Hvernig er að eld­ast sem slökkvi­liðsog sjúkra­flutn­inga­mað­ur?

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Magnús Smári Smára­son formað­ur LSS

Ís­lensk­ir slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­menn þurfa að vinna sex ár­um leng­ur en starfs­fé­lag­ar þeirra í Nor­egi og Dan­mörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eft­ir að fá full­an líf­eyri frá 60 ára aldri. Nú­gild­andi regl­ur um líf­eyris­tökuald­ur slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna eru þær sömu og al­mennt gilda í land­inu en til að geta far­ið á full­an líf­eyri þurfa þeir að starfa til 67 ára ald­urs. Reynsl­an sýn­ir að fá­ir nái þeim áfanga.

Slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­menn eru út­sett­ir fyr­ir lík­am­leg­um og and­leg­um áföll­um vegna þeirra verk­efna sem upp geta kom­ið í störf­um þeirra. Störf­in eru í eðli sínu ólík en samt sam­bæri­leg að að nokkru leyti. Þeir ein­stak­ling­ar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugð­ist við neyð all­an sól­ar­hring­inn allt ár­ið og hafa næg­an lík­am­leg­an og and­leg­an styrk til að geta mætt þeim.

Und­an­far­in ár hafa birst er­lend­ar rann­sókn­ir sem sýna tengsl milli slökkvi­starfs og auk­inn­ar tíðni ákveð­inna krabba­meina. Þetta hef­ur kall­að á breytt verklag hjá slökkvi­lið­um í land­inu. Á veg­um Lands­sam­bands slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS) starfar sér­stök krabba­meins­nefnd sem fylg­ist vel með nýj­ung­um í þess­um efn­um og stuðl­ar að fræðslu til fé­lags­manna með það að mark­miði að draga úr þess­ari hættu.

Er­lend­ar rann­sókn­ir á líð­an þess­ara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfall­a­streiturösk­un. LSS hef­ur í sam­starfi við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Neyð­ar­lín­una gert samn­ing við sál­fræð­inga um sál­ræn­an stuðn­ing. Mark­mið­ið er að sporna gegn ný­gengi áfall­a­streiturösk­un­ar og koma í veg fyr­ir brott­hvarf verð­mætra ein­stak­linga úr stétt­un­um.

Mikl­ar lík­am­leg­ar kröf­ur eru gerð­ar til slökkvi­liðs­manna. Þeir þurfa að upp­fylla heil­brigðis­kröf­ur

sem sett­ar eru í reglu­gerð um reykköf­un en þar er eng­inn mun­ur gerð­ur á kröf­um milli kyns eða ald­urs. Með hækk­andi aldri get­ur ein­stak­ling­um reynst erf­ið­ara að upp­fylla þess­ar kröf­ur sem skerð­ir starfs­ör­yggi þeirra.

Starf sjúkraf lutn­inga­manna krefst einnig góðs lík­am­legs at­gervis. Oft á tíð­um þarf að lyfta sjúk­ling­um úr erf­ið­um að­stæð­um þar sem ómögu­legt get­ur ver­ið að beita réttri lík­ams­stöðu með til­heyr­andi hættu á stoð­kerf­isáverk­um.

Slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­menn eld­ast eins og ann­að fólk. Sem bet­ur fer halda sum­ir góðri heilsu og þreki langt fram eft­ir aldri sem þakka má m.a. metn­aði fyr­ir því að við­halda þreki og styrk með æf­ing­um og virkri heilsu­fars­stefnu sem kveð­ur með­al ann­ars á um reglu­leg­ar lækn­is­skoð­an­ir. En þrátt fyr­ir þetta er al­gengt að starfs­ins vegna glími ein­stak­ling­ar við heilsu­far­svanda­mál sem aukast með aldr­in­um og gera þeim erf­ið­ara fyr­ir að upp­fylla þær kröf­ur sem gerð­ar eru til þeirra.

Sjald­gæft er að slökkvi­liðs- eða sjúkra­flutn­inga­menn klári starfsæv­ina í vakta­vinnu. Sum­ir fær­ast til í starfi inn­an starfs­stöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerð­ir starfs­loka­samn­ing­ar. Enn aðr­ir þurfa að láta af störf­um fyrr af heilsu­fars­leg­um ástæð­um þar sem erfitt get­ur ver­ið að finna önn­ur verk­efni við hæfi vegna sér­hæf­ing­ar sem þessi störf krefjast.

Líf­eyris­tökuald­ur ís­lenskra slökkvi­liðs­manna er skv. könn­un Europe­an Firefig­hters Network hærri en geng­ur og ger­ist í Evr­ópu. Hér má nefna að í Dan­mörku og Nor­egi er líf­eyris­tökuald­ur slökkvi­liðs­manna 60 ár.

Með breyt­ing­um á lög­um um líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins 2016 var ráð­herra fal­ið að skipa starfs­hóp um snemm­töku líf­eyr­is fyr­ir erf­ið og hættu­leg störf. Nefnd­in átti að skila nið­ur­stöð­um fyr­ir árs­lok 2017. Þess­ir hóp­ar bíða enn nið­ur­stöðu þeirr­ar vinnu. LSS tel­ur af­ar mik­il­vægt að líf­eyris­tökuald­ur slökkvi­liðs­manna verði sá sami og í ná­granna­lönd­um okk­ar eða 60 ár og ekki þyk­ir ástæða til að gera væg­ari kröfu fyr­ir sjúkra­flutn­inga­menn.

Er­lend­ar rann­sókn­ir á líð­an þess­ara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfall­a­streiturösk­un. LSS hef­ur í sam­starfi við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Neyð­ar­lín­una gert samn­ing við sál­fræð­inga um sál­ræn­an stuðn­ing.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.