Hjól­að um strand­lengju borg­ar­inn­ar í kvöld

Lista­safn Reykja­vík­ur, Lands­sam­tök hjól­reiða­manna og Hjóla­færni standa í dag fyr­ir hjóla­leið­sögn um strand­lengj­una í höf­uð­borg­inni. Þess­ir að­il­ar ætla að hafa með sér sam­starf um eina hjóla­leið­sögn í mán­uði í sum­ar og verð­ur rið­ið á vað­ið í kvöld.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - FRÉTTA­BLAЭIÐ/GVA sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Þetta verð­ur þá fyrsta kvöld­ið í sum­ar. Við leggj­um af stað frá Hlemmi klukk­an 18 og hjól­um að Höfða og för­um það­an nið­ur að sjó. Svo tök­um við strand­lengj­una að höfn­inni og al­veg út á Gr­anda og end­um út við Þúfu,“seg­ir Sesselja Trausta­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Hjóla­færni og einn skipu­leggj­endanna.

Sesselja seg­ir að þetta sé verk­efni sem hafi ver­ið að þrosk­ast en Árni Davíðs­son, formað­ur Lands­sam­taka hjól­reiða­manna, hef­ur leitt hjóla­ferð­ir á vet­urna á laug­ar­dög­um í mörg ár.

„Við vild­um fá að­eins meira líf í þetta og fór­um að leita að sam­starfs­að­il­um. Okk­ur datt í hug að gera eitt­hvað á full­veldisaf­mæl­inu 1. des­em­ber,“seg­ir Sesselja.

Hug­mynd hafi kvikn­að um að skoða lista­verk­in í borg­inni og í kjöl­far­ið var haft sam­band við Lista­safn Reykja­vík­ur sem tók vel í hug­mynd­ina.

„Við hjól­uð­um um bæ­inn í níst­ingskulda með risa­stór­an hóp, á okk­ar mæli­kvarða, og skoð­uð­um helstu þjóð­frels­is­hetj­urn­ar.“

Önn­ur ferð var svo skipu­lögð á Barna­menn­ing­ar­há­tíð í vet­ur þeg­ar til

stóð að hjóla um Breið­holt­ið.

„Þá feng­um við aft­ur skelfi­legt veður og það varð lít­ið úr þessu. Nú er hins veg­ar góð spá og við von­umst eft­ir góðri mæt­ingu. Þetta er hent­ug­ur tími því Hjól­að í vinn­una var að hefjast og marg­ir að koma sér af stað. Á Hlemmi er síð­an þessi fíni hjólastand­ur þar sem þú get­ur pump­að í dekk­in og dytt­að að­eins að hjól­inu áð­ur en lagt er af stað,“seg­ir Sesselja.

Markús Þór Andrés­son, deild­ar­stjóri sýn­inga og miðl­un­ar hjá lista­safn­inu, verð­ur með í för og mun miðla af fróð­leik sín­um um lista­verk borg­ar­inn­ar.

„Þetta er líka ein leið til að fatta hvað það er sumt sem hent­ar sér­lega vel að gera á hjóli. Það er ekki hægt að gera þetta á bíl og tæki rosa­lega lang­an tíma gang­andi.“

Hjóla­færni er fræða­set­ur um sam­göngu­hjól­reið­ar og en hug­mynd­in var fyrst kynnt á Íslandi ár­ið 2007.

„Við er­um með mörg verk­efni í gangi sem snúa að því að stuðla að og hvetja til auk­inna sam­göngu­hjól­reiða. Við gef­um líka út ís­lenska hjól­reiða­kort­ið og er­um með vef­síðu til­eink­aða al­menn­ings­sam­göng­um,“seg­ir Sesselja.

Þeg­ar blaða­mað­ur ræddi við Sesselju var hún í óða­önn að stand­setja vinnu­stofu þar sem hæl­is­leit­end­um er boð­ið að koma og gera upp hjól­in sín.

Þar að auki stend­ur Hjóla­færni fyr­ir verk­efn­inu Hjól­að óháð aldri þar sem kom­ið er með far­þega­hjól fyr­ir íbúa á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

„ Svo vinn­um við með hjóla­vott­un vinnu­staða en það er í tengsl­um við heims­markmið Sa­mein­uðu þjóð­anna um að gera bet­ur og hvetja fólk til þess að velja ann­að en einka­bíl­inn til að ferð­ast.“

Þetta er hent­ug­ur tími því Hjól­að í vinn­una var að hefjast og marg­ir að koma sér af stað. Á Hlemmi er síð­an þessi fíni hjólastand­ur þar sem þú get­ur pump­að í dekk­in og dytt­að að­eins að hjól­inu.

Sesselja Trausta­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Hjóla­færni, von­ast eft­ir góðri þátt­töku í hjóla­leið­sögn um borg­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.