Ás­laug Arna seg­ir Sig­mund snúa út úr

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – ókp

Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, brást illa við um­mæl­um Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjöl­miðl­um að fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um þriðja orkupakk­ann á fimmtu­dag hefði ver­ið hald­ið leynd­um fyr­ir sér. Eng­inn full­trúi Mið­flokks­ins mætti á fund­inn, en Gunn­ar Bragi Sveins­son á fast sæti í nefnd­inni og Sig­mund­ur er vara­mað­ur hans.

„Þetta er rangt hjá Sig­mundi og út­úr­snún­ing­ur í besta falli. Mér fannst rétt að halda því til haga að þess­um fundi voru gerð sömu skil og öðr­um fund­um. Dag­skránni var ekki hald­ið leyndri fyr­ir nein­um nefnd­ar­manni,“seg­ir Ás­laug, sem einnig tók til varna á Face­book­síðu sinni í gær. Þar skýrði hún frá því hvernig fund­ur inn hefði ver­ið

Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Al­þing­is

boð­að­ur. Það var gert með SMSskila­boð­um og tölvu­pósti klukk­an rúm­lega fjög­ur dag­inn fyr­ir fund­inn. Ás­laug seg­ir ekk­ert óeðli­legt við þá fund­ar­boð­un eða fyr­ir­vara. Að­spurð seg­ist Ás­laug eng­ar skýr­ing­ar hafa feng­ið á fjar­veru Miðf lokks­manna á fund­in­um. „Nei, ég hef eng­ar skýr­ing­ar feng­ið á því. Og mér þótti þetta bara af­ar sér­stakt í ljósi allra þeirra gesta sem voru í gær og þeirra fjöl­breyttu sjón­ar­miða sem komu fram. Dag­skrá vik­unn­ar um að það væri ut­an­rík­is­mála­fund­ur klukk­an eitt á fimmtu­dag lá fyr­ir strax á mánu­dag þannig að það er af­ar hæp­ið að halda því fram að þessi fund­ar­tími hafi kom­ið á óvart,“seg­ir Ás­laug.

Þetta er rangt hjá Sig­mundi og út­úr­snún­ing­ur í besta falli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.