Lof­orð um sátt

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Gest­ur Pét­urs­son, for­stjóri El­kem Ís­land

Í ný­út­kom­inni um­hverf­is­skýrslu og grænu bók­haldi set­ur El­kem Ís­land sér það stóra markmið að starf­sem­in verði með öllu orð­in kol­efn­is­hlut­laus fyr­ir ár­ið 2040. Um leið yrð­um við að öll­um lík­ind­um fyrsta kís­il­járn­verk­smiðj­an í heimi án nokk­urs kol­efn­is­fót­spors. Við lít­um á það sem skyldu­verk­efni að laga starf­sem­ina að ströngustu um­hver­fis­kröf­um og leggja um leið okk­ar af mörk­um til lífs­nauð­syn­legr­ar sátt­ar við fram­tíð­ina fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir.

Við höf­um nú þeg­ar lagt af stað í þenn­an leið­ang­ur og í um­hverf­is­skýrsl­unni vörð­um við næstu áfanga og tíma­setj­um þá. Á með­al stóru verk­fær­anna eru notk­un líf­rænna kol­efn­is­gjafa í stað óend­ur­nýj­an­legra, orku­end­ur­vinnsla á glat­varma, klasa­sam­starf með áherslu á líf­tækni, þró­un nýrra hrá­efna og plönt­un nytja­skóg­ar um­hverf­is Grund­ar­tanga­svæð­ið. Inn­legg El­kem Ís­land í al­þjóð­lega bar­áttu gegn hlýn­un jarð­ar í gegn­um fram­leiðslu­vör­ur sín­ar er nú þeg­ar veru­legt og vænt­an­lega stærsta fram­lag sem frá Íslandi kem­ur á því sviði. Um er að ræða há­þró­að­ar teg­und­ir kís­il­málms sem draga úr orkutapi við flutn­ing raf­magns. Málm­inn, sem fram­leidd­ur er með vist­vænni og end­ur­nýj­an­legri ís­lenskri vatns­aflsorku, er m.a. að finna í ný­leg­um vind­myll­um víða um heim, flest­um teg­und­um raf­magns­bíla á heims­mark­aði og nýj­ustu heim­ilis­tækj­um flestra stærstu vörumerkja ver­ald­ar með ork­u­nýt­ing­arstuðul­inn A+ eða hærra. Með fram­leiðsl­unni legg­ur El­kem Ís­land dýr­mætt lóð á vog­ar­skál­ar orku­sparn­að­ar um víða ver­öld. Þeg­ar við bæt­ist að vinnsl­an grund­vall­ast á grænni raf­orku og að kol­efn­is­fót­spor fram­leiðsl­unn­ar verði að engu orð­ið get­ur ís­lensk þjóð fagn­að þessu fram­lagi sínu til nauð­syn­legr­ar sátt­ar mann­kyns við nú­tíð sína og fram­tíð á sviði um­hverf­is­mála. El­kem Ís­land hef­ur gef­ið lof­orð sitt um öfl­uga þátt­töku í þeim efn­um og sett stefn­una á al­menna við­ur­kenn­ingu sem vist­vænn orku­sæk­inn iðn­að­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.