Vilja ræða um Hljóð­bóka­safn

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – sar

Á að­al­fundi Blindra­fé­lags­ins sem hald­inn var um síð­ast­liðna helgi var hug­mynd­um um að Hljóð­bóka­safn Ís­lands verði lagt nið­ur og fært und­ir Lands­bóka­safn mót­mælt.

„Hljóð­bóka­safn­ið gegn­ir lyk­il­hlut­verki við að tryggja blind­um og sjónskert­um þau sjálf­sögðu mann­rétt­indi að fá not­ið bók­mennta til jafns við aðra,“seg­ir í álykt­un fund­ar­ins. Þar kem­ur fram að ít­rek­að­ar kann­an­ir með­al fé­lags­manna sýni fram á mikla ánægju með þjón­ustu safns­ins.

Fer Blindra­fé­lag­ið þess á leit við mennta­mála­ráð­herra að efnt verði til við­ræðna um að fé­lag­ið taki að sér rekst­ur Hljóð­bóka­safns­ins.

Þá voru sam­þykkt­ar álykt­an­ir um að stjórn­völd inn­leiði taf­ar­laust til­skip­un ESB um vef­að­gengi og að fjög­urra vikna sótt­kví fyr­ir leið­sögu­hunda verði af­num­in. Sótt­kví­in sé ónauð­syn­leg sam­kvæmt nýju áhættumati og skerði ferða­frelsi þeirra sem not­ast við leið­sögu­hunda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.