Of mörg­um stöðv­um mætt með álagn­ingu

Borg­ar­full­trú­ar sam­þykktu ein­róma að fækka bens­ín­stöðv­um í Reykjavík um helm­ing. Slíkt hef­ur ekki kom­ið til tals í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um. Fram­kvæmda­stjóri FÍB seg­ir of mik­ið fram­boð halda bens­ín­verð­inu uppi.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK [email protected]­bla­did.is

Við höf­um tals­vert fleiri bens­ín­stöðv­ar á hvern íbúa en í sam­an­burð­ar­lönd­un­um. Í fimm kíló­metra radíus frá Land­spít­al­an­um eru 28 bens­ín­stöðv­ar.

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri FÍB

„Það eru 46 bens­ín­stöðv­ar í Reykjavík og ég held að það mót­mæli því eng­inn að þær eru allt of marg­ar,“seg­ir Dag­ur B. Eg­gerts­son borg­ar­stjóri. „Þeg­ar við bæt­ist að borg­in vill þró­ast hratt frá notk­un jarð­efna­eldsneyt­is vegna lofts­lags­mála ligg­ur beint við að finna leið­ir til að fækka bens­ín­stöðv­um. Það höf­um við nú gert með því að móta samn­ings­markmið og að­ferða­fræði til að hvetja til umbreyt­ing­ar bens­ín­stöðva­lóða þannig að í stað­inn komi íbúð­ir, hverf­is­versl­an­ir eða önn­ur þjón­usta.“

Sextán stöðv­ar eru í hæsta for­gangi borg­ar­inn­ar um lok­un, er þá helst um að ræða bens­ín­stöðv­ar í íbúa­hverf­um. Þar á með­al eru bens­ín­stöðv­ar við Stóra­gerði, Ægisíðu, Hr­ing­braut og Skóg­ar­sel. „Borg­in mun nú skipa samn­inga­nefnd sem mun setj­ast nið­ur með olíu­fé­lög­un­um til að ná ut­an um næstu skref eins og hratt og mark­visst og kost­ur er,“seg­ir Dag­ur.

Már Erlings­son, að­stoð­ar­for­stjóri Skelj­ungs, seg­ir áform borg­ar­inn­ar ekki koma á óvart enda hafi stjórn­end­ur Skelj­ungs átt fleiri en einn fund með borg­ar­yf­ir­völd­um um þetta mál. „Það hef­ur lengi leg­ið fyr­ir að fjöldi bens­ín­stöðva sé of mik­ill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“seg­ir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem bú­ið er að skil­greina fyr­ir olíu­fé­lög­in til þess að flýta fyr­ir fækk­un bens­ín­stöðva.

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiða­eig­enda, er já­kvæð­ur í garð til­lagn­anna. „Ég tel þetta já­kvæða og eðli­lega þró­un. Við höf­um bent á það á liðn­um ár­um að það er allt of mik­ið fram­boð á bens­ín­stöðv­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem kem­ur þá nið­ur á verði til neyt­enda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera nið­ur því þeir hafi getað mætt því með auk­inni álagn­ingu,“seg­ir Run­ólf­ur.

„Við höf­um tals­vert fleiri bens­ín­stöðv­ar á hvern íbúa en í sam­an­burð­ar­lönd­un­um. Í fimm kíló­metra radíus frá Land­spít­al­an­um eru 28 bens­ín­stöðv­ar.“Run­ólf­ur seg­ir ástæðu fjöld­ans ekki vera þá að borg­ar­bú­ar eigi að jafn­aði fleiri bíla en íbú­ar borga í sam­an­burð­ar­lönd­un­um. „Það er ekki skort­ur á þjón­ustu­stöðv­um hér nema síð­ur sé. Þeim fjölg­aði á ákveðnu ára­bili um­fram þró­un íbúa­fjölda. Við sjá­um það bara þeg­ar við keyr­um fram hjá mörg­um bens­ín­stöðv­um að það er sára­lít­ið um að vera við dæl­urn­ar.“

Skipu­lags­full­trú­ar annarra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu eng­in áform uppi um að fara í sam­bæri­leg­ar að­gerð­ir og Reykja­vík­ur­borg.

Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hafnar­firði, seg­ir það blasa við að bens­ín­stöðv­um komi til með að fækka eft­ir því sem raf­bíla­flot­inn stækk­ar. „ Mín skoð­un er sú að fækk­un bens­ín­stöðva verði að ger­ast í sam­ráði við eig­end­ur þeirra og það blas­ir við að þeim muni fækka í fram­tíð­inni eft­ir því sem raf­væð­ingu bíla­flot­ans mið­ar áfram. Ég er hlynnt­ari því að það ger­ist þannig í stað þess að sveit­ar­fé­lag­ið setji ein­hverj­ar kvað­ir þar að lút­andi,“seg­ir Rósa.

Bens­ín­stöð N1 í Stóra­gerði verð­ur lík­lega lok­að á næstu ár­um eft­ir hálfr­ar ald­ar rekst­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.