Stjörn­ur Ajax eru eft­ir­sótt­ar eft­ir gott gengi í Meist­ara­deild­inni.

Hol­lenska stór­veld­ið Ajax var hárs­breidd frá því að kom­ast í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar Evr­ópu á mið­viku­dag­inn en sár­græti­legt tap gegn Totten­ham Hot­sp­ur kom í veg fyr­ir að æv­in­týri liðs­ins héldi áfram.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - NORDICPHOTOS/GETTY hjor­[email protected]­bla­did.is

Ajax var nokkr­um and­ar­tök­um frá því að tryggja sér sæti í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla þeg­ar lið­ið fékk Totten­ham Hot­sp­ur í heim­sókn á Joh­an Cru­yff-leik­vang­inn í Am­ster­dam í miðri viku. Þrenna Lucas Moura kom í veg fyr­ir að ungt og efni­legt lið Ajax fengi mögu­leika á að sigra í fimmta skipti í sögu fé­lags­ins

jax var með svip­að lið í hönd­un­um um miðj­an tí­unda ára­tug síð­ustu ald­ar en síð­asti Meist­ara­deild­ar­tit­ill hol­lenska liðs­ins kom vor­ið 1995 þeg­ar sig­ur­mark Pat­ricks Klui­vert tryggði lið­inu sig­ur í úr­slita­leikn­um gegn AC Mil­an það ár­ið. Ajax fór svo í úr­slita­leik keppn­inn­ar ár­ið eft­ir þar sem tap gegn Ju­vent­us eft­ir víta­spyrnu­keppni varð stað­reynd.

Eft­ir þenn­an góða ár­ang­ur voru leik­menn Ajax eft­ir­sótt­ir og lið­ið var tætt í sund­ur af ris­um evr­ópska fót­bolt­ans og öðr­um lið­um víðs veg­ar um Evr­ópu. Michael Reiziger og Ed­g­ar Da­vids fóru til AC Mil­an, Clarence Seedorf söðl­aði um til Samp­doria, Finidi Geor­ge gekk í rað­ir Real Bet­is og Nwan­ko Kanu fór í her­búð­ir In­ter Mil­an. Þá lagði Frank Rijk­ard skóna á hill­una ár­ið 1995. Ár­ið 1997 fór svo Marc Overmars til Ar­senal og Win­st­on Bog­ar­de og Pat­rick Klui­vert til AC Mil­an.

Lou­is van Ga­al var ráð­inn knatt­spyrn­u­stjóri Barcelona ár­ið 1997 eft­ir að hafa stýrt Ajax á gull­ald­ar­skeiði liðs­ins. Seinna, eða ár­ið 1999, fór svo Edw­in van der Sa­ar til Ju­vent­us, tví­bura­bræð­urn­ir Frank og Ron­ald de Boer og Jari Lit­man­en gengu til liðs við Barcelona.

Nú er strax byrj­að að kvarn­ast úr Ajax-lið­inu sem kom öll­um á óvart. Frenkie de Jong, sem var prímu­smótor­inn inni á mið­svæð­inu hjá lið­inu, hef­ur sam­ið við Barcelona og Matt­hijs de Ligt, fyr­ir­liði liðs­ins sem leik­ur í hjarta varn­ar­inn­ar hjá Ajax og er orð­inn fasta­mað­ur í hol­lenska lands­lið­inu, er orð­að­ur við flest stærstu lið Evr­ópu.

Marokkóski væng­mað­ur­inn Hakim Ziyech, sem skor­aði seinna mark Ajax í tap­inu gegn Totten­ham Hot­sp­ur, hef­ur áhuga á að öðl­ast nýja áskor­un í sterk­ari deild­ar­keppni en í Hollandi. Landi hans, Noussa­ir Mazra­oui, sem er mjög spenn­andi hægri bakvörð­ur, gæti ver­ið á leið til Spán­ar.

Donny van de Beek sem skor­aði sig­ur­mark Ajax á móti Totten­ham Hot­sp­ur í fyrri leikn­um og fjög­ur mörk alls í keppn­inni hef­ur einnig vak­ið eft­ir­tekt liða sem gætu freist­að hans. Da­vid Neres, sem hef­ur brot­ið sér leið inn í bras­il­íska lands­lið­ið í kjöl­far góðr­ar frammi­stöðu sinn­ar í fram­línu Ajax, hef­ur vak­ið áhuga ensku topp­lið­anna. Þá hef­ur Ka­sper Dol­berg ver­ið nefnd­ur til sög­unn­ar á inn­kaupal­ista Real Ma­drid fyr­ir sumar­ið.

Við höf­um önn­ur ný­leg dæmi um lið sem hafa far­ið langt eða alla leið í úr­slit Meist­ara­deild­ar­inn­ar og í kjöl­far­ið ver­ið rif­in í sig af evr­ópsku stórlið­un­um. Það er Porto sem vann Meist­ara­deild­ina vor­ið 2004 og missti svo stjóra sinn, José Mour­in­ho, og sín­ar skær­ustu stjörn­ur. Svo er það Mónakó sem fór í undanúr­slit fyr­ir tveim­ur ár­um og í kjöl­far­ið fóru Kyli­an Mbappe, Benjam­in Men­dy, Bern­ar­do Silva og Tiemoue Bakayo­ko frá lið­inu.

Unglingastarf Ajax er mjög fag­legt og mar­gróm­að en það bygg­ist upp á þeim gild­um sem Rin­us Michels er hug­mynda­smið­ur­inn að og Joh­an Cru­yff hélt svo á lofti. Fjöl­marg­ir leik­menn hafa kom­ið í gegn­um aka­demíu fé­lags­ins og fé­lag­ið, sem er vel rek­ið og ríkt af vel þenkj­andi mönn­um um fót­bolta í stjórn­endat­eymi sínu, þarf ekki að kvíða því að fram­tíð­in sé svört þó lyk­il­leik­menn hverfi á braut í sum­ar.

Það mun hins veg­ar taka tíma að byggja upp jafn öfl­ugt lið og fé­lag­ið hef­ur á að skipa þessa stund­ina ef þorri of­an­greindra leik­manna yf­ir­gef­ur leik­manna­hóp­inn. Það verð­ur verð­ugt verk­efni fyr­ir Erik ten Hag, þjálf­ara liðs­ins, en dæm­in sanna að Ajax er reglu­lega með lið sem get­ur gert sig gild­andi í Evr­ópu­bolt­an­um.

Matt­hijs de Ligt, fyr­ir­liði Ajax og burða­rás í varn­ar­leik liðs­ins, er einn þeirra leik­manna sem evr­ópsk stórlið munu bera ví­urn­ar í þeg­ar opn­að verð­ur fyr­ir fé­laga­skipti í stærstu deild­um Evr­ópu í sum­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.