Sátta­nefnd vegna Guð­mund­ar- og Geirfinns­mála enn að störf­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – ab

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að sátta­nefnd vegna eft­ir­mála Guð­mund­ar- og Geirfinns­mála sé enn að störf­um og bind­ur hún von­ir við að heild­ar­sam­komu­lag ná­ist við þá fimm sem voru sýkn­að­ir í Hæsta­rétti sem og af­kom­end­ur þeirra. Þetta kom fram í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Nefnd­in er und­ir for­ystu Kristrún­ar Heim­is­dótt­ur og var skip­uð af for­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far sýknu­dóms Hæsta­rétt­ar í sept­em­ber í fyrra.

Líkt og fram kom í síð­ustu viku eru að­stand­end­ur Tryggva Rún­ars Leifs­son­ar heit­ins ósátt­ir við störf nefnd­ar­inn­ar. Erla Bolla­dótt­ir, sem fékk ekki end­urupp­töku á mál­inu, hef­ur einnig gagn­rýnt seina­gang við störf nefnd­ar­inn­ar.

Katrín sagði varð­andi Erlu að hún hefði að sjálf­sögðu vilj­að að mál­ið gengi miklu hrað­ar fyr­ir sig. Ítrek­aði Katrín að hún von­aði að mál­ið væri ein­stakt og mætti ekki end­ur­taka sig.

Helga Vala seg­ir svör for­sæt­is­ráð­herra skrít­in. „Það virð­ist sem upp­lif­un for­sæt­is­ráð­herra af störf­um sátta­nefnd­ar­inn­ar sé gjör­ólík þeirra sem hafa átt í sam­skipt­um við hana,“seg­ir Helga Vala. Hún seg­ir óhjá­kvæmi­legt að ráð­ast í rann­sókn á mál­inu. „Við mun­um leggja aft­ur fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um það. Við verð­um að hætta að vera með­virk með ein­stak­ling­um sem stóðu að þess­ari rann­sókn, þetta snýst ekk­ert um per­són­urn­ar þar, það eru lið­in 45 ár og við verð­um að klára þetta mál.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.