Frá­bær að­staða fyr­ir golfara í fal­legu um­hverfi

Golf­klúbbur­inn Leyn­ir býð­ur golf­ur­um upp á frá­bæra að­stöðu á Akra­nesi. Þar má m.a. finna 18 holu völl, gott æf­inga­svæði og glæsi­lega nýja frí­stunda­mið­stöð. Völl­ur­inn er í þægi­legri fjar­lægð frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Fréttablaðið - - LANDSBYGGÐIN -

Akra­nes býð­ur upp á frá­bæra að­stöðu fyr­ir golfara en þar má finna 18 holu völl sem

heit­ir Garða­völl­ur, yf­ir­byggt og flóð­lýst æf­inga­svæði ut­an­dyra, pútt- og vipp­velli og sex holu æf­inga­völl. Í nýrri frí­stunda­mið­stöð er svo boð­ið upp á glæsi­lega inni æf­inga­stöðu með pútt­velli og golf­herm­um auk þess sem mið­stöð­in býð­ur upp á frá­bæra að­stöðu fyr­ir golfara og aðra gesti seg­ir Guð­mund­ur Sig­valda­son, fram­kvæmda­stjóri golf­klúbbs­ins Leyn­is á Akra­nesi. „Það sem helst ein­kenn­ir Garða­völl er hvað hann er létt­ur á fót­inn og hent­ar öll­um kylf­ing­um á mis­mun­andi getu­stigi í golfi. Völl­ur­inn er sann­kall­að­ur keppn­is­völl­ur og ávallt til­bú­inn snemma á vor­in og mik­ið heims­sótt­ur af kylf­ing­um enda eru skráð­ar heim­sókn­ir um 18.000 á hverju ári.“

Golf­klúbbur­inn Leyn­ir hef­ur yf­ir að ráða góðri yf­ir­byggðri æf­inga­að­stöðu sem kall­ast Teig­ar en þar geta kylf­ing­ar æft í skjóli óháð veðr­um og vindi allt ár­ið um kring. „Æf­inga­að­stað­an er flóð­lýst með tólf bása þar sem kylf­ing­ar geta sleg­ið af gervi­grasmott­um. Kylf­ing­ar geta æft öll golf­högg, hvort sem það eru stutt vipp úr glompu eða löng högg með tré­kylfu. Við bjóð­um upp á mik­ið úr­val af skot­mörk­um.“

Frá­bær að­staða

Ný frí­stunda­mið­stöð er sann­kall­að fjöl­nota­hús sem nýt­ist til margra hluta seg­ir Guð­mund­ur. „Hús­ið er fé­lags­að­staða Leyn­is með af­greiðslu vall­ar, golf­versl­un, skrif­stof­um og fundarað­stöðu auk inni æf­inga­að­stöðu. Veislu­sal­ur húss­ins býð­ur upp á mót­töku gesta og kylf­inga og rúm­ar 200 manns í sæti. Sal­ur­inn býð­ur upp á að vera skipt upp í tvo til þrjá minni sali og því er hægt að vera með mis­mun­andi hópa og gesti sam­tím­is. Galito Bistro Ca­fé rek­ur veit­inga­hluta húss­ins og þjón­ust­ar mat og drykk fyr­ir gesti húss­ins.“

Garða­völl­ur er í þægi­legri fjar­lægð frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu og nýta marg­ir sér það að sögn Guð­mund­ar. „Á hverju sumri koma um 12-13.000 gest­ir ut­an póst­núm­era 300 og 301 og stór hluti þeirra er frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Samgöngur eru góð­ar yf­ir sum­ar­tím­ann og nú kost­ar ekk­ert að fara í Hval­fjarð­ar­göng­in.

Mik­ið bók­að­ur

Hann seg­ir sumar­ið líta vel út og völl­ur­inn sé mik­ið bók­að­ur fyr­ir ým­iss kon­ar golf­mót og mót­töku hópa. „Sömu­leið­is má nefna að bók­an­ir eru góð­ar á veislu­sal nýrr­ar frí­stunda­mið­stöðv­ar og spenn­andi tím­ar eru fram und­an í rekstri húss­ins í sam­starfi við Galito Bistro Ca­fé. Stærstu golf­mót­in á næst­unni eru stiga­mót ung­linga í maí, Ís­lands­mót í holu­keppni í júní, meist­ara­mót Leyn­is í júlí og Ís­lands­mót golf­klúbba 2. deild kvenna í júlí.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um Garða­völl má finna á leyn­ir.is.

MYND/AKRANESKAUPSTAÐUR

Ný frí­stunda­mið­stöð hýs­ir m.a. fé­lags­að­stöðu Leyn­is, golf­versl­un, æf­inga­að­stöðu, veit­inga­að­stöðu og veislu­sal.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.