Jæja

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Guð­mund­ur Stein­gríms­son

Nú hef­ur breska þing­ið og líka Land­vernd lýst yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Ég held að það sé ekk­ert ann­að að gera en að ís­lensk stjórn­völd, þing eða rík­is­stjórn, geri slíkt hið sama. Á næstu tíu ár­um mun koma í ljós hvort hægt verð­ur að beina jörð­inni af braut of­hitn­un­ar eða ekki. Ef það tekst ekki, þá get­um við al­veg hætt að bursta tenn­urn­ar. Ekk­ert mun skipta máli. Öfga­full veður, skort­ur, ör­birgð, al­mennt böl, út­dauð­ar dýra­teg­und­ir og brátt út­dautt mann­kyn verð­ur leið­ar­end­inn ef það mistekst að leysa þessa úr­slita­þraut.

Ég tók próf á vef­síðu um helg­ina. Þar átti ég að for­gangsr­aða þeim að­gerð­um sem kæmu sér best fyr­ir um­hverf­ið. Þetta var sold­ið lúmskt próf. Margt hljóm­aði senni­lega og allt skipti máli, en það er skemmst frá því að segja að ég kom fer­lega illa út úr þessu. Vissi ekki mik­ið. Ég vissi til dæm­is ekki hvað ís­skáp­ar og loft­kæl­ing­ar heims­ins hafa ótrú­lega slæm áhrif á and­rúms­loft­ið. Það þarf að skipta

þeim öll­um út fyr­ir um­hverf­i­s­vænni lausn­ir, sem munu vera á leið­inni á mark­að. Mig grun­aði að minni sóun mat­væla skipti máli, en ekki að hún væri í þriðja sæti yf­ir áhrifa­mestu að­gerð­irn­ar sam­kvæmt heima­síð­unni drawdown.org. Að minnka kjötát er á topp fimm. Að fleiri eldi mat á góðri elda­vél, en ekki til dæm­is yf­ir opn­um eldi, er í 21. sæti. Að raf­bíla­væða heim­inn er í 26. sæti. Um­hverf­i­s­vænni flug­vél­ar eru í 46. sæti. Að leggja hjólareiða­stíga í borg­um er í 59. sæti.

Hvað get­um við gert?

Stað­reynd­in er þessi: Á öll­um svið­um sam­fé­lags­ins þarf að grípa til að­gerða. Ekk­ert eitt leys­ir mál­ið. Mér sýn­ist hins veg­ar að núna, þeg­ar kom­ið er að því að segja að ís­lensk­um sið hið góða og fornkveðna „jæja“og fara að bretta upp erm­ar í þess­um mál­um, þá verði þetta að koma fyrst: Að fræða okk­ur öll. Hvað get­um við gert? Það þarf að segja okk­ur það.

Það sem vakti at­hygli mína og jók mér bjart­sýni við það að skoða list­ann á heima­síð­unni yf­ir nauð­syn­leg­ar að­gerð­ir og for­gangs­röð­un þeirra, var hversu við­ráð­an­legt og í raun sjálfsagt og gott hvert verk­efni er fyr­ir sig. Hver vill sóa mat­væl­um? Það er sjálfsagt að minnka slíkt. Hver vill eiga ís­skáp sem spú­ir gróð­ur­húsaloft­teg­und­um? Hver vill ekki um­hverf­i­s­væn­an bíl? Eng­in að­gerð á þess­um lista var þess eðl­is að mað­ur hugs­aði: „Ó, nei! Ég vil frek­ar deyja út en að gera þetta.“Sem sagt: Ef ég — sem mik­ið kjöt­menni til langs tíma og ein­læg­ur að­dá­andi góðr­ar nauta­steik­ur — þarf að binda nauta­kjötsát við af­mæl­ið mitt hér eft­ir, nú þá það. Svo­leið­is verð­ur það að vera. Ég hef þeg­ar haf­ið heima­til­búna hug­ræna at­ferl­is­með­ferð til þess að sann­færa sjálf­an mig um það að spergilkál, sér­stak­lega þeg­ar það er steikt upp úr smjöri og salti (á góðri elda­vél), sé mun ljúf­feng­ara.

Ekk­ert skipt­ir meira máli

Jæja, segi ég. Nú þarf að fara að gera eitt­hvað. Það er kom­ið að þessu. Dæs­andi þurf­um við öll að standa upp frá eld­hús­borð­inu og ganga til verka, eins og Ís­lend­ing­ar hafa gert um ald­ir. Út að vinna. Öll sam­an. Bar­átt­an við of­hitn­un jarð­ar er lang­stærsta við­fangs­efni sam­tím­ans. Allt ann­að blikn­ar. Það er vissu­lega gott að það er bú­ið að gera kjara­samn­inga og það er rosa­spenn­andi að bank­arn­ir séu bún­ir að opna fyr­ir það að mað­ur geti borg­að með sím­an­um sín­um og það væri klár­lega gam­an að sjá Hat­ara kom­ast áfram á morg­un, en allt þetta er hjóm í sam­hengi við mik­il­vægi þess að ganga hraust­lega til verka í um­hverf­is­mál­um.

Um leið og al­menn­ing­ur er frædd­ur svo um mun­ar, þarf einnig að leggja fram pakka á þingi. Lög þarf að setja. Það er aug­ljóst til dæm­is að við ætl­um ekki að styðja kjöt­fram­leiðslu um marga millj­arða á ári í ver­öld þar sem verð­ur lífs­nauð­syn­lega að draga úr kjötáti. Það er aug­ljóst að þeir sem keyra bens­ín­háka verða að hætta því. Um­hverf­is­skatt­ar á óum­hverf­i­s­væna fram­leiðslu, neyslu og þjón­ustu, eins og stór­iðju, flug­sam­göng­ur og óum­hverf­i­s­væn­an land­bún­að verða að koma til. Og þeir skatt­ar verða að renna beint í kol­efnis­jöfn­un þess­ara at­hafna og/ eða um­skipt­ingu yf­ir í aðra fram­leiðslu eða um­hverf­i­s­vænni tækni. Það er líka aug­ljóst að við þurf­um að taka full­an og hug­heil­an þátt í öllu al­þjóð­legu sam­starfi á öll­um svið­um til þess að kljást við þenn­an vanda. Og við þurf­um að taka meira strætó. Eða hjóla. Eða ganga.

Í lög­um þarf ef­laust að banna sumt, hvetja til ann­ars. Neyð­ar­ástand­ið verð­ur að birt­ast okk­ur svona: Önn­ur sjón­ar­mið en um­hverf­is­sjón­ar­mið fara í ann­að sæti. Und­an­tekn­inga­laust.

Þang­að til við er­um bú­in að redda þessu.

Á öll­um svið­um sam­fé­lags­ins þarf að grípa til að­gerða. Ekk­ert eitt leys­ir mál­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.