Besta ákvörð­un sem ég hef tek­ið

Ma­ría Rún Þránd­ar­dótt­ir, út­skrift­ar­nemi úr mynd­list í LHÍ, ber skól­an­um vel sög­una. Hún stefn­ir á frek­ara nám í haust.

Fréttablaðið - - FÓLIK -

Ma­ría Rún stóð vakt­ina á Kjar­vals­stöð­um í vik­unni á út­skrift­ar­sýn­ingu BA-nema í mynd­list­ar­deild og hönn­un­ar- og arki­tekt­úr­deild Lista­há­skóla Ís­lands.

Ma­ría Rún læt­ur vel af nám­inu en hún út­skrif­ast með BA-gráðu í mynd­list í júní. „Ég ætl­aði alltaf að fara í lækn­is­fræði frá því ég var lít­il og fór þess vegna í MR,“seg­ir Ma­ría Rún. Hún ákvað að taka eins árs hlé eft­ir mennta­skól­ann og skráði sig í sjón­lista­deild­ina í Mynd­lista­skól­an­um í Reykjavík og eft­ir það varð ekki aft­ur snú­ið. „Mér fannst nám­ið þar svo ótrú­lega skemmti­legt og gef­andi að ég ákvað að sækja um í Lista­há­skól­ann og komst inn.“

Ma­ría Rún seg­ir nám­ið hafa ver­ið bæði gef­andi og skemmti­legt. „Ég kynnt­ist sjálfri mér svo vel. Mað­ur lær­ir að verða mjög sjálf­stæð­ur og kynn­ist svo skemmti­legu og öðru­vísi fólki.“

Einn helsti kost­ur náms­ins að sögn Maríu Rún­ar er hversu fá­menn­ir bekk­irn­ir eru. „Það voru

reynd­ar 25 í okk­ar bekk sem er óvenju mik­ið, en hóp­ur­inn er ótrú­lega ná­inn og kenn­ar­arn­ir verða vin­ir okk­ar því þeir eru líka fá­ir. Hver og einn nem­andi fær þess vegna mjög mikla at­hygli.

Ég veit að nám­ið mun nýt­ast mér í hvaða starfi sem er í fram­tíð­inni. Við lær­um svo mikla skap­andi hugs­un og að hugsa í lausn­um. Mig lang­ar klár­lega að reyna að halda áfram í mynd­list­inni,“seg­ir hún.

Ma­ría Rún er ekki al­veg viss hvert hún stefn­ir í fram­tíð­inni en þó er ým­is­legt á dag­skrá á næst­unni. „Ég er að sækja um rit­list í HÍ, sem er mjög tengt nám. Nema að það er kannski meira sköp­un með orð­um en mynd­list­in með mynd­um,“seg­ir Ma­ría Rún sem greini­lega hef­ur fund­ið sína hillu inn­an skap­andi greina.

Í sum­ar verð­ur Ma­ría Rún starfsnemi hjá lista­kon­unni Krist­ínu Gunn­laugs­dótt­ur. „Hún sér­hæf­ir sig í egg-tem­peru. Það er tækni til að búa til fresk­ur og var mik­ið not­uð á miðöld­um. Ég held hún sé jafn­vel sú eina á Íslandi sem kann þá tækni og hún ætl­ar að kenna mér hana,“seg­ir Ma­ría Rún.

Út­skrift­ar­verk­efni Maríu Rún­ar kall­ast Sýrð­in. Það er ný­yrði sem Ma­ría Rún setti sam­an úr orð­un­um dýrð­in og súr. „Ég hef ver­ið að hugsa um súrn­un sjáv­ar og var í sam­tali við Ha­f­rann­sókna­stofn­un. Þau sögðu mér frá rann­sókn­um sem þau hafa gert á Íslandi varð­andi hvaða áhrif súrn­un­in hef­ur á líf­rík­ið.

„Verkefnið varð ljóð­ræn hugs­un um það. Þetta er víd­eógjörn­ing­ur. Ég lét smíða plast­kúlu fyr­ir mig og tók upp mynd­band þar sem ég

Mað­ur lær­ir að verða mjög sjálf­stæð­ur og kynn­ist svo skemmti­legu og öðru­vísi fólki. Bekk­irn­ir eru fá­menn­ir. Hóp­ur­inn er ótrú­lega ná­inn og kenn­ar­arn­ir verða vin­ir okk­ar.

sigli í plast­kúl­unni úti á sjó. Þetta eru tvær varp­an­ir, önn­ur er inni í kúl­unni en hin er fyr­ir ut­an. Hugs­un­in var hvað ein­stak­ling­ur­inn merk­ir í sam­bandi við um­hverf­is­mál­in.“

Ma­ría Rún seg­ir verk­ið líka fjalla um lofts­lagskvíða sem henni finnst marg­ir þjást af. „Ég upp­lifi það mik­ið þeg­ar ég heyri hvaða áhrif súrn­un sjáv­ar hef­ur á Íslandi. Af því hvað sjór­inn er kald­ur hér hef­ur þetta meiri áhrif hjá okk­ur.“

Ma­ría Rún seg­ir að mynd­list sé mjög póli­tískt nám. Nem­end­ur skól­ans vinna mik­ið út frá sam­fé­lag­inu og sam­fé­lagsum­ræð­unni. „Það eru marg­ir í skól­an­um með­vit­að­ir um áhrif þess að borða kjöt til dæm­is, það er rosa­lega mik­ið af græn­met­isæt­um í Lista­há­skól­an­um al­mennt og fólk er mjög með­vit­að.

Ég held að all­ir myndu græða á þessu námi. Þó að þetta sé vissu­lega dýrt nám þá gef­ur það svo marg­falt til baka. Þetta er besta ákvörð­un sem ég hef tek­ið,“seg­ir Ma­ría að lok­um.

FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN

Ma­ría Rún Þránd­ar­dótt­ir mynd­list­ar­nemi við út­skrift­ar­verk sitt, Sýrð­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.