Mál­að á bökk­um MeToo-fljóts, Hall­grím­ur Helga­son sýn­ir mál­verk og teikn­ing­ar í Tveim­ur hröfn­um.

Hall­grím­ur Helga­son sýn­ir mál­verk og teikn­ing­ar í Tveim­ur hröfn­um. Mál­ar sína sýn á samfélag þar sem kynja­átök eru áber­andi. Seg­ir MeToo magn­að fyr­ir­bæri.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI.

KLOF & PRÍ$ er yf­ir­skr if t mál­verka­sý ninga r Ha l l - gríms Helga­son­ar sem verð­ur opn­uð í dag, föstu­dag­inn 10. maí, í Tveim­ur hröfn­um á Bald­urs­götu og stend­ur til 8. júní. „Þetta eru mál­verk og teikn­ing­ar sem mér tókst að vinna í vet­ur, einkum nú á út­mán­uð­um. Ég held að það séu 14 mál­verk og yf­ir 40 teikn­ing­ar á sýn­ing­unni,“seg­ir Hall­grím­ur. „ Nán­ast all­ar þess­ar mynd­ir eru af ein­hvers kon­ar pör­um, karli og konu yf­ir­leitt, og í þess­um sam­bönd­um hef­ur greini­lega eitt­hvað gerst eða er að fara að ger­ast. Eitt­hvað sárt og drama­tískt. Ég er bú­inn að vera upp­tek­inn af þessu mó­tífi í nokk­ur ár og var bú­inn að finna enska titil­inn á þetta: Women hungry, Men Angry. Hins veg­ar tókst mér ekki að þýða hann yf­ir á ís­lensku, þannig að úr varð ann­ar tit­ill sem vís­ar kannski í fleiri átt­ir en hinn: KLOF & PRÍ$.“

Þrúg­andi og frels­andi

Verk­in eru inn­blás­in af MeToo og skoð­an­ir lista­manns­ins á þeirri bylt­ingu eru sterk­ar og af­drátt­ar­laus­ar og sjálf­ur hef­ur hann sára sögu að segja. „ Það má segja að ég stilli trön­un­um upp á bökk­um MeToo-fljóts­ins og máli út­sýn­ið það­an, þetta er svona mín sýn á þjóð­fé­lag­ið eins og það stend­ur núna, einkum þessi kynja­átök sem mað­ur skynj­ar í sam­tím­an­um: Fram­sækni femín­ista mæt­ir þrotareiði feðra­veld­is­ins, brota­þol­ar burð­ast með drauga for­tíð­ar, gerend­ur neita eða gráta og með­virk­ir mak­ar stara út í tóm­ið. Mér finnst þessi MeToo-bylt­ing al­veg magn­að fyr­ir­bæri, og sjálfsagt spil­ar þar einnig inn í mín eig­in reynsla. Fyr­ir nokkr­um ár­um kom ég út með kyn­ferð­isof­beldi sem ég varð fyr­ir ung­ur, skápa­opn­un sem reynd­ist mér bæði þrúg­andi og frels­andi í senn. Og stund­um held ég að ég sé að mála beint út frá þeirri reynslu, bæði nauðg­un­inni sjálfri og eft­ir­mál­un­um sem urðu þeg­ar ég sagði frá henni. Ann­ars skilur mað­ur einna síst sjálf­ur hvert undirmeðvitundin er að fara, mað­ur verð­ur bara að treysta henni.

Fyr­ir rúmu ári var ég einnig svo hepp­inn að vera á Man­hatt­an þeg­ar kvenna­gang­an mikla, Women’s March, fór fram. Að sjá þess­ar millj­ón radd­ir rísa úr djúp­inu var ekk­ert minna en stór­feng­legt. MeToo-bylgj­an er Fr­anska bylt­ing okk­ar daga og áhrifa henn­ar mun gæta næstu 200 ár­in. Tuð­ið gegn henni mun ekki koma neitt bet­ur út í ljósi sög­unn­ar en rama­kvein fr­anska að­als­ins á sín­um tíma. En sag­an mun einnig dæma illa þá sem ganga of hart fram í nafni nýrra tíma.“

Undirmeðvitundin leið­ir

Á viss­an hátt er Hall­grím­ur á nýj­um slóð­um í þess­ari sýn­ingu sinni. „Á síð­ustu sýn­ing­um mín­um hef­ur real­ism­inn ráð­ið ríkj­um en nú yf­ir­gef ég ytri heim­inn og hverf inn í mig; mála bara beint á strigann, allt óplan­að og í hreinni óvissu, með sömu að­ferð og ég hef teikn­að í gegn­um ár­in. Undirmeðvitundin leið­ir og fær lang­an taum frá yf­ir­vit­und­inni. Ætli það sé ekki sex­tugs­ald­ur­inn, mað­ur nenn­ir ekki leng­ur að setja sig í ein­hverj­ar stell­ing­ar og leyf­ir sínu innra rugli að flæða óhindr­að á strigann. Fyr­ir vik­ið eru verk­in sjálfsagt skrýt­in í aug­um sumra, en svona er mað­ur nú bara. Fyr­ir mál­ar­ann í manni er þetta hins veg­ar bara há­tíð, og gleð­in og af­köst­in eft­ir því. Eina vanda­mál­ið er að vita hvenær mað­ur á að hætta, eins og Kristján heit­inn Davíðs­son sagði.“

ANN­ARS SKILUR MAЭUR EINNA SÍST SJÁLF­UR HVERT UNDIRMEÐVITUNDIN ER AÐ FARA, MAЭUR VERЭUR BARA AÐ TREYSTA HENNI.

Nú yf­ir­gef ég ytri heim­inn og hverf inn í mig; mála bara beint á strigann, allt óplan­að og í hreinni óvissu, seg­ir Hall­grím­ur Helga­son.

Mynd­irn­ar eru af pör­um og í þess­um sam­bönd­um hef­ur eitt­hvað gerst eða er að fara að ger­ast.

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.