Vett­vang­ur fyr­ir upp­renn­andi lista­fólk

Lista­há­tíð­in Pl­an-B Art Festi­val verð­ur hald­in í Borg­ar­nesi í ág­úst. Há­tíð­in geng­ur út á að auðga menn­ing­ar­líf­ið í Borg­ar­nesi og skapa vett­vang fyr­ir upp­renn­andi lista­fólk, sem get­ur sótt um að fá að sýna verk sín.

Fréttablaðið - - LANDSBYGGÐIN - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANT­ON BRINK

Pl­an-B Art Festi­val 2019 fer fram í fjórða sinn í sum­ar, dag­ana 9.-11. ág­úst, í Borg­ar­nesi. Logi Bjarna­son, mynd­list­ar­mað­ur og einn stofn­enda há­tíð­ar­inn­ar, seg­ir að hug­mynd­in á bak við há­tíð­ina hafi vakn­að vegna þess lista­menn það­an vildu búa til vett­vang fyr­ir list­a­líf. „Það er svo lít­ið list­a­líf þarna upp frá og al­mennt lít­ið um fé­lags­líf og unga fólk­ið flyt­ur í burtu, þannig að við vild­um skapa vett­vang fyr­ir eitt­hvað spenn­andi,“seg­ir Logi. „Við stofn­end­urn­ir er­um öll frá Borg­ar­nesi og þaul­mennt­uð í skap­andi grein­um, en það eru fá störf í slíku þarna upp frá, svo við vild­um búa okk­ur til störf, þó þetta sé nú fyrst og fremst hug­sjón­astarf. Borg­ar­nes hent­aði líka vel sem sýn­ing­ar­stað­ar, því þar standa mjög fal­leg hús frá 3. og 4. ára­tugn­um sem hýstu áð­ur iðn­að en eru ekki leng­ur í notk­un,“seg­ir Logi.

Leggja áherslu á fag­mennsku

„Fyrst höfð­um við fjöl­marga lista­menn, en okk­ur fannst betra að minnka há­tíð­ina að­eins til að geta þá um leið gert hana fag­legri. Þó að við höf­um lít­ið fjár­magn leggj­um við samt áherslu á að gera allt eins fag­lega og mögu­legt er. Við gef­um líka út efni í sam­bandi við sýn­ing­una sem okk­ur finnst mik­il­vægt að sé vel gert og við borg­um lista­mönn­um fyr­ir að sýna á há­tíð­inni,“seg­ir Logi. „Fyr­ir marga unga og upp­renn­andi lista­menn get­ur há­tíð­in því ver­ið fyrsta tæki­fær­ið til að fá að sýna verk sín á fag­mann­legri sýn­ingu. Við er­um ekki með neina áherslu á ákveðna gerð af list og þetta er al­þjóð­leg lista­há­tíð, þannig að all­ir lista­menn hafa jafnt tæki­færi til að sýna verk sín á Pl­an-B, svo lengi sem þeir eru út­skrif­að­ir úr list­námi. Það er eina kraf­an sem við ger­um,“ seg­ir Logi. „Við aug­lýs­um bara eft­ir um­sókn­um og þeir sem hafa áhuga­verð­ar hug­mynd­ir sem eru fram­kvæm­an­leg­ar verða fengn­ir til að sýna. En þar sem há­tíð­in stend­ur bara yf­ir í eina helgi þá henta mynd­bands­verk og gjörn­ing­ar mjög vel. Það er op­ið fyr­ir um­sókn­ir um þátt­töku í Pl­an-B Art Festi­val 2019 núna til 26. maí og við vilj­um bara fá sem flest­ar um­sókn­ir, til að geta gef­ið lista­fólki með fjöl­breytt­an bak­grunn tæki­færi,“seg­ir Logi. „Fólk út­skrif­ast úr lista­há­skól­an­um með alls kyns kunn­áttu og okk­ur lang­ar að búa til vett­vang þar sem list­in fær að njóta sín.“ Um­sækj­end­ur geta sent til­lög­ur og fer­il­skrár á net­fang­ið plan­bart­festi­[email protected] fyr­ir mið­nætti 26. maí. Öll­um um­sókn­um verð­ur svar­að.

Logi seg­ir að hug­mynd­in að Pl­an-B hafi vakn­að því lista­menn frá Borg­ar­nesi hafi vilj­að skapa vett­vang fyr­ir list­a­líf í bæn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.