Ís­land gjörðu svo vel

Und­an­far­in ár hef­ur orð­ið spreng­ing í upp­bygg­ingu á alls kyns þjón­ustu við ferða­menn um land allt. All­ir vita að hring­inn í kring­um land­ið er hægt að njóta ein­stakr­ar nátt­úru­feg­urð­ar en færri vita að nú er hægt að krydda ferða­lag­ið með fjöl­breyttri af­þrey

Fréttablaðið - - LANDSBYGGÐIN -

Hef­ur þú far­ið í hvala­skoð­un? Á snjósleða upp á jök­ul? Í fjór­hjóla­ferð? En skipu­lagða göngu­ferð með leið­sögn á ókunn­ar slóð­ir? Hef­urðu far­ið í bað í ein­hverri af nátt­úru­laug­un­um? Far­ið í fljóta­sigl­ingu? Skoð­að hraun­hella og ís­hella? Kaf­að eða snorkl­að í gjám, sem eiga enga sína líka? Siglt um firði á kaj­ak eða sæþotu? Far­ið í jökla­göngu og siglt um jök­ullón? Hef­urðu borð­að veislu­mál­tíð í af­skekkt­um firði? Veitt á sjó­stöng? Far­ið í fjalla­hjóla­ferð? Skoð­að marg­miðl­un­ar­söfn og fræðst um nátt­úru og sögu lands­ins? En á hest­bak? Hef­urðu kynnst æv­in­týra­eyj­unni Íslandi á þann hátt sem er­lend­ir gest­ir okk­ar gera?“spyr Bjarn­heið­ur Halls­dótt­ir, formað­ur Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar.

Fjöl­breytt af­þrey­ing og ný upp­lif­un

„Á und­an­förn­um ár­um hafa millj­ón­ir er­lendra gesta ferð­ast þúsund­ir kíló­metra til að njóta fjöl­breyttr­ar af­þrey­ing­ar um allt land. Áhugi og eft­ir­spurn er­lendra ferða­manna hef­ur leitt til þess að ferða­þjón­usta er nú lang­stærsta út­flutn­ings­grein lands­ins,“seg­ir Bjarn­heið­ur. „Eins ein­kenni­lega og það kann að hljóma, þá eru Ís­lend­ing­ar í flest­um til­fell­um frek­ar fá­séð­ir gest­ir hjá þeim fyr­ir­tækj­um sem bjóða upp á af­þrey­ingu í ferða­þjón­ustu hér á landi. Enda er það ein­fald­lega þannig, að ef tek­ið er mið af gistinátta­töl­um Hag­stofu Ís­lands, þá ferð­ast Ís­lend­ing­ar hlut­falls­lega miklu minna um eig­ið land, held­ur en ná­granna­þjóð­ir okk­ar,“upp­lýs­ir hún. „Þannig voru gist­inæt­ur Ís­lend­inga ár­ið 2017 að­eins um 13% allra gistinátta á gisti­stöð­um og tjald­stæð­um á land­inu – en sam­svar­andi töl­ur um gist­inæt­ur heima­manna í Nor­egi voru 70,3%, í Dan­mörku 62,9%, í Finn­landi 69,2% og í Sví­þjóð 75,1%.“

Ís­lend­ing­ar dug­leg­ir að ferð­ast

„Ís­lend­ing­ar hafa hins veg­ar ver­ið mjög dug­leg­ir við að ferð­ast til út­landa und­an­far­in ár og var ár­ið 2018 metár hvað það varð­ar. Í fyrra voru ut­an­ferð­ir Ís­lend­inga um 668.000, eða tæp­ar tvær ferð­ir á hvert manns­barn í land­inu. Ís­lend­ing­ar sköp­uðu mik­il verð­mæti á áfanga­stöð­um er­lend­is. Út­gjöld þeirra, eða með öðr­um orð­um inn­flutn­ing­ur á er­lendri ferða­þjón­ustu, námu tæp­um 200 millj­örð­um króna. Með­al­út­gjöld í ferð voru um 297 þús­und kr. Sem eru um­tals­vert hærri út­gjöld en með­al­út­gjöld er­lendra ferða­manna hér á landi. Þau voru um 144 þús­und kr. ár­ið 2018. Það er óneit­an­lega margt gott sem kem­ur að ut­an, en hvernig væri nú að gefa Íslandi meiri gaum og beina aukn­um við­skipt­um í tengsl­um við ferða­lög til ís­lenskra fyr­ir­tækja? Er­lend­ir gest­ir okk­ar eru lang­flest­ir mjög ánægð­ir með þá þjón­ustu sem við veit­um og er það góð vís­bend­ing um að ferða­þjón­usta á Íslandi upp­fylli al­mennt vænt­ing­ar um gæði. Flest er­um við jú með­vit­uð um að með því að velja ís­lensk­ar vör­ur og þjón­ustu styðj­um við við inn­lend­an iðn­að, at­vinnu­sköp­un, hag­vöxt, kaup­mátt­ar­aukn­ingu, vöru­þró­un og ný­sköp­un. Þar að auki eru við­skipti við ís­lensk ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki inn­spýt­ing í byggð­ir vítt og breytt um land­ið og já­kvætt afl í byggða­þró­un. Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er svo sú, að það er til­tölu­lega um­hverf­i­s­vænn kost­ur að ferð­ast inn­an­lands. Þannig get­ur þú með ferða­lög­um inn­an­lands styrkt stoð­ir sam­fé­lags­ins og hag­kerf­is­ins og not­ið um leið alls þess stór­feng­lega sem Ís­land hef­ur upp á að bjóða.“

Skelltu þér í Ís­lands­ferð

Bjarn­heið­ur seg­ist síð­ur en svo vera að mæl­ast til þess að fólk hætti að fara til út­landa, enda fátt sem víkk­ar meira sjón­deild­ar­hring­inn og stuðl­ar að skiln­ingi á milli ólíkra menn­ing­ar­heima. „Ferða­lög um Ís­land eru líka eft­ir­sókn­ar­verð – og ekki síst fyr­ir yngstu kyn­slóð­ina, sem ég veit af eig­in reynslu að kann vel að meta und­ur lands­ins og æv­in­týri. Skelltu þér í Ís­lands­ferð í sum­ar – þér verð­ur tek­ið fagn­andi!“

Bjarn­heið­ur bend­ir á hversu mik­il og skemmti­leg af­þrey­ing er um allt land á Íslandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.