Tíma­skekkja

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra var í sjón­varps­við­tali hjá BBC á dög­un­um í þætt­in­um Har­dtalk. Hún var mælsk, rök­föst, skyn­söm og jarð­bund­in og með sterka út­geisl­un. Ein­mitt þannig eiga for­sæt­is­ráð­herr­ar helst að vera. Í við­tal­inu nefndi Katrín að Ís­land væri land án hers. Þetta veit ís­lenska þjóð­in en er þó yf­ir­leitt ekk­ert sér­stak­lega að leiða hug­ann að því. Henni þyk­ir bæði sjálfsagt og eðli­legt að eiga ekki her. Lang­flest­ir lands­menn gera sér þó um leið grein fyr­ir mik­il­vægi þess að vera í varn­ar­banda­lag­inu NATO. Hér á ár­um áð­ur var sung­ið af krafti gegn þessu banda­lagi: Ís­land úr NATO, en í dag á slíkt kvak lít­inn hljóm­grunn með­al lands­manna. Inn­an Vinstri grænna kyrja menn þó enn þenn­an söng sem hljóm­ar eins og slæm tíma­skekkja.

Jafn skel­egg og skörp og Katrín Jak­obs­dótt­ir er þá fór ekki hjá því að hún lenti í nokkr­um vand­ræð­um með að út­skýra fyr­ir spyrj­and­an­um í Har­dtalk af­stöðu Vinstri grænna til NATO. And­staða flokks­ins við þetta mik­il­væga varn­ar­banda­lag er svo mik­il tíma­skekkja að það er nán­ast ómögu­legt að út­skýra hana þannig að hún hljómi skyn­sam­lega. For­sæt­is­ráð­herra reyndi það en tókst ekki. Mál­stað­ur­inn sem hún reyndi að verja er svo laus við allt raun­sæi að hann get­ur ekki hljóm­að eins og raun­veru­leg­ur val­kost­ur fyr­ir litla þjóð í norðri.

Það er sann­ar­lega rétt að gleðj­ast yf­ir því að Ís­land skuli vera herlaust land því slíkt er ekki sjálf­gef­ið í hættu­leg­um heimi. Um leið er brýn nauð­syn að Ís­land sé hluti af varn­ar­banda­lag­inu NATO. Óskin um að Ís­land gangi úr NATO er óraun­hæf, enda draum­sýn og yrði hún einn dag­inn að raun­veru­leika byði það alls kyns hætt­um heim.

Stjórn­völd­um ber skylda til að tryggja ör­yggi og varn­ir lands síns og þjóð­ar sinn­ar. Lít­il þjóð sem vill ekki eiga her verð­ur að eiga sam­vinnu við önn­ur ríki sem eru henni vel­vilj­ug. Ís­land á því heima í NATO. Hug­mynd­ir Vinstri grænna um að kveðja banda­lag­ið byggja á mjög svo róm­an­tískri draum­sýn um heim þar sem all­ir eru vin­ir og ekk­ert er að. Hver sá sem horf­ir á sjón­varps­frétta­tíma veit að heim­ur­inn er ekki þannig. Þetta ættu Vinstri græn að gera sér ljóst. Samt eru flokks­menn enn að daðra við úr­sögn úr NATO – stefnu­mál sem eng­in rík­is­stjórn á Íslandi mun nokkru sinni sam­þykkja.

Í stjórn­ar­and­stöðu er úr­sögn úr NATO draumóra­bar­áttu­mál vinstri flokks sem vill skapa herlaus­an heim. Þeg­ar flokk­ur sem hef­ur þetta á stefnu­skrá sinni kemst í rík­is­stjórn verð­ur þessi stefna bein­lín­is vand­ræða­leg, eins og kem­ur ber­lega í ljós þeg­ar formað­ur þessa flokks og for­sæt­is­ráð­herra lands­ins þarf að svara fyr­ir hana er­lend­is.

Senni­lega er til of mik­ils mælst að Vinstri græn sýni raun­sæi og kveðji þetta óskyn­sam­lega stefnu­mál sitt. Þau vilja ör­ugg­lega kyrja áfram á flokks­fund­um: Ís­land úr NATO, og það svo sem flest­um að meina­lausu. Í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi hljóm­ar slíkt tal hins veg­ar eins og óráðs­hjal. Eng­inn á að gera sér bet­ur grein fyr­ir því en for­sæt­is­ráð­herra lands­ins.

Óskin um að Ís­land gangi úr NATO er óraun­hæf, enda draum­sýn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.