Inni­loft, raki og mygla

Um­hverf­is­stofn­un gaf út bæk­ling með leið­bein­ing­um um inni­loft, raka og myglu ár­ið 2015. Þar er að finna upp­lýs­ing­ar um hvernig best sé að við­halda og bæta heil­næmi inni­lofts og hvernig bregð­ast skuli við verði inni­loft óheil­næmt.

Fréttablaðið - - MYGLUSVEPPPIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/VILHELM

Oft­ast er ein­falt að við­halda heil­næmu inni­lofti í hí­býl­um. Margt get­ur þó haft áhrif og mik­il­vægt er að huga að því hvernig hægt sé að við­halda heil­næmu inni­lofti eða bæta það. Þannig má minnka lík­ur á að inni­loft geti haft slæm áhrif á heilsu þeirra sem þar dvelja. Flest­ir verja megn­inu af tíma sín­um inn­an­dyra og eru því gæði inni­lofts mik­il­væg. Úti um all­an heim er óheil­næmt inni­loft álit­ið áhættu­þátt­ur fyr­ir heilsu manna. Sé næg­ur raki fyr­ir hendi get­ur ör­veru­vöxt­ur inn­an­húss auk­ist mik­ið, s.s. bakt­eríu- og sveppa­vöxt­ur, en sterk fylgni er á milli ör­verumeng­un­ar og önd­un­ar

færa­sjúk­dóma, of­næm­is, ast­ma og við­bragða frá ónæmis­kerf­inu.

Ákveðn­ir hóp­ar manna eru út­sett­ari fyr­ir áhrif­um vegna heilsu­fars­ástands eða ald­urs. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar frá ár­inu 2006 bentu til þess að á allt að 17-24% heim­ila á Norð­ur­lönd­un­um væru merki um raka inn­an­húss, s.s. vatnsleka eða sýni­lega myglu á veggj­um, gólfi eða í lofti. Fyr­ir heim­ili í Reykjavík var álykt­að að al­gengi vatns­skemmda væri um 20%, blaut gólf og sýni­leg mygla um 6% og raki af ein­hverju tagi um 23%. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­inn­ar bentu til þess að önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­ar og ast­mi væru al­geng­ari hjá íbú­um í hús­um þar sem raki var til stað­ar.

Leið­bein­ing­arn­ar eru byggð­ar á rann­sókn­um, leið­bein­ing­um og upp­lýs­ing­um frá Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni (WHO) og syst­ur­stofn­un­um í Evr­ópu, Banda­ríkj­un­um og á Norð­ur­lönd­un­um.

Áhrifa­þætt­ir fyr­ir heil­næmi inni­lofts

1. Tób­aks­reyk­ur

Reyk­ur get­ur auk­ið ein­kenni önd­un­ar­færa­sjúk­dóma (s.s. ast­ma), ert augu og vald­ið höf­uð­verk, hósta, sær­ind­um í hálsi og lungnakrabba­meini. Börn eru sér­stak­lega við­kvæm fyr­ir óbein­um reyk­ing­um.

2. Of­næm­is­vald­ar

List­inn yf­ir þekkta of­næm­is­valda er lang­ur, en al­geng­ir of­næm­is­vald­ar eru frjó­korn, dýra­hár, ryk­maur­ar, sveppa­gróð­ur og mat­vör­ur, s.s. hnet­ur, mjólk og fisk­ur.

3. Kol­mónoxíð (CO) og nit­urdíoxíð (NO2)

Á heim­il­um geta slík­ar loft­teg­und­ir safn­ast upp vegna ónógr­ar loftræs­ing­ar við notk­un gaselda­véla, gashit­ara og eld­stæða. Í há­um styrk get­ur kol­mónoxíð vald­ið höf­uð­verk, svima, óráði, ógleði og þreytu og jafn­vel ver­ið ban­vænt.

4. Raki

Æski­legt er að raka­stig inn­an­húss sé á bil­inu 30-60%. Fjöl­breytt­ar teg­und­ir bakt­ería, sveppa og myglu geta vax­ið og fjölg­að sér inn­an­húss ef næg­ur raki er fyr­ir hendi.

5. Efni

Efni inn­an­húss geta ver­ið af ýms­um toga, s.s. hreinsi­efni, ilm­úð­ar, áklæði á hús­gögn­um, bygg­ing­ar­efni, máln­ing, leik­föng, raf­tæki og margt, margt fleira. Viss kemísk efni sem eru not­uð í hreinsi­efni, gól­f­efni og í hús­gögn geta í há­um styrk vald­ið höf­uð­verk, ógleði og ert­ingu í aug­um, nefi og hálsi.

6. Ra­don

Ra­don er geisla­virk loft­teg­und sem mynd­ast í jarð­vegi. Ra­don hef­ur ver­ið mælt á Íslandi og í flest­um til­fell­um mælst langt und­ir við­mið­un­ar­mörk­um.

Gátlisti – góð ráð fyr­ir heil­næmt inni­loft

1. Lofta út, leyfa gegn­um­trekk tvisvar á dag í 10 mín­út­ur í senn.

2. Loftræsa vel þar sem föt eru þurrk­uð.

3. Ekki leyfa reyk­ing­ar inn­an­dyra.

4. Þurrka af og þrífa heim­il­ið reglu­lega (sér í lagi ef gælu­dýr eru á heim­il­inu).

5. Fylgj­ast með merkj­um um raka og myglu­vöxt.

6. Hreinsa myglu í burtu.

7. Þurrka svæði sem hafa orð­ið fyr­ir vatnsleka inn­an 24-48 klukku­stunda til að varna myglu­vexti.

8. Gera við vatnsleka.

9. Þvo lök og sæng­ur­föt reglu­lega í heitu vatni (60°C eða hærra).

10. Nota of­næm­is­próf­að­ar rúm­dýn­ur og kodda­ver.

11. Tryggja mein­dýra­varn­ir með því að loka fyr­ir sprung­ur og rif­ur og gera við vatnsleka, ekki láta mat­væli liggja frammi.

12. Loftræsa eld­hús og rými sem í er ar­in­eld­ur eða kamína.

13. Tryggja að ar­inn eða kamína sé rétt upp­sett, not­að og við­hald­ið.

14. Fylgja leið­bein­ing­um fram­leið­anda um rétta notk­un hreinsi­efna.

15. Tryggja nægt ferskt loft og loftræs­ingu (opna glugga eða nota vift­ur) þeg­ar mál­að er, gerð­ar end­ur­bæt­ur á hús­næði eða not­að­ar vör­ur sem að gætu los­að frá sér rok­gjörn líf­ræn efni.

16. Aldrei skal blanda sam­an efna­vör­um, s.s. hreinsi­efn­um, nema leið­bein­ing­ar séu um slíkt á um­búð­um.

17. Forð­ast að kaupa hreinsi­efni og aðr­ar efna­vör­ur sem inni­halda mik­il ilm­efni, eit­ur­efni eða rok­gjörn efni.

18. Tryggja að ofn­ar/hit­un hús­næð­is sé í lagi.

Hvernig losna ég við myglu?

Það er ómögu­legt að losna við alla myglu og myglu­gró af heim­il­inu enda eru þau hluti af nátt­úru­legu um­hverfi okk­ar. Það er ekki fyrr en myglu­gró fara að fjölga sér vegna ákjós­an­legra að­stæðna sem mygla get­ur orð­ið vanda­mál. Ákjós­an­leg­ar að­stæð­ur fyr­ir myglu­gró til að fjölga sér eru óeðli­lega mik­ill raki og bleyta vegna raka- eða leka­vanda­mála. Eina leið­in til að losna við myglu vegna slíkra að­stæðna er að fjar­lægja or­sök­ina, þ.e. lag­færa raka­vanda­mál og/eða gera við vatnsleka. Með­an or­sök­in er ekki fjar­lægð mun mygla halda áfram að vaxa.

Þekkt­asta myglu­hús­næði lands­ins þar sem allt virð­ist hafa klikk­að sem gat klikk­að. Það var ekki bara eitt held­ur allt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.