Stóru mál­in

Fréttablaðið - - SPORT -

eft­ir helg­ina í enska bolt­an­um

Stærstu úr­slit­in

Sig­ur Manchester City gegn Bright­on var eft­ir bók­inni en hann tryggði læri­svein­um Pep Gu­ar­di­ola ann­an meist­ara­titil­inn í röð. Glenn Murray velgdi lið­inu und­ir ugg­um með því að koma Bright­on yfri en þung pressa og gæði leik­manna Manchester City varð til þess að lið­ið fór með sann­fær­andi sig­ur af hólmi og sigldi titl­in­um í höfn.

Hvað kom á óvart?

Aron Ein­ar Gunn­ars­son og fé­lag­ar hans hjá Car­diff City kvöddu deild­ina með góð­um sigri gegn Manchester United sem fer með óbragð inn í sumar­ið eft­ir þetta tap. Úr­slit­in höfðu eng­in áhrif á það hvar lið­in enda í töfl­unni en eru sál­rænt slæm fyr­ir Manchester United en kæta hins veg­ar stuðn­ings­menn Car­diff City.

Mestu von­brigð­in Li­verpool-menn fara von­svikn­ir inn í sumar­ið þrátt fyr­ir að lið­ið hafi sett fé­lags­met yf­ir flest stig í ensku efstu deild­inni. Stuðn­ings­menn liðs­ins fengu von­arglætu í skamm­an tíma eft­ir að Bright­on komst yf­ir og lið­ið gerði sitt með þvi að vinna Wol­ves en það dugði ekki til þess að tryggja lið­inu titil­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.