Fram­sækn­asta lög­gjöf í heimi

Al­þingi sam­þykkti lög um þung­un­ar­rof í gær. Frá og með sept­em­ber hafa kon­ur fullt ákvörð­un­ar­vald um hvort þær fari í þung­un­ar­rof. Ný könn­un leið­ir í ljós að rúm­ur meiri­hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur þung­un­ar­rof fram að lok­um 22. viku með­göngu.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Al­þingi sam­þykkti í gær frum­varp sem veit­ir kon­um full­an ákvörð­un­ar­rétt um hvort þær fari í þung­un­ar­rof til loka 22. viku með­göngu. Mál­ið var um­deilt á þingi og sneri það helst að tím­aramm­an­um. Breyt­inga­til­laga Páls Magnús­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um að færa við­mið­un­ar­tím­ann nið­ur í 20 vik­ur var felld.

Rétt rúm­ur helm­ing­ur þeirra sem taka af­stöðu er hlynnt­ur því að þung­un­ar­rof verði heim­il­að til loka 22. viku með­göngu. Þetta sýna nið­ur­stöð­ur nýrr­ar könn­un­ar sem Zenter rann­sókn­ir gerðu fyr­ir Frétta­blað­ið og fretta­blað­ið.is.

Alls segj­ast 50,6 pró­sent vera hlynnt því að heim­ila þung­un­ar­rof til loka 22. viku með­göngu. 34,3 pró­sent eru and­víg og 15,1 pró­sent hvorki hlynnt né and­vígt. Þar af eru rúm­lega 32 pró­sent mjög hlynnt og rúm 18 pró­sent frek­ar hlynnt. Tæp 24 pró­sent eru mjög and­víg en tæp ell­efu pró­sent frek­ar and­víg.

Þing­menn Miðf lokks­ins, að und­an­skil­inni Önnu Kol­brúnu Árna­dótt­ur sem sat hjá, og Flokks fólks­ins greiddu at­kvæði gegn lög­un­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn klofn­aði í sinni af­stöðu. Átta þing­menn flokks­ins, þar á með­al Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, greiddu at­kvæði gegn lög­un­um á móti fjór­um sem greiddu at­kvæði með. Þing­menn annarra flokka greiddu at­kvæði með lög­un­um.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra sagði að um væri að ræða löngu tíma­bær­ar breyt­ing­ar á lög­gjöf­inni sem snúi að ör­yggi og frelsi kvenna. „Þetta er löng veg­ferð en í dag er­um við að eign­ast eina fram­sækn­ustu lög­gjöf að því er varð­ar sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna í heim­in­um. Þess vegna er þetta gleði­dag­ur,“sagði Svandís. „Með breið­um stuðn­ingi í þing­inu sýn­um við þann skýra vilja að við vilj­um áfram vera í fremstu röð í heim­in­um varð­andi stöðu kvenna.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra studdi frum­varp­ið ein­dreg­ið. Sagði hún á Al­þingi í gær að kona yrði ekki frjáls nema hún réði yf­ir eig­in lík­ama, treyst­ir hún kon­um til að fara vel með þetta frelsi. „Þetta frum­varp er skref í þá átt að gera kon­ur í þessu landi frjáls­ari og ég styð það heils hug­ar og hefði sjálf stutt það að hafa eng­in tíma­mörk. En ég tel að þetta frum­varp sé ákveð­in mála­miðl­un milli sjón­ar­miða og mun styðja það því ég tel það gríð­ar­legt fram­fara­skref fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins.“

Greini­leg­ur kyn­slóða­mun­ur er á af­stöðu til máls­ins þeg­ar nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar eru skoð­að­ar. Yfirgnæf­andi meiri­hluti yngstu ald­urs­hóp­anna er hlynnt­ur því að þung­un­ar­rof verði heim­il­að til loka 22. viku með­göngu. Dæm­ið snýst svo við þeg­ar lit­ið er til elsta ald­urs­hóps­ins.

Kon­ur eru hlynnt­ari 22 vikna við­mið­inu en karl­ar. 58 pró­sent kvenna eru hlynnt, 32 pró­sent and­víg og 11 pró­sent hvorki né. Með­al karla eru 44 pró­sent hlynnt, 37 pró­sent and­víg og 20 pró­sent hvorki né.

Þetta er löng veg­ferð en í dag er­um við að eign­ast eina fram­sækn­ustu lög­gjöf að því er varð­ar sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna í heim­in­um. Þess vegna er þetta gleði­dag­ur.

Svandís Svavars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra

Mik­il fagn­að­ar­læti brut­ust út á þing­pöll­um Al­þing­is í gær þeg­ar ný lög um þung­un­ar­rof voru sam­þykkt með 40 at­kvæð­um gegn 18. Hafði fjöldi kvenna kom­ið þar sam­an til að sjá mál­inu siglt í höfn. Lög­in taka gildi 1. sept­em­ber næst­kom­andi, þá munu kon­ur hafa fullt ákvörð­un­ar­vald um hvort þær ala barn fram að lok­um 22. viku með­göngu.

Meiri­hluti lands­manna styð­ur 22 vikna við­mið á þung­un­ar­rofi sam­kvæmt nið­ur­stöð­um nýrr­ar könn­un­ar sem Zenter rann­sókn­ir gerðu fyr­ir Frétta­blað­ið og fretta­blað­ið.is.

Alls segj­ast 50,6 pró­sent vera hlynnt því að heim­ila þung­un­ar­rof til loka 22. viku með­göngu. 34,3 pró­sent eru and­víg og 15,1 pró­sent hvorki hlynnt né and­vígt.

Mál­ið var mjög um­deilt þeg­ar frum­varp­ið kom til at­kvæða­greiðslu á þing­inu í gær. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra sagði að um væri að ræða löngu tíma­bæra breyt­ingu sem snúi að ör­yggi og frelsi kvenna.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kaus gegn lög­un­um, sagði hann að það ætti enn eft­ir að velta

mörg­um stein­um. „Mér finnst að við sér­hverju álita­máli sem hef­ur kom­ið upp, sér­stak­lega varð­andi við­mið­un­ar­tím­ann, þá hafi svar­ið alltaf ver­ið kven­frelsi. Mér finnst kven­frelsi skipta gríð­ar­lega miklu máli. En mér finnst kven­frelsi samt ekki trompa hvert ein­asta ann­að álita­mál,“sagði Bjarni.

Fleiri Sjálf­stæð­is­menn settu sig

upp á móti 22. vikna við­mið­inu þó svo að þeir styddu frum­varp­ið að öðru leyti. Breyt­ing­ar­til­laga Páls Magnús­son­ar um að færa við­mið­un­ar­tím­ann frá 22. viku til 20. viku var felld. Átta þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn frum­varp­inu, fjór­ir greiddu at­kvæði með, tveir sátu hjá og tveir voru fjar­ver­andi.

Þing­menn Miðf lokks­ins og Flokks fólks­ins greiddu ekki at­kvæði með frum­varp­inu. Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, sagði hættu á að hóp­ar mynd­uð­ust til að berj­ast fyr­ir breyt­ing­um lög­un­um. Var hann einn af nokkr­um þing­mönn­um sem sögðu að þörf væri á frek­ari um­ræðu um mál­ið þar sem mörg sjón­ar­mið tækj­ust á um við­kvæmt mál­efni.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, kann­að­ist ekki við það. Hún hefði lengi tek­ið þátt í sam­fé­lagsum­ræðu um sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna, heim­ild þeirra til þung­un­ar­rofs og mörk lífs og dauða.

Greini­leg­ur kyn­slóða­mun­ur er á af­stöðu til máls­ins. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar er yfirgnæf­andi meiri­hluti yngstu ald­urs­hóp­anna hlynnt­ur því að þung­un­ar­rof verði heim­il­að til loka 22. viku með­göngu. Dæm­ið snýst svo við þeg­ar lit­ið er til elsta ald­urs­hóps­ins.

Kon­ur eru hlynnt­ari 22 vikna við­mið­inu en karl­ar. 58 pró­sent kvenna eru hlynnt, 32 pró­sent and­víg og ell­efu pró­sent hvorki né. Með­al karla eru 44 pró­sent hlynnt, 37 pró­sent and­víg og 20 pró­sent hvorki né.

Þá eru íbú­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hlynnt­ari 22 vikna við­mið­inu en íbú­ar á lands­byggð­inni. 57 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er hlynnt, 30 pró­sent and­víg og 13 pró­sent hvorki né. 38 pró­sent íbúa á lands­byggð­inni eru hlynnt við­mið­inu, 43 pró­sent and­víg og 19 pró­sent hvorki né.

Könn­un Zenter rann­sókna var net­könn­un fram­kvæmd 10. – 13. maí síð­ast­lið­inn. Alls voru tvö þús­und manns í úr­tak­inu og var svar­hlut­fall 50 pró­sent. Af þeim sem svör­uðu tóku rúm­lega 90 pró­sent af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Fagn­að­ar­læti brut­ust út á þing­pöll­um í gær þeg­ar lög­in voru sam­þykkt með 40 at­kvæð­um gegn 18.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.