða­lög­um ár­ið 2017 fóru marg­ir í sund eða jarð­böð, á söfn eða sýn­ing­ar, á tón­leika eða í leik­hús, á tón­list­ar- og bæj­ar­há­tíð og í veiði. Önn­ur af­þrey­ing var nýtt í minni mæli s.s. dek­ur og heilsu­rækt, skíða­ferð­ir, golf og ým­iss kon­ar skoð­un­ar­ferð­ir. Um 29% greiddu ekki fyr­ir af­þrey­ingu.

Um 84 pró­sent ferð­uð­ust inn­an­lands ár­ið 2017. Farn­ar voru að jafn­aði um sex ferð­ir og var meg­in­til­gang­ur flestra þeirra frí eða skemmti­ferð.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

28 pró­sent rúll­uðu á Þing­velli í dags­ferð.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/PJETUR

Borg­ar­nes kem­ur inn í þriðja sæti af þeim 56 stöð­um sem spurt var um vítt og breitt um land­ið enda margt hægt að gera þar í bæ.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.