Lilja gef­ur ekki upp af­stöðu til þung­un­ar­rofs

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – bdj

Lilja Alfreðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vill ekki gefa upp af­stöðu sína til þung­un­ar­rofs­frum­varps­ins sem sam­þykkt var í fyrra­dag þar sem kon­um er gert kleift að rjúfa þung­un á 22. viku með­göngu. Hún var ann­ar tveggja ráð­herra sem voru fjar­ver­andi við at­kvæða­greiðsl­una, þar sem hún er í út­lönd­um.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, dóms- og iðn­að­ar­mála­ráð­herra, var einnig fjar­ver­andi at­kvæða­greiðsl­una, en gerði grein fyr­ir af­stöðu sinni í færslu á sam­fé­lags­miðl­um.

„ Ég studdi frum­varp­ið í 2. um­ræðu og studdi það í anda í dag. Tím­arammi sá sami – ákvörð­un­in þar sem hún á heima,“sagði Þór­dís.

Lilja seg­ist hafa gert fyr­ir­vara við mál­ið í rík­is­stjórn. „Ég sagði að mér fynd­ist 22 vik­ur ansi langt geng­ið. En ég var ekki þarna og er ekki til­bú­in til þess að fara yf­ir þetta akkúrat núna,“seg­ir Lilja.

Ég sagði að mér fynd­ist 22 vik­ur ansi langt geng­ið.

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTONBRINK

Lilja og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Katrín var mjög áfram um að styðja frum­varp­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.