Sjálf­stæði EFTA-dóm­stóls­ins ógn­að

Norski dóm­ar­inn við EFTA-dóm­stól­inn ráð­lagði for­seta Hæsta­rétt­ar Nor­egs að senda mál aft­ur til EFTA-dóm­stóls­ins. Ógn við sjálf­stæði dóms­ins segja lög­fræð­ing­ar. Fyrr­ver­andi for­seti dóms­ins hef­ur áð­ur var­að við áhrif­um norskra stjórn­valda á dóm­stól­inn.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - MYND/EFTA adal­[email protected]­bla­did.is

Dóm­ara­hneyksli við EFTA-dóm­stól­inn skek­ur nú Nor­eg eft­ir að norski dóm­ar­inn við EFTA­dóm­stól­inn hef­ur orð­ið upp­vís að því að hafa lagt á ráð­in með for­seta Hæsta­rétt­ar Nor­egs um hvernig megi snúa um­deildri nið­ur­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins um skaða­bóta­skyldu norskra stjórn­valda vegna op­in­berra inn­kaupa.

EFTA-dóm­stóll­inn fer með dómsvald í ágrein­ings­mál­um sem rísa á grund­velli EES- samn­ings­ins og get­ur einnig gef­ið ráð­gef­andi álit að kröfu dóm­stóla EES-ríkj­anna, Í dóm­in­um sitja dóm­ar­ar frá EFTA/ EES-ríkj­un­um, Íslandi, Nor­egi og Liechten­stein. Ís­lenski dóm­ar­inn við rétt­inn og for­seti hans er Páll Hreins­son.

For­saga máls­ins er sú að ár­ið 2017 komst EFTA-dóm­stóll­inn að þeirri nið­ur­stöðu að norska rík­ið væri skaða­bóta­skylt gagn­vart norsku fyr­ir­tæki vegna brota á regl­um um op­in­ber inn­kaup. Norska rík­ið vildi ekki una þeim dómi og áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Nor­egi dæmdi mál­ið norska rík­inu í vil og fór með því gegn áliti EFTA-dóm­stóls­ins, sem er for­dæma­laust í sögu EFTA-sam­starfs­ins. Dómi áfrýj­un­ar­dóm­stóls­ins var vís­að til hæsta­rétt­ar lands­ins sem hef­ur nú vís­að mál­inu aft­ur til EFTA-dóm­stóls­ins og ósk­ar ráð­gef­andi álits þótt þeg­ar liggi fyr­ir slíkt álit. Þeir lög­fræð­ing­ar sem Fréttablaðið hef­ur rætt við segja að með þessu sé hæstirétt­ur Nor­egs í raun­inni að biðja EFTA-dóm­stól­inn um að breyta fyrra áliti sínu.

For­seti hæsta­rétt­ar Nor­egs, Toril Marie Øie, gengst við því í frétt sem birt var í norska miðl­in­um VG í gær, að norsk­ur dóm­ari EFTA-dóm­stóls­ins, Per Cristian­sen, hafi sagt henni í óform­legu sam­tali þeirra á milli að EFTA-dóm­stóll­inn myndi ekki taka því illa ef hæstirétt­ur Nor­egs ósk­aði eft­ir nán­ari skýr­ing­um á fyrri dómi dóm­stóls­ins í Fossen-mál­inu. Sam­tal­ið mun hafa átt sér stað síð­ast­lið­inn vet­ur.

Lög­fræð­ing­ar sem Fréttablaðið hef­ur rætt við segja stöðu dóm­ar­ans mjög erf­iða enda sé hann með hátt­semi sinni að grafa und­an þeirri stofn­un sem hann vinn­ur fyr­ir. Traust til al­þjóð­legra dóm­stóla bygg­ist á því að dóm­ar­ar þeirra séu óháð­ir að­ild­ar­ríkj­um sem skipi þá. Ljóst sé að Fossen-mál­ið svo­kall­aða verði ákveð­inn próf­steinn á hvort EFTA- dóm­stóll­inn standi und­ir vænt­ing­um um að vera sjálf­stæð­ur gagn­vart norska rík­inu.

Í end­ur­minn­ing­um sín­um um starfs­ár­in í rétt­in­um fjall­ar Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti dóms­ins, tölu­vert um meint óeðli­leg af­skipti norskra stjórn­valda af störf­um dóm­stóls­ins.

Bau­den­bacher bregst harka­lega við nýj­ustu tíð­ind­um í mál­efn­um dóms­ins í fyrr­greindri frétt VG í gær og seg­ir fram­komu Cristian­sens til­raun til að velta dóm­stóln­um úr sessi (e. overt­hrow the court).

Bau­den­bacher nefn­ir einnig ákvörð­un EFTA-dóms­ins um að fresta fyr­ir­töku máls­ins en það átti upp­haf­lega að fara á dag­skrá í mars. Vegna veik­inda­leyf­is Pers Cristian­sen, hins um­deilda norska dóm­ara við rétt­inn, var mál­inu frest­að og fer mál­flutn­ing­ur í því fram næst­kom­andi mánu­dag í Lúx­em­borg.

Bau­den­bacher bend­ir á að veik­inda­leyfi dóm­ara hafi aldrei áð­ur í sögu rétt­ar­ins leitt til þess að máli sé frest­að. Tveir vara­dóm­ar­ar séu skip­að­ir frá hverju að­ild­ar­ríki sem taki sæti í rétt­in­um for­fall­ist dóm­ar­ar vegna veik­inda.

Per Cristian­sen er eini dóm­ar­inn við EFTA-dóm­stól­inn sem sat í rétt­in­um þeg­ar dóm­ur­inn í Fossen mál­inu var kveð­inn upp. Carl Bau­den­bacher sat einnig í dómi, þá for­seti dóms­ins, auk ís­lensks dóm­ara.

„Það eru marg­ar vís­bend­ing­ar um að dóm­stóll­inn gangi út í öfg­ar til að hagræða skip­an dóms­ins í þessu til­tekna máli,“seg­ir Bau­den­bacher í frétt­inni og bæt­ir við: „Ef þetta er raun­in verð­ur að horf­ast í augu við að EFTA-dóm­stóll­inn er ekki leng­ur sjálf­stæð­ur dóm­stóll, held­ur sýnd­ar­dóm­stóll (e. kang­aroo court).“

Ár­ið 2017 hlaut Bau­den­bacher ekki end­ur­kjör sem for­seti EFTA- dóm­stóls­ins held­ur laut hann í lægra haldi fyr­ir ís­lenska dóm­ar­an­um við dóm­stól­inn, Páli Hreins­syni. Af end­ur­minn­ing­um Bau­den­bachers um starfs­ár sín við dóm­stól­inn er ljóst að þessi skipti voru ekki að hans ósk. Af kosn­ingu um for­seta dóms­ins má draga þá álykt­un að Per Cristian­sen hafi held­ur kos­ið Pál Hreins­son en Carl Bau­den­bacher og sá síð­ar­nefndi ein­angr­ast í dóm­in­um í kjöl­far­ið.

Þess má geta að skip­un Pers Cristian­sen við dóm­inn var mjög um­deild á sín­um tíma. Norð­menn ætl­uðu að skipa hann ein­göngu til þriggja ára í trássi við skýr­ar EES­regl­ur. Mál­ið varð mjög um­deilt og dóm­ara­fé­lag­ið í Nor­egi og fleiri lögð­ust hart gegn þeirri fyr­ir­ætl­an og end­aði með því að EFTA-dóm­stóll­inn veitti álit í mál­inu. Til þess álits er með­al ann­ars vís­að í dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu.

Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins Ef þetta er raun­in verð­ur að horf­ast í augu við að dóm­stóll­inn er ekki leng­ur sjálf­stæð­ur dóm­stóll held­ur sýnd­ar­dóm­stóll.

Per Cristian­sen er hér lengst til hægri. Við hlið hans er Páll Hreins­son, en lengst til vinstri Bau­den­bacher sem far­inn er á eft­ir­laun.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.