Harp­ix­ið á hill­una hjá Orra

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Orri Freyr Gísla­son sem ver­ið hef­ur fyr­ir­liði karla­liðs Vals í hand­bolta und­an­far­in ár hef­ur ákveð­ið að leggja skóna á hill­una og er því hætt­ur hand­knatt­leiks­iðk­un.

Þetta kom fram í til­kynn­ingu sem Val­ur sendi frá sér í gær. Val­ur hafn­aði í þriðja sæti deild­ar­keppn­inn­ar á leiktíð­inni sem er að ljúka, tap­aði fyr­ir Sel­fossi í undanúr­slit­um úr­slita­keppni deild­ar­inn­ar og laut í lægra haldi fyr­ir FH í úr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar.

Orri Freyr sem er Vals­ari í húð og hár hef­ur unn­ið fjölda titla með Valslið­inu á sín­um ferli. Hann lék um tíma í dönsku úr­vals­deild­inni með Vi­borg en hef­ur leik­ið all­an sinn fer­il á Íslandi með Val.

Þá var Orri Freyr val­inn íþrótta­mað­ur Vals ár­ið 2017 eft­ir að hafa orð­ið Ís­lands- og bikar­meist­ari með lið­inu og far­ið alla leið í undanúr­slit í Chal­lenge

Cup.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.