Hatr­ið sigr­aði á rauða dregl­in­um

Meðlim­ir Hat­ara voru stutt­orð­ir þeg­ar þeir gengu prúð­bún­ir í ís­lenskri hönn­un eft­ir rauða dregl­in­um í Tel Avív í gær. Orð­in vógu þó þungt. Allt sam­kvæmt áætl­un.

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - bene­dikt­[email protected]­bla­did.is in­golf­[email protected]­bla­did.is Bene­dikt Bó­as Ingólfur Grét­ars­son bene­dikt­[email protected]­bla­did.is FRÉTTA­BLAЭIÐ/INGÓLFUR

Ef við er­um ekki sam­ein­uð og reyn­um ekki að koma á friði mun hatr­ið hafa bet­ur,“sagði Klem­ens Hannig­an þeg­ar hann var spurð­ur hver boð­skap­ur lags­ins væri á rauða dregl­in­um í gær. Stund­um er sagt að Ís­lend­ing­ar hafi sleg­ið í gegn í þessu par­tíi eða hinu í Eurovisi­on en mið­að við áhug­ann á Hat­ara má með sanni segja að hljóm­sveit­in hafi sleg­ið í gegn.

Sleg­ist var um við­töl við kapp­ana og stopp­uðu þeir í ör­litla stund hjá full­trú­um ís­lenskra miðla sem voru sam­an­komn­ir í ör­litlu plássi.

Matth­ías byrj­aði að segja að allt gengi sam­kvæmt áætl­un en eins og venju­lega voru þeir ekki málglöð­ustu menn í heimi. „Við reyn­um að blanda ekki okk­ar per­sónu­legu til­finn­ing­um í mál­ið en áætl­un­in geng­ur smurt.“

Klem­ens bætti strax við: „Við fá­um allt okk­ar sent frá Svika­myllu.

ÞETTA ERU SPURNINGAR SEM VIÐ BJUGGUMST VIÐ UM OKK­AR EIG­IN LÍÐAN OG PERSÓNULEGA LÍF. VIÐ REYN­UM AÐ SVARA SEM FÆSTU Á ÞEIM NÓTUM.

ehf. dag­lega og við fylgj­um því af miklu stolti og hjarta.“

Að­spurð­ir sögð­ust þeir fé­lag­ar við­bún­ir flest­um spurn­ing­um frá fjöl­miðla­mönn­um, sama frá hvaða landi þeir væru. „Þetta eru spurningar sem við bjuggumst við um okk­ar eig­in líðan og persónulega líf. Við reyn­um að svara sem fæstu á þeim nótum. Þetta hef­ur ver­ið við­burðasnauð­ur frétta­tími fyr­ir flesta fjöl­miðla­menn, tel ég,“sagði Matth­ías.

A lok­um sagð­ist hann vera al­veg til í að sleppa því að vera bund­inn þagnareiði þeg­ar tal­ið barst að Vest­ur­bakk­an­um. „Við vær­um al­veg til í að segja frá af frjáls­um hug en get­um það ekki vegna póli­tískra að­stæðna.“

Svo gengu þeir burt og héldu áfram út rauða dreg­il­inn.

Ís­lensku lista­menn­irn­ir voru þeir þrett­ándu út á dreg­il­inn og sagði kynn­ir­inn að börn og veg­an fólk ættu kannski að líta und­an í ör­litla stund – því að Hat­ari væri hrif­inn af leðri og BDSM, þeg­ar hóp­ur­inn var kynnt­ur til leiks.

Á und­an Hat­ara komu Hvít-Rúss­ar og Finn­ar með­al ann­ars. Vöktu þeir litla kátínu og fengu söngv­ar­ar og dans­ar­ar þeirra að mestu frið fyr­ir fjöl­miðl­um.

Matth­ías tryggvi Ara­son

Föt­in sem Matth­ías klædd­ist eru frá Dar­ren og sagði hann að Hat­ari reyndi eft­ir fremsta megni að vinna með ís­lensk­um hönn­uð­um.

Klem­ens benti á að þeir væru ekki van­ir hit­an­um og því hefði hann rif­ið ann­an helm­ing­inn af. Hann væri því ber að hluta.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.