Sa­meig­in­leg­ur þráð­ur lista­manna

Birg­ir Snæ­björn, Heidi Lam­penius og Miikka Va­skola sýna í BERG Contemporary. Þögn­in er við­fangs­efni þeirra. Lista­menn­irn­ir sýna sam­an í Finn­landi á næsta ári.

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Sýn­ing­in Lou­der Th­an Bombs ( Hvell­ari en sprengj­ur) stend­ur nú yf­ir í BERG Contemporary. Þar sýna verk sín Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son og hjón­in Heidi Lam­penius og Miikka Va­skola en sýn­ing­ar­stjóri er Mika Hannula. Þögn­in er við­fangs­efni lista­mann­anna.

Lista­menn­irn­ir þekkj­ast vel. „Við höf­um ver­ið að sýna hjá sama galle­rí­inu, Hels­inki Contemporary, og ég hef áð­ur sýnt með Heidi þar. Ár­ið 2018 byrj­uð­um við að kasta á milli okk­ar hug­mynd­um að sam­eig­in­legu verk­efni og í upp­hafi var vinnu­tit­ill­inn Minn­ing­ar varð­veitt­ar í þögn. Síð­ast­lið­ið sum­ar fór ég svo til Finn­lands þar sem við unn­um sam­an í tvo mán­uði,“seg­ir Birg­ir. „Við er­um ekki að vinna of­an í verk hvert ann­ars held­ur höld­um okk­ar sjálf­stæði. Ástæð­an fyr­ir því að við ákváð­um að para okk­ur sam­an er ekki bara að­dá­un á verk­un­um held­ur líka sa­meig­in­leg­ur þráð­ur. Þema sýn­ing­ar­inn­ar er þögn. Öll höf­um við, hvert á sinn hátt, ver­ið að nota þögnina og á þess­ari sýningu er­um við að vinna með hana.

Hvísl frem­ur en hróp

Birg­ir hef­ur ver­ið að vinna mjög ljós verk og verk hans á sýn­ing­unni eru því sem næst hvít ol­íu­mál­verk. „Það má segja að hvíti lit­ur­inn sé upp­haf ein­hvers. Fyr­ir mér stend­ur birt­an fyr­ir þögn. Ég hef lýst vinnu minni sem hvísli frem­ur en hrópi, hvísl­ið er per­sónu­legra og áhrifa­meira til lengri tíma lit­ið.“

Verk hans hafa alla jafna ver­ið mjög póli­tísk. „Við get­um sagt að margt sem ég geri sé miklu póli­tísk­ara en mynd­irn­ar á þess­ari sýningu. Samt myndi ég segja að það væri sterk sam­fé­lag­steng­ing í þema sýn­ing­ar­inn­ar vegna þess að við er­um að fjalla um sam­skipti, upp­lif­un og hvernig við eign­umst minn­ing­ar og varð­veit­um þær. Þetta er áhuga­vert vegna þess að við er­um svo mik­ið hætt að upp­lifa, við upp­lif­um að­al­lega í gegn­um aðra. Við tök­um mynd og send­um hana og okk­ar upp­lif­un er að stór­um hluta efni sem við fá­um sent frá öðr­um.

Á þess­ari sýningu er ég með tvær serí­ur. Önn­ur er verk sem unn­in eru út frá ljós­mynd­um í ljós­mynda­al­búmi sem ég fann á mark­aði í Þýskalandi. Ég er bú­inn að eiga þetta al­búm í nokk­ur ár, er orð­inn þátt­tak­andi í lífi fólks­ins og mynd­irn­ar eru orðn­ar mín­ar minn­ing­ar. Hin myndaröð­in er úr ann­arri bók sem ég fann í Kali­forn­íu fyr­ir margt löngu þar sem ljós­mynd­ar­inn Harriet E. Hunt­ingt­on til­eink­ar bók­ina börn­um sem hafa aldrei kom­ið að strönd­inni, en gef­ur þeim upp­lif­un­ina í gegn­um myndir. Þarna er ég að end­ur­gera minn­ing­ar sem eru ekki mín­ar.“

Gott að eiga í sam­vinnu

Heidi Lam­penius á þrjú verk á sýn­ing­unni sem sýna skóg, eld­fjall og blóm. „Ég sæki inn­blást­ur í nátt­úr­una, reyni að fanga til­finn­ing­ar og koma þeim í form. Allt sem við upp­lif­um finnst mér vera í bylgju­lengd. Þannig er blóma­mynd­in næst­um eins og rönt­gen­mynd. Hug­mynd­in hjá mér er að varpa ljósi á það ósýni­lega,“seg­ir hún.

Miikka Va­skola vinn­ur með blek og sjáv­ar­salt í mynd­um sín­um. „Þetta eru myndir af himn­in­um. Hugs­un­in á bak við mynd­irn­ar er eins og þeg­ar mað­ur horf­ir á næt­ur­him­in­inn, það rík­ir al­gjör þögn og mað­ur sér bylgj­ur mynd­ast,“seg­ir hann.

„Við eig­um margt sam­eig­in­legt hug­mynda­fræði­lega þannig að þetta er góð sam­setn­ing. Verk­in eru ólík en það má samt finna sam­eig­in­leg­an hlekk. Það er ein­mana­legt að vera lista­mað­ur og því er gott að eiga í sam­vinnu og geta rætt um verk­in,“seg­ir Heidi.

Þre­menn­ing­arn­ir sýna sam­an í Tam­p­ere í Finn­landi á næsta ári og taka þátt í stórri sam­sýn­ingu í Lista­safn­inu á Akur­eyri ár­ið 2021.

ÖLL HÖF­UM VIÐ, HVERT Á SINN HÁTT, VER­IÐ AÐ NOTA ÞÖGNINA OG Á ÞESS­ARI SÝNINGU ER­UM VIÐ AÐ VINNA MEÐ HANA.

„Við er­um ekki að vinna of­an í verk hvert ann­ars held­ur höld­um okk­ar sjálf­stæði,” segja Miikka, Heidi og Birg­ir.

Verk eft­ir Heidi Lam­penius en hún sæk­ir inn­blást­ur í nátt­úr­una.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.