Beita búl­görsk­um söngstíl

Bar­böru­kór­inn leið­ir tón­leika­gesti í æv­in­týra­ferða­lag um heim­inn með ungri stúlku á tón­leik­um sín­um í Hafn­ar­fjarð­ar­kirkju í dag und­ir stjórn Hilm­ars Arn­ar Agn­ars­son­ar.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Sag­an seg­ir að ung stúlka frá Hafnar­firði hafi ver­ið kos­in ung­frú Reykjavík og þá voru nú Hafn­firð­ing­ar stolt­ir. Hún held­ur á vit æv­in­týr­anna og upp­götv­ar að heim­ur­inn er upp­full­ur af góðu fólki, ást um­hyggju og gleði.“Þannig hefst frá­sögn­in sem Bar­böru­kór­inn ætl­ar síð­an að fylgja í söngdag­skrá sinni í Hafn­ar­fjarð­ar­kirkju síð­deg­is í dag, að sögn Þór­unn­ar Völu

Valdi­mars­dótt­ur, tals­manns kórs­ins. Hún bæt­ir því við að leið ungu stúlk­unn­ar hafi leg­ið til Aust­ur-Evr­ópu, eft­ir ástar­ævin­týri á Englandi, og þar hafi hún kynnst búl­görsk­um söng­kon­um. „Til að und­ir­búa þessa tón­leika feng­um við með­al ann­ars nám­skeið í aust­ur- evr­ópsk­um söngstíl hjá sviss­neskri kór­stýru og ann­arri tyrk­neskri,“lýs­ir hún og seg­ir Hörpu Arn­ar­dótt­ur leik­konu einnig leggja kórn­um lið í að leiða tón­leika­gesti á vit æv­in­týr­anna.

Það er Hilm­ar Örn Agn­ars­son sem stjórn­ar Bar­böru­kórn­um nú í vor í fjar­veru Guð­mund­ar Sig­urðs­son­ar, org­an­ista Hafn­ar­fjarð­ar­kirkju, sem stofn­aði hann vor­ið 2007 ásamt nokkr­um lærð­um söngvur­um. Kór­inn kenn­ir sig við heil­aga Bar­böru en stytta af dýrð­lingn­um fannst ár­ið 1950 í Kap­ellu­hrauni í Hafnar­firði.

Bar­böru­kór­inn flyt­ur lög úr ýms­um átt­um, jafn­vel eft­ir Jón Múla.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.