Mik­il­væg varn­að­ar­orð

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir

Höf­und­ur: Ray Bra­dbury Þýð­ing: Þór­dís Bachmann Út­gef­andi: Ugla Bl­að­síð­ur: 221

Aðal­per­són­an í hinni frægu fram­tíð­ar­skáld­sögu Rays Bra­dbury, Fa­hrein­heit 451, er slökkvi­liðs­mað­ur­inn Guy Montag sem hef­ur það hlut­verk ásamt vinnu­fé­lög­um sín­um að kveikja elda en ekki slökkva þá. Hann lif­ir í sam­fé­lagi þar sem bæk­ur eru bann­að­ar og ef þær finn­ast er skylda að brenna þær. Fa­hren­heit 451 er ein­mitt það hita­stig þeg­ar kvikn­ar í papp­ír og hann brenn­ur.

Montag fer að ef­ast um starf sitt

eft­ir kynni af ung­lings­stúlk­unni Claris­se sem leyf­ir sér að hugsa sjálf­stætt í al­ræð­is­ríki þar sem sú krafa er gerð til ein­stak­linga að þeir séu all­ir eins og sýni ekki sjálf­stæð­istil­burði. Claris­se er al­gjör and­staða við Millie eig­in­konu Montag sem er háð svefn­töfl­um og eyð­ir dög­un­um í að horfa á inni­halds­lausa sjón­varps­þætti af risa­skjá­um sem fylla heim­ili þeirra.

Efa­semd­ir Montag um starf sitt verða enn sterk­ari þeg­ar hann stend­ur frammi fyr­ir eldri konu sem horf­ir á eft­ir bóka­safni sínu í eld­inn og tek­ur þá ákvörð­un að brenna með bók­um sín­um. Í sögu þar sem frá­sögn­in er af­ar mynd­ræn þá er það þessi mynd sem er sterk­ust, af ein­stak­lingi sem ann bók­um og vill frem­ur deyja en lifa án þeirra.

Fa­hren­heit 451 51 kom fyrst út ár­ið ið 1953 á McC­art­hyy­tím­an­um og var ar þör f áminn­ing ng þá og er það enn. n. Bóka­brenn­ur hafa fa alltaf tíðk­ast, í mis­mikl­um mæli, i, og á dög­un­um m brenndu pólsk­ir r prest­ar ein­tök af f Harry Potter bók- un­um. Fa­hren­heit 451 er óð­ur til bóka og bók­lest­urs og lokanið­ur­stað­an er sú að ætíð verði til fólk sem geti sog­að í sig efni bóka í ver­öld þar sem bæk­ur eru bann­að­ar. Í bók­inni er að finna fi alls kyns hu g l e iði ng a r um bæk­ur og bók­lest­ur, þar á með­al er slá­andi kafli um rit­skoð­un sem verð­ur til vegna há­vær ra kvart­ana minni­hluta­hópa og leið­ir að lok­um til þess að bæk­ur eru tald­ar óæski­leg­ar: „Lit­að fólk er ósátt við Litla svarta Sam­bó. Brenn­ið hana … Hvít­ir menn eru ósátt­ir við Kofa Tómas­ar frænda. Brenn­ið hana …“Varn­að­ar­orð Bra­dburys um rit­skoð­un á bók­um, bönn og brenn­ur á þeim eiga sann­ar­lega er­indi í dag.

Bók­in fjall­ar einnig um áhrif fjöl­miðla og hvernig inni­halds­laust efni get­ur heltek­ið fólk og yf­ir­tek­ið til­veru þess, Millie, eig­in­kona Montag, lif­ir í gegn­um sápuóper­ur og það sama gera vin­kon­ur henn­ar. Fyr­ir þeim er sjón­varp­ið raun­veru­leiki og hef­ur gert þær al­gjör­lega sinnu­laus­ar um um­hverfi sitt og rænt þær allri gagn­rýn­inni hugs­un.

Fa­hren­heit 451 er gríð­ar­lega kraft­mik­il, hug­mynda­rík og spenn­andi saga með brýnt er­indi. Það er feng­ur að fá hana á ís­lensku.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.