Li­verpool treyst­ir á væng­brotna Máva

Það verð­ur ann­að­hvort Manchester City sem ver titil sinn í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu karla og vinn­ur í sjötta skipti eða Li­verpool sem rýf­ur 29 ára bið sína eft­ir því að vinna enska meist­ara­titil­inn þeg­ar lokaum­ferð deild­ar­inn­ar fer fram á morgu

Fréttablaðið - - SPORT - NORDICPHOTOS/GETTY

FÓTBOLTI Lokaum­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar fer fram á sunnu­dag­inn þeg­ar all­ir tíu leik­irn­ir verða leikn­ir sam­tím­is. Flaut­að er á klukk­an 14.00 og verða Eng­lands­meist­ar­ar krýnd­ir í leiks­lok en óvíst er hvort Manchester City eða Li­verpool hrepp­ir hnoss­ið í ár þó að City þurfi að telj­ast lík­legri. Spenn­an er held­ur minni í hinum átta leikj­un­um, Ar­senal á enn töl­fræði­leg­an mögu­leika á því að skjót­ast upp fyr­ir Totten­ham og enn geta lið skipt um sæti í loka­töfl­unni en ann­að er ráð­ið. Nýlið­ar Car­diff og Ful­ham fylgja Hudders­field nið­ur í Champ­i­ons­hip-deild­ina og Manchester United, og mögu­lega Ar­senal, mun leika í Evr­ópu­deild­inni á næsta ári á með­an Totten­ham, Chel­sea, Li­verpool og Manchester City keppa í Meist­ara­deild Evr­ópu.

Spenn­an er ein­ung­is á toppn­um þar sem Manchester City get­ur end­ur­heimt Eng­lands­meist­ara­titil­inn og um leið orð­ið þriðja lið­ið frá stofn­un ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar 1992 til að verja titil­inn. Til þess þarf Manchester City að­eins að vinna Bright­on en mis­stígi City sig get­ur Li­verpool náð topp­sæt­inu á ný með sigri á Úlf­un­um.

Töl­fræð­in er Bright­on ekki hlið­holl fyr­ir leik helgar­inn­ar enda gengi liðs­ins af­ar slakt eft­ir ára­mót. Bright­on sigldi lygn­an sjó um mitt tíma­bil­ið eft­ir sig­ur á Evert­on í fyrsta leik seinni um­ferð­ar­inn­ar, loka­leik árs­ins 2018, en síð­an þá hef­ur stiga­söfn­un­in ver­ið af­ar rýr. Alls hef­ur Bright­on krækt í ell­efu stig eft­ir ára­mót, unn­ið tvo leiki, gert fimm jafn­tefli og tap­að tólf. Þá eru tveir mán­uð­ir liðn­ir síð­an Bright­on vann síð­ast leik, gegn Crystal Palace í byrj­un mars. Heild­arstiga­fjöld­inn yf­ir tíma­bil­ið er 36 stig og nýt­ur Bright­on góðs af slöku gengi lið­anna fyr­ir neð­an.

Á sama tíma og Mávarn­ir í Bright­on hafa brot­lent hef­ur Manchester City stig­ið á bens­ín­gjöf­ina og rúll­að yf­ir and­stæð­inga sína í ensku úr­vals­deild­inni eft­ir ára­mót­in. Þrátt fyr­ir að fara langt í öll­um fjór­um keppn­un­um og hafa glímt við meiðsl­in sem fylgja slíku leikja­álagi hef­ur City hald­ið sjó og gott bet­ur í ensku úr­vals­deild­inni. Í síð­ustu átján leikj­um hef­ur City tap­að ein­um leik en unn­ið sautján, skor­að 40 mörk og að­eins feng­ið á sig sjö þrátt fyr­ir að hafa mætt öll­um sterk­ustu lið­um deild­ar­inn­ar á þess­um tíma. Li­verpool get­ur þó hugg­að sig við það að af sextán stig­um sem Manchester City hef­ur tap­að á þessu ári hafa þrett­án þeirra far­ið for­görð­um á úti­velli.

Tak­ist Bright­on að taka stig af Manchester City um helg­ina á Li­verpool mögu­leika á að binda enda á 29 ára bið fé­lags­ins eft­ir Eng­lands­meist­ara­titli en í þeirra vegi standa Úlfarn­ir. Nýlið­ar Wol­ves eru bún­ir að tryggja sér sjö­unda sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar og þar með lík­leg­ast Evr­óp­u­sæti á næsta ári. Er það besti ár­ang­ur fé­lags­ins í efstu deild í 39 ár og mun Wol­ves ekki veita Li­verpool neinn af­slátt í lokaum­ferð­inni.

Þá verð­ur áhuga­vert að sjá hvernig leik­mönn­um Li­verpool tekst að stilla spennu­stig­ið eft­ir að hafa kom­ist í úr­slit Meist­ara­deild­ar Evr­ópu fyrr í vik­unni með

Manchester City sem er ríkj­andi meist­ari hef­ur eins stigs for­skot á Li­verpool á toppi deild­ar­inn­ar fyr­ir leiki morg­undags­ins.

4- 0 sigri á Barcelona. Sá leik­ur ætti að hafa reynt á orku­birgð­ir Li­verpool og gæti Wol­ves náð að nýta sér það á An­field á sunnu­dag­inn. Man c - hester City er ríkj­andi Eng­lands­meist­ari en lið­ið myndi vinna titil­inn í sjötta skipti í sög­unni tak­ist því að landa titl­in­um. Li­verpool hef­ur hins veg­ar ekki tek­ist að vinna deild­ina síð­an ár­ið 1990.

Mohamed Salah var ekki með Li­verpool þeg­ar lið­ið vann hinn frækna sig­ur gegn Barcelona í vik­unni en hann var að glíma við af leið­ing­ar höf­uð­höggs. Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, sagði hins veg­ar að hann bygg­ist við því að Salah yrði klár í slag­inn í tæka tíð fyr­ir leik­inn gegn Wol­ves á morg­un. Þá hef­ur Ro­berto Fir­mino ver­ið að glíma við vöðvameiðsli und­an­far­ið og er hann í kapp­hlaupi í tím­ann við að ná leikn­um á morg­un.

Li­verpool-menn eign­uð­ust nýja hetju i fram­línu liðs­ins í vik­unni þar sem Di­vock Origi skor­aði tvö marka liðs­ins í sigr­in­um gegn Barcelona sem fleytti lið­inu í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Stuðn­ings­menn Li­verpool fara því ró­leg­ir inn í leik­inn með Origi í fremstu víg­línu en eft­ir það tek­ur við taugatrekkj­andi tími þar sem þeir von­ast eft­ir sigri og að Manchester City mis­stígi sig.

Manchester City mæt­ir Bright­on and Ho­ve Al­bi­on í lokaum­ferð deild­ar­inn­ar á úti­velli á morg­un og sig­ur trygg­ir lið­inu meist­ara­titil­inn.

Það verð­ur ann­að hvort Vincent Komp­any eða Jor­d­an Hend­er­son sem hamp­ar titl­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.