Segja banda­rísk­ar her­sveit­ir enga ógn

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTA BLAÐIÐ - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EPA – sar

Hers­höfð­ingi í ír­anska Bylt­ing­ar­varð­lið­inu seg­ir að vera banda­rískra her­sveita á Persa­flóa sé að­eins sál­fræði­hern­að­ur og hluti áætl­un­ar til að hræða stjórn­völd í Teher­an. Breski mið­il­inn The Gu­ar­di­an grein­ir frá því að hers­höfð­ing­inn Hossein Salami hafi sagt ír­önsk­um þing­mönn­um þetta á lok­uð­um fundi.

Þá er haft eft­ir Salami að hann telji að Banda­rík­in búi ekki yf­ir nægi­leg­um her­styrk til að fara í stríð við Íran.

Amirali Haj­iza­deh, yf­ir­mað­ur í flug­her Bylt­ing­ar­varð­liðs­ins, seg­ir að banda­ríska f lug­móð­ur­skip­ið USS Abra­ham Lincoln, sem er með sex þús­und her­menn og rúm­lega 40 sprengju­þot­ur, sé núna skot­mark en ekki ógn eins og áð­ur. Ef Banda­ríkja­menn myndu gera sig lík­lega yrðu slíku svar­að með árás.

Auk­in spenna hef­ur ver­ið í sam­skipt­um ríkj­anna frá því að Ír­an­ar ákváðu í síð­ustu viku að draga sig að hluta til út úr al­þjóð­legu sam­komu­lagi um kjarn­orku­vopn lands­ins frá 2015. Don­ald Trump ákvað á síð­asta ári að draga Banda­rík­in ein­hliða út úr sam­komu­lag­inu og hefja refsi­að­gerð­ir gangvart Íran að nýju.

For­seti Ír­ans, Hass­an Rou­hani, seg­ir að land­ið standi nú frammi fyr­ir al­þjóð­leg­um þving­un­ar­að­gerð­um af áð­ur óþekktri stærð­ar­gráðu. For­set­inn hef­ur kall­að eft­ir sam­stöðu inn­an­lands til að mæta þrýst­ingi al­þjóð­sam­fé­lags­ins.

Haft er eft­ir Salami að hann telji að Banda­rík­in búi ekki yf­ir nægi­leg­um her­styrk til að fara í stríð við Íran.

Spenna hef­ur ver­ið í sam­skipt­um Ír­ans og Banda­ríkj­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.