Snýst um markvörslu og hvort lið­ið fær óvænt fram­lag

Hauk­ar og Sel­foss, sem höfn­uðu jöfn að stig­um á toppi deild­ar­keppn­inn­ar í vor, mæt­ast í úr­slitarimmu Olís­deild­ar karla í hand­bolta í kvöld. Hauk­ar hefja veg­ferð sína í átt að titli núm­er 12 en Sel­foss dreym­ir um að lyfta bik­arn­um í fyrsta skipti. Hinn rey

Fréttablaðið - - SPORT - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR hjor­[email protected]­bla­did.is

Ein­vígi Hauka og Sel­foss um Ís­lands­meist­ara­titil­inn í hand­bolta karla hefst í Schen­ker­höll­inni að Ásvöll­um í kvöld. Þar mæta Hauk­ar sem ríkj­andi deild­ar­meist­ar­ar og freista þess að bæta sín­um 12. meist­ara­titli í safn­ið en lið­ið varð síð­ast meist­ari ár­ið 2016. Sel­foss er hins veg­ar að freista þess að brjóta blað í sögu fé­lags­ins með því að verða Ís­lands­meist­ari í fyrsta skipti í sög­unni.

Sel­foss hef­ur einu sinni kom­ist í úr­slita­ein­víg­ið um Ís­lands­meist­ara­titil­inn en það var ár­ið 1992. Þá laut lið­ið í lægra haldi fyr­ir FH og síð­an þá hef­ur lið­ið aldrei bar­ist um þann stóra aft­ur. Sel­foss náði sín­um besta ár­angri í sög­unni með því að hafna í öðru sæti deild­ar­keppn­inn­ar en Hauk­ar og Sel­foss urðu jöfn að stig­um með 34 stig­um á toppi deild­ar­inn­ar en Hafn­ar­fjarð­ar­lið­ið varð deild­ar­meist­ari þar sem lið­ið hafði bet­ur í inn­byrð­isvið­ur­eign­um lið­anna í vet­ur.

Frétta­blað­ið fékk Ósk­ar Bjarna Ósk­ars­son, yf­ir­þjálf­ara Vals og að­stoð­ar­þjálf­ara ís­lenska kvenna­lands­liðs­ins, til þess að spá í spil­in fyr­ir kom­andi við­ur­eign lið­anna. Hann kveðst eiga von á hörku­ein­vígi og voni sem al­menn­ur hand­bolta­áhuga­mað­ur að rimm­an fari alla leið í odda­leik og úr­slit­in ráð­ist þar.

„Ég held að það sé bara gott fyr­ir Hauka að lið­ið spili strax í dag eft­ir að hafa leik­ið fimm erf­iða leiki við Eyja­menn í undanúr­slit­um. Þeir halda þannig takti í sín­um leik og þeir sýndu besta varn­ar­leik­inn í odda­leikn­um gegn ÍBV á laug­ar­dags­kvöld­ið. Þeir þurfa að taka þann varn­ar­leik með sér inn í serí­una við Sel­foss og ég hef minni áhyggj­ur af því að Hauk­ar nái ekki upp sterkri vörn,“seg­ir Ósk­ar Bjarni um það hvernig hann sér ein­víg­ið byrja.

„Það sem verð­ur erf­ið­ara fyr­ir Hauka er að ná að drilla þann sókn­ar­leik sem þeir vilja spila á svona skömm­um tíma. Það er pott­þétt bú­ið að leik­greina Sel­foss vel og þeir vita al­veg hvað Sel­foss get­ur boð­ið upp á. Sel­fyss­ing­ar geta hins veg­ar bæði brydd­að upp á 6-0 vörn sem fer í út 3-3 vörn á köfl­um. Pat­rek­ur [Jó­hann­es­son] hef­ur beitt ýms­um varn­araf­brigð­um og það er erfitt að lesa hvað hann ger­ir í hverj­um leik fyr­ir sig. Ann­ars snýst þetta að miklu leyti um það hvort lið­ið fær betri markvörslu. Sel­foss fékk fína markvörslu gegn Val í undanúr­slita­leikj­um lið­anna og það gerði gæfumun­inn í þeirri við­ur­eign. Sel­fyss­ing­ar geta því gert sér meiri von­ir en þeir gátu gert fyrr í vet­ur um að mark­verð­ir þeirra hrökkvi í gang,“seg­ir hann enn frem­ur um það hvað muni skilja lið­in að í bar­átt­unni um Ís­lands­meist­ara­titil­inn.

„Hauk­ar eru hins veg­ar með bestu og stabíl­ustu markvörsl­una og alla jafna ættu þeir að fá meiri vörslu frá markvörð­un­um sín­um. Þetta snýst að sjálf­sögðu einnig um hvort lið­ið nær upp betri vörn og þar tel ég vera jafnt á kom­ið með lið­un­um. Svo þurfa bæði lið að fá fram­lag frá þeim sem hefja leik­ina á vara­manna­bekkj­un­um eða úr óvæntri átt,“seg­ir hann jafn­framt um lyk­il­at­riði þess að ann­að hvort lið­ið fari með sig­ur af hólmi.

„Við er­um með þekkt­ar stærð­ir í þessu ein­vígi eins og Elv­ar Örn Jóns­son og Hauk Þr­ast­ar­son Sel­foss­meg­in og Adam Hauk Baumruk og Daní­el Þór Inga­son Hauka­meg­in. Svo er­um við með reynslu­bolt­ana Her­geir Gríms­son og Árna Stein Stein­þórs­son hjá Sel­fossi og Tjörva Þor­geirs­son og Ás­geir Örn Hall­gríms­son hjá Hauk­um. Það mun svo líka skipta máli hvernig lið­un­um tekst að koma mönn­um á borð við Nökkva Dan Ell­iða­son [Sel­fossi] og Atla Má Báru­son [Hauk­um] inn í leik­inn,“seg­ir hann um leik­menn lið­anna.

„Ég vona að þetta fari í odda­leik eins og áð­ur seg­ir og spái því að Sel­foss fari með sig­ur af hólmi í Schen­ker-höll­inni á föstu­dags­kvöld. Það er ein­hver róm­an­tík að þess­ir sveita­pilt­ar vinni fyrsta titil­inn í sög­unni áð­ur en þjálf­ari liðs­ins og lyk­il­leik­mað­ur hverf­ur af braut,“svar­ar þessi reynslu­mikli þjálf­ari spurð­ur um hvernig hann telji að ein­víg­ið fari.

Ég vona að þetta fari í odda­leik og ég spái því að Sel­foss fari með sig­ur af hólmi í odda­leikn­um og tryggi lið­inu fyrsta titil­inn í sögu fé­lags­ins.

Ósk­ar Bjarni Ósk­ars­son

Sel­foss sæk­ir Hauka heim í fyrsta leik lið­anna í úr­slit­um Olís­deild­ar karla í hand­bolta í kvöld.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.