Unga fólk­ið vill banna hvalveiðar

Ís­lend­ing­ar eru klofn­ir í af­stöðu sinni til þess hvort banna eigi hvalveiðar. Yfirgnæf­andi meiri­hluti ungs fólks er hlynnt­ur banni. Formað­ur Við­reisn­ar von­ar að veið­arn­ar skaði ekki orð­spor Ís­lands.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – sar

Af þeim sem tóku af­stöðu eru 38,2 pró­sent fylgj­andi banni við hval­veið­um en 36,3 pró­sent eru því and­víg. Um fjórð­ung­ur er hvorki fylgj­andi né and­víg­ur. Þetta eru nið­ur­stöð­ur könn­un­ar sem Zenter rann­sókn­ir gerðu fyr­ir Frétta­blað­ið og frétta­blað­ið.is.

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, und­ir­rit­aði í fe­brú­ar síð­ast­liðn­um reglu­gerð sem heim­il­ar veið­ar á hrefnu og lang­reyði til árs­ins 2023.

„ Mér finnst þetta vera mjög áhuga­verð­ar nið­ur­stöð­ur. Við sjá­um þarna ákveð­inn kyn­slóða­mun en þetta er í takt við það sem mað­ur hef­ur fund­ið,“seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar.

Þor­gerð­ur Katrín hef­ur lagt fram til­lögu á Al­þingi um að gerð verði könn­un á við­horfi al­menn­ings í helstu við­skipta­lönd­um Ís­lands til áfram­hald­andi hval­veiða.

„Ég vona að þessi van­hugs­aða ákvörð­un Kristjáns Þórs und­ir for­ystu rík­is­stjórn­ar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði var­an­leg­ur orð­sporsskaði af þessu,“seg­ir Þor­gerð­ur Katrín.

Lang­mest­ur stuðn­ing­ur við að hvalveiðar verði bann­að­ar mæl­ist í yngsta ald­urs­hópn­um, 69 pró­sent þeirra sem eru á aldr­in­um 18-24 ára eru fylgj­andi banni en að­eins tíu pró­sent því and­víg. Þá styðja tölu­vert fleiri í ald­urs­hópn­um 25-34 ára bann við hval­veið­um en eru því and­víg.

Í öll­um öðr­um ald­urs­hóp­um eru and­stæð­ing­ar banns við hval­veið­um hins veg­ar fleiri en stuðn­ings­menn. Mesta and­stað­an við bann­ið mæl­ist í elstu ald­urs­hóp­un­um. Um helm­ing­ur þeirra sem eru eldri en 55 ára er and­víg­ur banni en 28 pró­sent fylgj­andi.

„Unga fólk­ið skynj­ar þetta. Það skynj­ar hjart­slátt sam­tím­ans og vill ekki þess­ar dýrapín­ing­ar sem rík­is­stjórn­in er að standa fyr­ir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aft­ur und­ir for­ystu Vinstri grænna,“seg­ir Þor­gerð­ur Katrín.

Kon­ur eru mun lík­legri til að styðja bann við hval­veið­um en karl­ar. 45 pró­sent kvenna eru hlynnt banni við hval­veið­um en 22 pró­sent and­víg. Um þriðj­ung­ur kvenna er hins veg­ar hvorki hlynnt­ur né and­víg­ur bann­inu. Helm­ing­ur karla er and­víg­ur banni við hval­veið­um, tæp­ur þriðj­ung­ur er fylgj­andi banni og tæp­ur fimmt­ung­ur er hvorki hlynnt­ur né and­víg­ur.

Þá er stuðn­ing­ur við hval­veiði­bann tals­vert meiri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni.

Könn­un Zenter rann­sókna var net­könn­un fram­kvæmd 10. til 13. maí síð­ast­lið­inn. Alls voru tvö þús­und manns í úr­tak­inu og var svar­hlut­fall 50 pró­sent. Af þeim sem svör­uðu tóku tæp 96 pró­sent af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/AFP

Fjöll­ista­hóp­ur­inn Hat­ari, hinir and­kapítalísku full­trú­ar Ís­lands í Eurovisi­on, buðu upp á mikla flug­elda­sýn­ingu á svið­inu í Tel Avív í gær. Þeir komust áfram á loka­kvöld­ið og er það í fyrsta skipti í fjög­ur ár sem Ís­land tek­ur þátt í úr­slit­um í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva. Allt sam­kvæmt áætl­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.