Kristján varð Ís­lands­meist­ari

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Kristján Helga­son varð um helg­ina Ís­lands­meist­ari í snóker í 14. skipti þeg­ar hann lagði Jón Inga Æg­is­son 9-2 í úr­slita­leik en mót­ið var hald­ið á Billi­ar­dbarn­um.

Kristján komst alla leið í undanúr­slit á HM áhuga­manna í Möltu á síð­asta ári og er fremsti snóker­spil­ari lands­ins.

Er hann auk þess eini ís­lenski spil­ar­inn sem kom­ist hef­ur í 64 manna úr­slit­in á HM at­vinnu­manna í Sheffield.

Jón Ingi komst í 2-1 í úr­slita­leikn­um en eft­ir það vann Kristján átta ramma í röð og tryggði sér Ís­lands­meist­ara­titil­inn í 14. skipti á ferl­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.