Skólastarf hefst á ný eft­ir elds­voða

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – oæg FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Skólastarf mun hefjast að nýju í Selja­skóla í Breið­holti í dag en starfs­menn skól­ans nýttu dag­inn í gær í hreins­un á skól­an­um eft­ir um­fangs­mik­inn bruna sem varð í skól­an­um um helg­ina, en þetta stað­fest­ir Magnús Þór Jóns­son, skóla­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Eins og Frétta­blað­ið hef­ur greint frá er tjón­ið á bygg­ing­unni þar sem eld­ur­inn kom upp gíf­ur­legt, bæði vegna elds- og vatns­skemmda, en 140-150 nem­end­ur stunda nám í sex skóla­stof­um álm­unn­ar þar sem eld­ur­inn kom upp.

Selja­kirkja og fé­lags­mið­stöð­in Hólma­sel hafa boð­ið skóla­stjórn að hýsa hluta af kennslu næstu vik­urn­ar á með­an unn­ið er að við­gerð­um á álm­unni.

Svona var ástand­ið á Selja­skóla í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.