Suu Kyi reynd­ist stærsta hindr­un­in

Frið­ar­verð­launa­hafi og þjóð­ar­leið­togi Mjanmar beitti sér af hörku gegn því að blaða­menn Reu­ters yrðu leyst­ir úr haldi fyr­ir skrif um stríðs­glæpi mjan­marska hers­ins. Bl­aða­menn­irn­ir fengu Pulitzer fyr­ir um­fjöll­un sína. Of­sókn­ir gegn Ró­hingj­um halda áfram.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/AFP

Aung San Suu Kyi, rík­is­ráð­gjafi Mjanmar og þjóð­ar­leið­togi sem fékk frið­ar­verð­laun Nó­bels ár­ið 1991, reynd­ist helsti and­stæð­ing­ur þess að tveir blaða­menn Reu­ters væru leyst­ir úr haldi í land­inu. Þetta kom fram í um­fjöll­un The New York Ti­mes í gær. Zaw Htay, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, neit­aði að tjá sig um mál­ið.

Bl­aða­menn­irn­ir, þeir Wa Lo­ne og Kyaw Soe Oo, voru hand­tekn­ir þann 12. des­em­ber ár­ið 2017 er þeir voru að rann­saka fjölda­morð á tíu Ró­hingj­um sem mjan­marski her­inn á að hafa fram­ið í bæn­um Inn Din í Rak­hine-ríki Mj­an­mars. Þeir voru dæmd­ir í sjö ára fang­elsi í sept­em­ber síð­ast­liðn­um fyr­ir brot á lög­um um rík­is­leynd­ar­mál við litla hrifn­ingu al­þjóða­sam­fé­lags­ins. Al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur varð svo til þess að Win My­int for­seti ákvað að náða Reu­ters-lið­ana þann 7. maí síð­ast­lið­inn.

Reu­ters birti um­fjöll­un­ina á með­an þeir voru í haldi. Fyr­ir hana fengu bl­aða­menn­irn­ir Pulitzer­verð­laun. Fjölda­morð­ið í Inn Din er þó að­eins lít­ill hluti að­gerða mjan­marska hers­ins, og þess meiri­hluta al­mennra borg­ara sem ját­ar búdda­trú, gegn Ró­hingj­um.

Nó­bels­verð­launa­haf inn er sagð­ur hafa ver­ið harð­ur and­stæð­ing­ur þess að bl­aða­menn­irn­ir yrðu leyst­ir úr haldi og sagði banda­ríska dag­blað­ið þá af­stöðu vel þekkta á með­al er­ind­reka annarra ríkja. Suu Kyi er enn frem­ur sögð hafa reiðst mjög þeg­ar er­ind­rek­ar báru mál­ið upp í við­ræð­um.

Da­vid S. Mat­hie­son, sem starfar við grein­ingu mjan­marsks stjórn­má­laum­hverf­is, sagði við mið­il­inn að mál­ið hafi ver­ið af­ar per­sónu­legt fyr­ir Suu Kyi. „Vegna þrjósku henn­ar, af­neit­un­ar á glæp­un­um í Rak­hine og þeirr­ar al­þjóð­legu gagn­rýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindr­un­in í því að þetta mál yrði far­sæl­lega leyst,“sagði grein­and­inn.

Þá var jafn­framt haft eft­ir Th­ar Lon Zaung Htet, stofn­anda sam­taka um vernd mjan­marskra blaða­manna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yf­ir­mað­ur mjan­marska hers­ins, hafi ver­ið reiðu­bú­inn að hjálpa hon­um við að fá blaða­menn­ina leysta úr haldi. Eng­in svör feng­ust hins veg­ar frá Nó­bels­verð­launa­haf­an­um. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinn­ar er Hlaing ef til vill valda­meiri en Suu Kyi en her­inn fær um fjórð­ung þing­sæta og valda­mik­il ráðu­neyti.

Reu­ters-bl­aða­menn­irn­ir tveir voru leyst­ir úr haldi fyrr í mán­uð­in­um.

Mann­orð nó­bels­verð­launa­haf­ans hef­ur beð­ið megna hnekki und­an­far­in miss­eri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.