Enn einn dag­ur­inn á skrif­stof­unni

Fréttablaðið - - MENNING - Jón­as Sen

Verk eft­ir Grieg, Ver­di og Prokofjev Eld­borg í Hörpu

Fimmtu­dag­inn 9. maí Ein­leik­ari: Ni­kolai Lug­an­sky Stjórn­andi: Ei­vind Aa­dland

Á YouTu­be er upp­taka af ung­um trú­leys­ingja sem les Bi­bl­í­una í hæðn­is­róm. Hug­mynd­in er fynd­in, en sjálf upp­tak­an veld­ur von­brigð­um. Trú­leys­ing­inn ýk­ir svo háð­ið í rödd­inni að það miss­ir marks. Kanadíski pí­anó­leik­ar­inn Glenn Gould mun líka ein­hverju sinni hafa spil­að pí­anókonsert­inn eft­ir Grieg í hæðn­is­tón, dreg­ið óþarf­lega mik­ið fram til­tekna róm­an­tíska takta verks­ins, svo úr varð ein­hvers skon­ar skrum­skæl­ing. Hann þoldi ekki Grieg og lét það svona í ljós.

Það var ann­ar tónn í túlk­un rúss­neska pí­anó­leik­ar­ans Ni­kolai Lug­an­sky, sem lék þenn­an konsert með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands á tón­leik­um í Hörpu á fimmtu­dags­kvöld­ið. Var það geispi? Konsert­inn var vissu­lega pott­þétt­ur tækni­lega séð, alls kon­ar helj­ar­stökk eft­ir hljóm­borð­inu voru glæsi­leg; hröð tóna­hlaup lýta­laus. En það var ekki nóg. Lug­an­sky spil­aði konsert­inn eins og hann hefði gert það að­eins of oft. Ákafann og ástríð­una vant­aði í túlk­un­ina. Út­kom­an var ekki spenn­andi, þetta var bara enn einn dag­ur­inn á skrif­stof­unni.

Út­þvæld­ur konsert

Lug­an­sky er svo sem vorkunn. Konsert­inn eft­ir Grieg er eitt­hvert út­þvæld­asta verk tón­bók­mennt­anna. Hann er fórn­ar­lamb eig­in vin­sælda. Pí­anó­leik­ar­inn er kannski orð­inn hund­leið­ur á hon­um.

Nei, þá var nú meira var­ið í auka­lag­ið. Það var prelúdía op. 23 nr. 7 eft­ir Rak­hman­ínov. Hún er mik­ill fing­ur­brjót­ur og þrung­in ólg­andi til­finn­ing­um. Hér var eng­inn leiði, Lug­an­sky spil­aði af áfergju og ofsa, fyr­ir bragð­ið hljóm­aði tón­list­in akkúrat eins og hún átti að vera.

Tvær aðr­ar tón­smíð­ar voru á dag­skránni. Önn­ur þeirra var for­leik­ur­inn að óper­unni Vald ör­lag­anna eft­ir Ver­di, sem hljóm­sveit­in spil­aði ákaf­lega vel und­ir ná­kvæmri og kröft­ugri stjórn Ei­vinds Aa­dland. Hver ein­asti hljóð­færa­hóp­ur hljóm­aði prýði­lega og heild­aráferð­in var snörp og lit­rík.

Skugga­legt og ógn­andi

Sömu sögu er að segja um átta þætti úr ball­ett­in­um Ró­meó og Júlíu eft­ir Prokofjev. Þetta er stór­brot­in tónlist, upp­hafskafl­inn rat­aði meira að segja í bíó­mynd um hinn geð­sjúka og morð­óða róm­verska keis­ara, Caligula. Það var fylli­lega við hæfi, því tónn­inn í verk­inu er skugga­leg­ur og ógn­andi.

Ball­ett­inn er eitt vin­sæl­asta verk tón­skálds­ins og skyldi eng­an undra, lag­lín­urn­ar eru gríp­andi, hrynj­and­in lokk­andi, fram­vind­an ætíð áhuga­verð. Sin­fón­íu­hljóm­sveit­in spil­aði ágæt­lega ef und­an­skild­ir eru nokkr­ir neyð­ar­lega falsk­ir horntón­ar. Aa­dland stjórn­aði styrkri hendi, hann mót­aði túlk­un­ina af fag­mennsku, dró fram fín­gerð blæ­brigði af nost­ur­semi og all­ar meg­in­lín­ur voru skýrt mót­að­ar. Út­kom­an olli ekki von­brigð­um.

NIЭUR­STAÐA: Pí­anókonsert­inn eft­ir Grieg var að­eins of rútín­er­að­ur en Ver­di, Rak­hman­ínov og Prokofjev voru skemmti­leg­ir.

Lug­an­sky spil­aði konsert­inn eins og hann hefði gert það að­eins of oft.

Giu­seppe Ver­di.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.