Kol­féllu á próf­inu

Bene­dikt Bó­as Hinriks­son blaða­mað­ur og Ingólf­ur Grét­ars­son, um­brots­mað­ur og sam­fé­lags­miðla­stjarna, bet­ur þekkt­ur sem Gói spor­trönd, eru farn­ir til Ísra­els þar sem þeir ætla að fylgj­ast með Eurovisi­on.

Fréttablaðið - - HELGIN -

Ingólf­ur Grét­ars­son og Bene­dikt Bó­as Hinriks­son hafa báð­ir áhuga á Eurovisi­on og það mætti segja að áhugi þeirra brjót­ist út með mis­mun­andi hætti. Ingólf­ur laum­aði sér til dæm­is í vet­ur með eft­ir­minni­leg­um hætti í Söngv­akeppni sjón­varps­ins og setti inn mynd­band á YouTu­be und­ir for­merkj­um keppn­inn­ar og söng hið klass­íska lag Ave Maria á sinn hátt og með af­ar áhuga­verðri lík­ams­tján­ingu.

Eig­um við von á ein­hverj­um uppá­kom­um frá þér Ingólf­ur? Ætl­ar þú að stela þrum­unni?

„Held­ur bet­ur, þetta er auð­vit­að mik­il óvissa. En kannski að mað­ur fari í BDSM-búning og upp­lifi hvernig það er að vera Hat­ari svona frá fyrstu hendi. Síð­an ætla ég að reyna að taka lag­ið hvort sem það er uppi á sviði eða úti á götu því mig lang­ar að byrja ein­hvers kon­ar tón­list­ar­fer­il úti alla­vega.“

Bene­dikt Bó­as seg­ist ekki vera al­veg jafn rugl­að­ur og Ingólf­ur og muni vera fyr­ir aft­an mynda­vél­ina þeg­ar hann skell­ir sér í karakt­era, hvað þá BDSM-bún­ing­inn. „Ég hef far­ið áð­ur til að fjalla um Eurovisi­on og það var það skemmti­leg­asta sem ég hef gert á mín­um blaða­manns­ferli.“

Sp­urn­inga­keppni Kunn­átt­an könn­uð!

Rit­stjórn Frétta­blaðs­ins ákvað að kanna kunn­áttu þeirra fyr­ir brott­för enda mik­il­vægt að tví­eyk­ið sé þjóð­inni til sóma og efndi til sp­urn­inga­keppni. Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir menn­ing­ar­rit­stjóri tók að sér að vera sér­stak­ur stiga- og sið­gæð­is­vörð­ur, keppn­in var tek­in upp og geta lesend­ur hlustað á her­leg­heit­in í hlað­varpi helgar­blaðs­ins á www.fretta­bla­did.is.

Hvaða drengs­nafn hef­ur ver­ið það vin­sæl­asta í Ísra­el þrjú ár í röð? Ingólf­ur: Arn­ar.

Bene­dikt: Ég ætla að segja Yossi. Ingólf­ur: Ég er nú ekki viss um að það sé nafn! Kannski á skjald­böku í teikni­mynd.

Rétt svar er Múhameð.

Ingólf­ur: Ég sagði sko Arn­ar, af því að hann er tækni­mað­ur hér og ég er bú­inn að vera að stara á hann all­an tím­ann. Ég ætl­aði sko að segja Múhameð!

Hvaða lista­mað­ur var fyrst­ur til að vinna Eurovisi­on?

Ingólf­ur: Það er Wa­ter­loo.

Bene­dikt: Það er Volare! Vooooolare …

Lys Assia frá Sviss var fyrst til að vinna keppn­ina.

Kol­brún: Þetta er lyk­il­at­riði í sögu Eurovisi­on, þið haf­ið ekki unn­ið heima­vinn­una ykk­ar!

Hvaða ár tók Abba þátt? Bene­dikt: 1974.

Rétt! Ingólf­ur: Ohhh. Hvaða fræga Eurovi­son-lag söng De­an Mart­in við mikl­ar vin­sæld­ir og var að­allag­ið í Moonstruck þar sem Cher var í Ósk­ar­s­verð­launa­hlut­verki? Bene­dikt: Volare!

Rétt! Ingólf­ur: Þetta er nátt­úru­lega svindl því mað­ur­inn er mið­aldra. Það er svo mik­ið kyn­slóða­bil!

Eitt ár­ið unnu fjög­ur lönd Eurovisi­on. Nefn­ið þessi lönd? Bene­dikt: Ha?

Ingólf­ur: Var það bara all­ir að fá að vera með?

Kol­brún: Þið hljót­ið að ná einu

rétt?

Ingólf­ur: Spánn, Frakk­land, Ítal­ía og Dan­mörk.

Bene­dikt: The big fi­ve.

Ingólf­ur: Nei, big 4!

Bene­dikt: Þetta eru Frakk­land, Ítal­ía, Eng­land og … hitt stóra land­ið!

Ingólf­ur: Rúss­land þá? Kol­brún: Þetta næg­ir alls ekki. Rétt svar er Bretland, Spánn, Hol­land og Frakk­land. Ár­ið var 1969 og Þetta var í fyrsta skipti sem keppn­in end­aði í jafn­tefli og þá eng­ar regl­ur til að skera úr um sig­ur­veg­ar­ann. Þannig að öll fjög­ur lönd urðu sig­ur­veg­ar­ar.

Fram­lag Ísra­els til Eurovisi­on ár­ið 1987 var lag­ið Shir Ha­batlanim sem end­aði í átt­unda sæti með 73 stig. Hverj­ir fluttu lag­ið?

Ingólf­ur: Jú, gaur­inn sem er að taka þátt núna.

Bene­dikt: Er þetta ekki bara La det svinge? Hubba hulle?

Ingólf­ur: I am a gold­en boy! Rétt svar er Lazy Bums. Hverr­ar trú­ar eru langf lest­ir íbú­ar Tel Avív? Bene­dikt: Múslim­ar. Ingólf­ur: Gyð­ing­ar! Ingólf­ur fær stig fyr­ir þetta svar. Og hvaða tungu­mál tala þeir? Ingólf­ur: Hérna, makksalam, shjiiik. Hebr­esku! Bene­dikt: Ar­ab­ísku.

Nú fær Ingólf­ur aft­ur stig. Hvaða orð á hebr­esku er notað bæði til að heilsa og kveðja? Bene­dikt: Shalom.

Ingólf­ur: Nei, það er reynd­ar Shalom shaw­arma!

Hvaða ár tóku Ís­lend­ing­ar fyrst þátt í loka­keppni Eurovisi­on? Bene­dikt: 1986.

Ingólf­ur: Ró­leg­ur, hvað varstu þá fimm­tug­ur?

Bene­dikt fær stig.

Í hvaða Eurovisi­on- lagi kem­ur fyr­ir lín­an „hinar tík­urn­ar eru bólugrafn­ar“? Ingólf­ur og Bene­dikt: Sylvía nótt! Ingólf­ur: Eða Pálmi

Gísla!

Þið fá­ið báð­ir stig. Ingólf­ur: Mig lang­ar að segja eitt. Við er­um bú­in að vera að rann­saka keppn­ina í ár. Eða ég og þú ert ekki bú­in að spyrja neinna spurn­inga um það sem ég hef lært. Kol­brún: Já, það vær i áhug ave r t kannski að heyra hvað þú ert bú­inn að vera að læra um? Ingólf­ur: Nú við er­um með Hat­ara, ís­lenska lag­ið. Síð­an er­um við með Svart­fjalla­land, I am in hea­ven. Ítal­íu? Aha, já. Kol­brún: Eig­um við ekki að spá um hverj­ir vinna keppn­ina? Bene­dikt: Sviss. Það er svona Despesito fíl­ing­ur í því. Ingólf­ur: Grikk­land.

Kol­brún: Og hvar lend­ir Ís­land? Bene­dikt : Í sjötta sæti.

Ingólf­ur: Í öðru

sæti.

Meira á hlað­va rpi hel ga r - blaðs­ins á www. fretta­bla­did.is.

KANNSKI AРMAЭUR FARI

Í BDSM-BÚNING OG UPP

LIFI HVERNIG ÞAÐ ER AÐ

VERA HAT­ARI SVONA FRÁ

FYRSTU HENDI. SÍЭAN

ÆTLA ÉG AÐ REYNA AÐ

TAKA LAG­IÐ.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.