Manchester City varði enska m

Lo­kaum­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu karla fór fram í gær. Mesta spenn­an var um það hva pool þurfi að treysta á að Bright­on tæki stig af Manchester City. Það gerð­ist ekki og 4-1 sig­ur Manchester C

Fréttablaðið - - SPORT -

Manchester City varð í gær ensk­ur meist­ari í knatt­spyrnu karla ann­að ár­ið í röð og alls í sjötta skipti í sögu fé­lags­ins. Fyr­ir lo­kaum­ferð deild­ar­inn­ar var ljóst að ef lið­ið færi með sig­ur af hólmi í leik sín­um gegn Bright­on, sem hafði að engu að keppa, myndi tit­ill­inn vera áfram í her­búð­um Manchester City.

Leik­menn Manchester City fengu blauta tusku í and­lit­ið um mið­bik fyrri hálfleiks þeg­ar Glenn Murray kom Brigt­on óvænt yf­ir en Adam var ekki lengi í para­dís hjá Li­verpool-mönn­um og Sergio Agüero jafn­aði met­in skömmu síð­ar. Ay­meric La­porte, Riyad Ma­hrez og Ilkay Gündog­an sáu svo til þess að róa taug­ar stuðn­ings­manna Manchester City og sigldi meist­ara­titl­in­um þægi­lega í höfn.

Manchester City varði þar af leið­andi titil sinn og varð ensk­ur meist­ari í sjötta skipti í sögu fé­lags­ins. Fyrsti tit­ill­inn kom vor­ið 1937, ann­ar 31 ári síð­ar og svo varð lið­ið meist­ari ár­in 2012 und­ir stjórn Ro­berto Manc­ini og 2014 með Manu­el Pell­egrini við stjórn­völ­inn.

Pep Gu­ar­di­ola tók við stjórn­artaum­un­um hjá lið­inu af Pell­egrini vor­ið 2016. Fyrsta keppn­is­tíma­bil­ið gekk ekki sem skyldi hjá Gu­ar­di­ola en lið­ið setti stiga­met ár­ið eft­ir með því að hala inn 100 stig. Manchester City tryggði sér þá enska meist­ara­titil­inn þeg­ar fimm um­ferð­ir voru eft­ir og yf­ir­burð­ir liðs­ins voru al­gjör­ir. Ljóst var að nýtt stór­veldi væri að fæð­ast.

Li­verpool veitti Manchester City hins veg­ar harða sam­keppni á leiktíð­inni sem var að ljúka og lið­in skipt­ust á að halda for­yst­unni í deild­inni. Segja má að vendipunkt­ur­inn á tíma­bil­inu hafi ver­ið 2-1 sig­ur Manchester City gegn Li­verpool í upp­hafi árs­ins en fyr­ir þann leik var Li­verpool með sjö stiga for­skot á toppi deild­ar­inn­ar eft­ir gjöf­ula jóla­törn.

Eft­ir þann sig­ur laut Manchester City ein­ung­is í lægra haldi í ein­um leik og hafði raun­ar bet­ur í 14 síð­ustu deild­ar­leikj­um sín­um á leiktíð­inni og end­aði með eins stigs for­skot á Li­verpool sem hef­ur aldrei feng­ið jafn mörg stig í deild­inni, eða 97.

Li­verpool-mess­an, sem hald­in var í Selja­kirkju í gær og stuðn­ings­menn Li­verpool fjöl­menntu á, dugði því ekki til þess að binda enda á 29 ára bið fé­lags­ins eft­ir enska meist­ara­titl­in­um. Að­stoð æðri mátt­ar­valda dugði til þess að færa Li­verpool sig­ur í lokaum­ferð­inni en náði ekki að flytja þau fjöll að Bright­on hrifs­aði stig af Manchester City.

Þessi tvö lið voru í al­gjör­um sér­flokki í deild­inni á þessu keppn­is­tíma­bili en Chel­sea sem varð í þriðja sæti fékk 25 stig­um minna en Li­verpool. Manchester City skor­aði 95 mörk í deild­inni á yf­ir­stand­andi

Vincent Komp­any, fyr­ir­liði Manchester City, lyft­ir hér bik­arn­um á loft eft­ir að Mancester City hafði tryggt sér enska meist­ara­titil­inn með ör­ugg­um sigri

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.