Kópa­vog­ur varð kaup­stað­ur

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Það var þenn­an mán­að­ar­dag ár­ið 1955 að Kópa­vog­ur varð kaup­stað­ur. Hann hafði sjö ár­um fyrr orð­ið sér­stak­ur hrepp­ur, við að­skiln­að frá Seltjarn­ar­nes­hreppi. Bær­inn dreg­ur nafn sitt af vog­in­um sunn­an við Kárs­nes. Kópa­vogs­fund­ur­inn var hald­inn þar ár­ið 1662 en allt fram á 20. öld voru ein­ung­is nokkr­ir bú­stað­ir og býli í Kópa­vogi. Upp­bygg­ing hófst þar ekki fyrr en í krepp­unni miklu upp úr 1930.

Kos­ið var í bæj­ar­stjórn í Kópa­vogi í októ­ber 1955 og hélt meiri­hluti Fram­fara­fé­lags­ins um stjórn­völ­inn allt fram til árs­ins 1962, und­ir for­ystu Finn­boga Rúts Valdi­mars­son­ar. Breyt­ing varð á þeg­ar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mynd­aði meiri­hluta með því fé­lagi og svo síð­ar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.