Þrír af fremstu tón­list­ar­mönn­um lands­ins skipa tríó­ið GÓSS. Þau voru að gefa út ábreiðu af lagi Bubba Mort­hens.

Þrír af fremstu tón­list­ar­mönn­um lands­ins skipa tríó­ið GÓSS. Þau voru að gefa út ábreiðu af lagi Bubba Mort­hens. Í sum­ar kem­ur fyrsta plata bands­ins út.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - MYND/OWEN FIENE stein­ger­d­[email protected]­bla­did.is

Þó að hljóm­sveit­in GÓSS sé ef­laust ekki öll­um kunn fer þar fram eitt helsta stór­skota­lið ís­lensku tón­list­ar­sen­unn­ar. Hljóm­sveit­ina skipa þau Guð­mund­ur Ósk­ar Guð­munds­son bassa­leik­ari og söngv­ar­arn­ir Sig­urð­ur Guð­munds­son og Sig­ríð­ur Thorlacius. Nú hafa þau tek­ið sig til og gef­ið út sitt fyrsta lag en það er ábreiða af lag­inu Koss­ar án vara eft­ir Bubba Mort­hens.

„Okk­ur lang­aði að taka lög sem voru ekki endilega þau týpískustu. Siggi kom með hug­mynd­ina að Kossum án vara, það var ekki beint lag­ið sem lá beint við en þeg­ar það rifjaðist upp fyr­ir mér fannst mér hug­mynd­in mjög góð. Þetta er ein­mitt ekki hið augljósasta af lög­um Bubba að velja.“seg­ir Sig­ríð­ur Thorlacius, söng­kona sveit­ar­inn­ar.

Lag­ið kom upp­haf­lega út á plöt­unni Von ár­ið 1992, en ábreiðu GÓSS er ætl­að að gefa tón­inn fyr­ir vænt­an­lega plötu. Plat­an sam­an­stend­ur af ábreið­um af ís­lensk­um dæg­ur­lög­um sem eru í upp­á­hald­ið hjá með­lim­um.

„Plat­an mun heita Góssentíð, sem er smá leik­ur að orð­um hjá okk­ur. Hún kem­ur út með sumr­inu, von­andi frek­ar snemma í júní. Hún kem­ur út á streym­isveit­um en líka á geisladisk og vínyl. Við er­um enn þá að reyna að rembast eins og rjúp­an við staur­inn að halda í vínyl­inn, ég vil sjálf alltaf helst kaupa mér á vínyl,“seg­ir Sig­ríð­ur hlæj­andi.

Sig­urð­ur og Sig­ríð­ur eru með­al þekkt­ustu söngv­ara lands­ins og þarf því vart að kynna þau. Sig­urð­ur var forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar Hjálma og Sig­ríð­ur söng­kona Hjaltalín, en bæði hafa þau blómstr­að einnig sem sólólista­menn. Þau hafa síð­ustu ár hald­ið sam­an jóla­tón­leika sem hafa not­ið gíf­ur­legra vin­sælda.

„Guð­mund­ur er reynd­ar alltaf með á jóla­tón­leik­un­um og hef­ur spil­að öll ár­in ásamt því að vera hljóm­sveit­ar­stjóri. En það er að­eins

ann­ar brag­ur á því, þar er­um við með stór­sveit en GÓSS er lág­stemmd­ari.“

Guð­mund­ur Ósk­ar er einn fremsti bassa­leik­ari lands­ins og hef­ur leik­ið með fjölda hljóm­sveita, en hann hef­ur einnig starf­að sem upp­töku­stjóri. Guð­mund­ur var í Hjaltalín ásamt Sig­ríði en þeir Sig­urð­ur eru bræð­ur. Því er sann­kall­að­ur fjöl­skyldu- og vina­brag­ur á hljóm­sveit­inni.

Nafn tríós­ins sam­an­stend­ur af fyrstu stöf­un­um í nöfn­um með­limanna. Hljóm­sveit­in varð til sumar­ið 2017, en þá fór sveit­in tón­leika­ferð um allt land­ið og end­ur­tóku þau svo leik­inn síð­asta sum­ar.

„Þetta er þriðja sumar­ið í röð sem við för­um á flakk, en í þetta skipt­ið verð­ur það með öðru sniði. Við fór­um hring­inn fyrstu tvö skipt­in en núna gekk það ekki upp skipu­lags­lega séð. Svo við tök­um þetta í þrem­ur pört­um í þetta skipt­ið. En við för­um mjög víða samt auð­vit­að.“seg­ir Sig­ríð­ur að lok­um.

Því fannst þeim tíma­bært að drífa sig í upp­tök­ur en þær fóru fram í Lága­fells­kirkju í Mos­fells­bæ. Þar tóku þau upp ein­ar helstu dæg­ur­laga­perl­ur lands­ins, allt frá fornri klass­ík yf­ir í Spil­verk þjóð­anna, Ný­dönsk og Stjórn­ina.

Hið nýja lag sveit­ar­inn­ar, Koss­ar án vara, er hægt að nálg­ast á öll­um helstu streym­isveit­um.

Með­fylgj­andi eru mynd­ir frá upp­tök­un­um í Lága­fells­kirkju.

OKK­UR LANG­AÐI AÐ TAKA LÖG SEM VORU EKKI ENDILEGA ÞAU TÝPÍSKUSTU. SIGGI KOM MEÐ HUG­MYND­INA AÐ KOSSUM ÁN VARA, ÞAÐ VAR EKKI BEINT LAG­IÐ SEM LÁ BEINT VIÐ EN ÞEG­AR ÞAÐ RIFJAÐIST UPP FYR­IR MÉR FANNST MÉR HUG­MYND­IN MJÖG GÓÐ. ÞETTA ER EIN­MITT EKKI HIÐ AUGLJÓSASTA AF LÖG­UM BUBBA AÐ VELJA.

Hljóm­sveit­in GÓSS gaf út ábreiðu af lagi Bubba, Koss­ar án vara, nú á dög­un­um.

Upp­taka plöt­unn­ar fór fram í Lága­fells­kirkju.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.